Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 44

Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 44
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 Frægar styttur finnast víða. Úti um allan heim má finna merkilegar styttur sem margar eru mörg hundruð eða þúsund ára gamlar. Þrátt fyrir að þessi menning sé að líða undir lok og nýjar styttur séu sjaldgæf sjón er varðveisla hinna eldri flestum mikið kappsmál. Listaverk sem varðveist hafa í mörg þúsund ár eru ómetanleg verðmæti og mikilvægt er að bera virðingu fyrir þeim. Styttur sem staðist hafa tímans tönn Terracotta-hermennirnir í Xian í Kína eru sex þúsund talsins og meira en tvö þúsund ára gamlir.Akivi-stytturnar á Páskaeyju eru um 600 talsins og flestar um fimm til tíu metrar á hæð. Sfinxinn í Giza í Egyptalandi var reistur á tímum Khafre konungs sem var uppi um 2575- 2465 fyrir Krist. Styttan af Davíð sem sigraði risann Golíat er eftir Michelangelo og stendur í Flórens á Ítalíu. Búddastyttan á Lantau-eyju í Hong Kong í Kína er 34 metra há. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Styttan af Kristi vakir yfir höfninni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Frelsisstyttan á Liberty-eyju í New York var vinargjöf frá Frökkum árið 1886. Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn var gerð undir áhrifum frá samnefndu ævintýri H.C. Andersen árið 1913.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.