Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 94

Fréttablaðið - 06.06.2006, Side 94
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ������ ����� ������������������ ����������� ������ 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3 Benedikt Bjarnason, sem er hálfur Íslendingur og hálfur Þjóðverji, hefur verið staddur hérlendis að undanförnu til að undirbúa heim- ildarmynd sína um Íslendingabók. Tökur á myndinni hefjast hér á landi seinnipart ágúst og standa yfir fram í miðjan september. Með honum í för er tökumaðurinn Matt- hias Müller. Myndin er hugsuð sem lokaverkefni í kvikmyndaskóla í Þýskalandi þar sem þeir stunda nám í heimildarmyndagerð. „Við vorum að leita að tökustöð- um og fórum meðal annars austur og skoðuðum landslagið þar og strendurnar,“ segir Benedikt. „Við höfum verið að hlaupa um og tala við fólk, meðal annars mannfræð- inga, sagnfræðinga og erfðafræð- inga,“ segir hann. Undirbúningurinn hefur gengið vel að sögn Benedikts en þrátt fyrir það vantar þá félaga enn sögur af fólki fyrir heimildar- myndina sem hægt verður að tengja við Íslendingabókina. Von- ast þeir til að fara á ættarmót á Íslandi seinna í sumar og kynnast þannig íslenskum fjölskyldutengsl- um nánar. „Þegar ég var að hugsa um það hvernig lokaverkefnið mitt yrði talaði ég við frænku mína sem býr á Íslandi og hún sagði mér frá Íslendingabók og hvernig hún virk- aði. Mér fannst það mjög áhuga- vert og í framhaldinu ákvað ég að búa til þessa mynd,“ segir Bene- dikt, sem hefur heimsótt Ísland um það bil einu sinni á ári síðan hann var lítill drengur. Hann hefur átt í viðræðum við þýska sjónvarpsstöð um að sýna heimildarmyndina en þær eru þó skammt á veg komnar. Einnig von- ast hann til að koma myndinni að hér á landi. „Það er alveg einstakt að allir skuli vera skyldir á Íslandi. Í það minnsta finnst Þjóðverjum það áhugavert því fjölskylduböndin eru ekki eins mikil í Þýskalandi og frjósemin er minni þar en á Íslandi,“ segir hann. „Þjóðverjar hafa líka gaman af framandi og skrítnum sögum.“ Þeir sem vilja veita Benedikt og Matthias upplýsingar um ættarmót í sumar eða hjálpa þeim á annan hátt vegna heimildarmyndarinnar er bent á netfangið benedikt. bjarnason@filmakademie.de. Taka þeir glaðir við öllum ábendingum. freyr@frettabladid.is BENEDIKT BJARNASON: HÁLFUR ÞJÓÐVERJI OG HÁLFUR ÍSLENDINGUR Gerir heimildarmynd um Íslendingabók LÁRÉTT: 2 jurt 6 klukka 8 umfram 9 nægi- legt 11 slá 12 teygjudýr 14 þíða 16 rás 17 illæri 18 niður 20 í röð 21 nabbi. LÓÐRÉTT: 1 rotna 3 guð 4 nískupúki 5 skjön 7 lofaður 10 útdeildi 13 kvik- myndahús 15 auma 16 espa 19 tveir eins. LAUSN: LÁRÉTT: 2 Gras, 6 Úr, 8 Auk, 9 Nóg, 11 Rá, 12 Amaba, 14 Afísa, 16 Æð, 17 Óár, 18 Suð, 20 Lm, 21 Arða. LÓÐRÉTT: 1 Fúna, 3 Ra, 4 Aurasál, 5 Ská, 7 Rómaður, 10 Gaf, 13 Bíó, 15 Arma, 16 Æsa, 9 Ðð Tónlist: Eg er að hlusta á nýju lögin með Langa Sela og svo vorblótslagið sem ég er að æfa í kórnum mínum, við vinirnir hittumst hálfsmánaðarlega eða svo og semjum lög ofan í okkur. Síðan er ég ska-aðdáandi, það er tónlistartegund sem svipar til reggí en er mun hraðari. Bókin: Eina bókin sem ég hef lesið tvisvar er sjálfsævisaga sem heitir Papillon. Bókin er eftir Frakkann Henri Charrière en það var náungi sem var settur saklaus í fangelsi. Það var mjög fræg mynd gerð eftir sögunni með Dustin Hoffman, sem var reyndar algjör skandall. Þetta er mesta ævintýrabók sem ég hef lesið. Tinnabækurnar koma svo sterkar inn. Það er allt of lítið af Tinna á Íslandi í dag. Borgin: Amsterdam. Þar er allt sem þú vilt, hægt að ganga í allt sem maður vill gera. Það er algjör snilld. Þegar ég og Dýrleif vorum að vinna í tískubransanum fórum við þangað oft. Bíómyndin: Það er erfitt að gera upp á milli Kill Bill og Guðföðurins. Kill Bill hefur eiginlega tekið við af Guðföðurnum, hún er bara mjög flott, eiginlega