Fréttablaðið - 06.06.2006, Page 77

Fréttablaðið - 06.06.2006, Page 77
ÞRIÐJUDAGUR 6. júní 2006 21 AF NETINU Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is skemmtir þér ;) MESTA ÚRVALIÐ ER Í SKÍFUNNI YFIR 20.000 TITLAR AF TÓNLIST, DVD OG TÖLVULEIKJUM 5CD 2.799kr. 100 ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR 100 SERÍAN C & P 2006 • IT241/1 SENA • Allur réttur áskilinn 2 100 ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR 100 SERÍAN C & P 2006 • IT241/2 SENA • Allur réttur áskilinn 3 100 ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR 100 SERÍAN C & P 2006 • IT241/3 SENA • Allur réttur áskilinn 4 100 SERÍAN 100 ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR C & P 2006 • IT241/4 SENA • Allur réttur áskilinn 5 100 ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR 100 SERÍAN C & P 2006 • IT241/5 SENA • Allur réttur áskilinn SUMARSMELLIR 100 ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR Á 5 GEISLAPLÖTUM Á plötunum 5 er að finna samtals 100 lög með íslenskum flytjendum og eiga lögin það sameiginlegt að hafa verið vinsæl yfir sumartímann á Íslandi síðustu áratugina. ����������� � � � � � � � �� � � ��������������� �������������� ��������������������������� ���������� ������������ ���� ��������� �������������� ������ ������ �������������� ��� Ekki þurfti að bíða lengi, frá því að tilkynnt var um nýjan meiri- hluta í Reykjavík, eftir því að áróðursvélar pólitískra andstæð- inga Framsóknarflokksins færu aftur í gang. Miðvikudaginn 31. maí sl. reið á vaðið Ólafur Hanni- balsson og fékk birta í Fréttablað- inu grein undir yfirskriftinni „Er Framsókn til?“ þar sem hann sakar Framsóknarflokkinn, í bandalagi við annars vegar vonda og hins vegar vitlausa útlendinga, um að stunda kosningasvindl. Gefum Ólafi sjálfum orðið þar sem hann lýsir athæfi meintra flugumanna Framsóknarflokks- ins: „Fullyrt hefur verið í mín eyru ... [að á utankjörfundarstað] komu heilu rútufarmarnir af útlending- um til að kjósa undir leiðsögn manns af erlendu bergi brotnum, sem vildi fylgja þeim eins langt og lög leyfðu - og helst lengra - inn á kjörstaðinn og aðstoða þá við að setja kross á kjörseðilinn, enda margir þeirra ókunnugir okkar stafrófi.“ Hér leggur Ólafur á torg að því er virðist stækan rasisma gagnvart annars vegar útlending- um og hins vegar framsóknar- mönnum þannig að allir megi sjá. Ekki sá ritstjóri Fréttablaðsins ástæðu til þess að gera neinar athugasemdir við birtingu þess- arar greinar, þó uppfull væri af ósannanlegum ávirðingum og Varist Framsóknarmenn! ásökunum um óheiðarleika og hrein lögbrot. Fréttablaðið sá hins vegar ástæðu til þess að setja á forsíðu degi síðar, þann 1. júní sl., að Þjóð- arhreyfing þess hins sama Ólafs Hannibalssonar ætli líklega kannski að kæra kosningarnar. Ástæðan eru „sögusagnir“ þess efnis að nýbúum hafi verið smalað sérstaklega og greitt fyrir að kjósa. Sögusagnir sem birtust fyrst í fjölmiðlum í grein Ólafs. Engar sannanir eða staðfestingar eða vitnisburð trúverðugra vitna hefur Ólafur fram að færa, en Fréttablaðið sér ástæðu til þess að varpa þessu á forsíðu. Undir merkjum samtaka er kalla sig Íslandsvinir var sl. laug- ardag, í nafni umhverfisverndar, kallað eftir því að Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, yrði myrt með köldu blóði. Já, hvatt er til þess að henni verði drekkt, væntanlega fyrir þá sök að hafa framfylgt ákvörðunum Alþingis í atvinnu- og byggðamál- um, nýtingu náttúruauðlinda, upp- byggingu stóriðju og erlenda fjár- festingu. Hugnast leiðtogum íslenskra náttúruverndarsinna mótmæli af þessu tagi? Er í þessu þögn sama og samþykki? Hún er ótrúleg þessi tilhneig- ing til þess að draga fyrst og fremst einn stjórnmálaflokk í gegnum svaðið. Ásaka hann, eins og Kristján Jónsson, starfsmaður Morgunblaðsins, gerir í grein í Morgunblaðinu sama dag, 1. júní sl., um að vera „grár og gugginn tákngervingur alls þess sem þarf að stokka upp eða fleygja, kjör- dæmapots, stóriðjufíknar, spilling- ar og fleiri vondra mála“. Þessu er slegið fram án allra raka eða sann- ana. Ef lygin og óhróðurinn er endurtekinn nógu oft, þá endar það með því að fá á sig bjarma trú- verðugleika. Hvað er þetta allt sem má stokka og fleygja? Hvaða kjör- dæmapot? Hvaða stóriðjufíkn? Hvaða spilling? Hvaða fleiri vond mál? Nei, við skulum ekkert vera að hafa fyrir því að sanna ásakan- irnar, bara henda þeim fram og vonast til að skíturinn festist. Ég hef löngum haldið því fram, og þá meira í gríni, að það að vera framsóknarmaður væri eins og að bjóða sig sjálfviljugur fram til ein- eltis. Það er varla grín lengur, og það sem rakið var hér að framan er ekkert fyndið. Það er eitthvað mikið að ef eitt stjórnmálaafl, langt umfram öll önnur, má rægja, ata auri og úthúða athugasemda- laust. Að eitt stjórnmálaafl, langt umfram öll önnur, megi væna um spillingu, lygar, skemmdarverk og þjófnað án sannana eða nokkurra röksemda. Ekki held ég að nokkur fram- sóknarmaður fælist alvöru umræð- ur og rökræður um stefnur og mál- efni. En hvernig á að svara sífelldum óhróðri og lygum af þessu tagi? Er ekki of langt gengið? UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN FRIÐRIK JÓNSSON SENDIRÁÐUNAUTUR Sigurvegarar kosninganna Stjórnmál snúast ekki um hylli heldur um að halda völdum, sama hvað gerist. Spunameistarar framsóknarmanna eru komnir á stjá og einn pistlahöfundurinn skrifaði meira að segja um hvernig Fram- sóknarflokkurinn hefði „unnið“ meiri- hlutamyndanir eftir kosningar vegna þess að hann hefði verið fljótastur að koma sér í meirihluta án málefnasamn- inga með nánast ekkert fylgi. Í örvænt- ingu sinni eru framsóknarmenn farnir að státa sig af málefnafátæktinni og af hverju ættu málefni flokksins að skipta máli þegar þau voru öll búin til á auglýs- ingastofu í febrúar? Í sjálfu sér er svolítið sjarmerandi hversu framsóknarmenn eru stoltir af sjálfum sér. En þeir sem kjósa flokkinn geta reiknað með að hann mun ekki berjast fyrir neinu sem hann hefur lofað þegar embætti eru í boði. Ármann Jakobsson á murinn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.