Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 62
6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR42
Arfleiðfð torfbæjanna
lifir enn. Á meðan
grasblettir í bakgörðum
hverfa undir palla og
hellur lifir grasið góðu lífi
á húsþökum.
Fæstum liggur á að komast
undir græna torfu. Sumum
virðist þó líka það vel og
velja að hafa gras á þakinu.
Það liggja vísast mismun-
andi ástæður að baki hjá
hverjum og einum. Sumir
þrá gamla tíma, aðrir nátt-
úruna. Henni ömmu, í bók-
inni Blómin á þakinu, fannst
alveg ótækt að skilja náttúr-
una eftir í sveitinni. Ingi-
björg Sigurðardóttir og
Brian Pilkington fönguðu
þar þessa fortíðarþrá í þjóð-
arsálinni og þrá eftir nátt-
úruna.
Öðrum finnst þetta ein-
faldlega fallegt og flott.
Hönnuðir og arkitektar leita
stöðugt að nýjum efnum og
nýjum leiðum í starfi sínu.
Innblásturinn getur komið
úr fortíðinni, eins og er án
efa raunin með torfþökin.
Það er hins vegar spurn-
ing hvort ekki megi
auka flóruna á
húsþökum
lands-
ins.
Bláberjalyng, einir, hrein-
dýramosi og lágvaxnar
birkihríslur
myndu sóma sér
vel fyrir ofan
hvítmálaða
veggi. Í
senn
þjóðlegt og einstakt.
Hvernig sem því líður
lifa torfþökin góðu lífi bæði
í húsagerðarlist og þjóðar-
vitund okkar Íslendinga.
Engan þarf að undra það,
ekki er langt síðan við þorð-
um að stinga hausnum út
um dimmar dyr torfkofanna
og hættum að grafa húsin
okkar niður í jörðina. Það er
alltaf gott að hafa eitthvað
kunnuglegt í kringum sig og
á tímum þar sem þróunin er
svo hröð og framfarirnar
örar er gott að hafa öryggis-
línu sem minnir okkur á
uppruna okkar og hvar við
munum enda, undir grænni
torfu.
Tryggvi@frettabladid.is
TORFÞÖK
- FYRR OG NÚ -
Ekki er langt síðan inngangur í
híbýli á Íslandi leit svona út. Mynd-
in er tekin í Árbæjarsafni.
Skildinganesið hefur líka sitt torfþak. Á réttum tíma dags er þetta þak tilvalið til sóldýrkunar.
Grasið er orðið fagurgrænt á Fjólugötunni, bæði í garðinum og á þakinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í stað þess að standa á grasinu græna fær þarfasti þjónninn í dag að hvíla sig undir því.
Þetta þjóðlega hús stendur við Steinavör á Seltjarnarnesi.
Gamla kirkjan í Árbæ.