ævintýri, og mér finnst æðislegt þegar fólk er drepið á listrænan hátt. Búðin: Bertie Woolter í London. Hún er svo góð að við Skjöldur fórum þangað um daginn og keyptum hana, með öllu. Allt fylgdi með, skiltið, golfmottan, lagerinn. Þetta var í raun innrás, ekki útrás. Við eigum eftir að finna út úr því hvað við gerum við hana hérna heima. Verkefnið: Það er náttúrlega Bertie en annars er ég með mörg járn í eldinum. Það er til dæmis heilmikið verkefni að finna út hvernig maður nær því að horfa á alla leikina á HM. Svo erum við að skoða að opna nýjan skemmtistað. En aðalverkefnið er að taka upp nýju plötuna með Langa Sela og Skuggunum á sem skemmstum tíma. AÐ MÍNU SKAPI: KORMÁKUR GEIRHARÐSSON ÁHÆTTUFJÁRFESTIR OG INNRÁSARAÐILI Kill Bill hefur tekið við af Guðföðurnum MATTHIAS OG BENEDIKT Þeir félagar hafa verið staddir hér á landi til að undirbúa heimild- armynd sína um Íslendingabók. Benedikt er til hægri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTIR AF FÓLKI Sumarsöngleikurinn í ár verður án efa Footloose sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 29. júní. Tvö fyrirtæki koma að framleiðslunni, 3 Sagas Entert- ainment og Á þakinu, en að baki þeirra eru reyndir menn í uppsetningu sum- arsöngleikja, svo sem Bjarni Haukur Þórsson og Kristján Ragnar Kristjáns- son. Fyrirtækin tvö munu hafa tryggt sér réttinn að uppsetningu söngleiksins um alla Skandinavíu og hyggjast herja á þau lönd á næstu árum. Hugmyndin mun vera sú að sýningin hér á landi verði eins konar undirbúningur fyrir stærri uppfærslur erlendis og því verði afar mikið lagt í hana. Svo mikið mun vera lagt í uppfærsluna að sagt er að hún eigi ekki möguleika á að borga sig, ágóðinn af verkefninu á allur að koma frá Skandinavíu á næstu árum. Sjónvarpskonan Sirrý snýr aftur á skjáinn með eigin þætti næstkomandi sunnudag. Sirrý tekur við plássi Kompáss á dagskrá Stöðvar 2 og NFS á sunnudagskvöldum með þátt sinn sem hefur fengið nafnið Örlagadagurinn. Meðal efnis sem Sirrý hefur tekið upp nú þegar er viðtal við fjögurra barna föður sem kom út úr skápnum eftir 25 ára hjónaband og viðtal við þekktan framkvæmdastjóra sem leggur stund á búddatrú og lifir skirlífi. Nú styttist óðum í að ungsveitin Jakobínarína gefi út fyrstu smáskífu sína undir merkjum Rough Trade. Aðallagið á smáskífunni heitir His Lyrics Are Disastrous og má vænta þess að smáskífan komi út á næstu vikum. Liðs- menn Jakobínarínu hafa fengið góðan liðsauka í Jóni Þór Birgissyni, söngvara Sigur Rósar, og Alex kærasta hans sem hönnuðu umslag- ið á smáskífunni. Alex hefur þegar hannað talsvert fyrir Sigur Rós í félagi við Lukku Sigurðardóttur en saman kalla þau sig Tannálfana. - hdm HRÓSIÐ Fá Mundi og Morri, sem hafa skreytt skemmtistaðinn Barinn með skemmtilegri list. „Þetta er ekki hrist fram úr erm- inni. Það er búið að undirbúa þetta lengi og nú er verið að velja lögin og ákveða hverjir koma fram með mér á tónleikunum,“ segir Björg- vin Halldórsson, sem mun leika á tvennum tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Laugardals- höll í september. DV greindi frá þessu fyrir helgi og sagði að tvenn- ir tónleikar yrðu sama dag. Sam- tals komist 5.000 gestir á tónleika Björgvins. Auk Björgvins og Sin- fóníunnar koma fram rythma- sveit, karlakór og ýmsir gestir. „Það er ekki ákveðið hvaða gestir verða með en einhverjir þeirra gætu verið erlendir,“ segir Björgvin, sem segir að lagalistinn verði yfirlit yfir það besta á hans ferli. „Þetta verður allt frá Íslands- lögum og yfir í rock ’n’ roll. Svo verður kannski eitthvað nýtt efni. Og svo verður þetta allt gefið út á DVD,“ segir Bó kokhraustur. - hdm Tónleikar Bó og Sinfó á DVD BÓ MEÐ SINFÓ Björgvin Halldórsson leikur á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit- inni í september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.