Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 4
4 12. júní 2006 MÁNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 9.6.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 73,63 73,99 Sterlingspund 135,74 136,4 Evra 93,22 93,74 Dönsk króna 12,499 12,573 Norsk króna 11,922 11,992 Sænsk króna 10,1 10,16 Japanskt jen 0,6459 0,6497 SDR 108,86 109,5 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,2766 BANDARÍKIN, AP Sjálfsvíg fanganna þriggja sem fundust látnir í klef- um sínum í Guantanamo-fanga- búðum Bandaríkjahers á Kúbu á laugardag voru „ekki gerð af örvæntingu, heldur eru þetta óhefðbundnar hernaðaraðgerðir gegn okkur (Bandaríkjamönnum),“ sagði aðmírállinn Harry Harris, sem er stjórnandi fangabúðanna, í samtali við fréttamenn í gær. „Þeir bera enga virðingu fyrir mannslífum,“ sagði Harris. „Hvorki okkar lífum né sínum eigin.“ Annar yfirmaður hersins, Colleen Graffy, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að sjálfsvígin væru „góður áróður til að draga athygli“ að baráttu öfgasinnaðra múslima. Orð þeirra hafa vakið mikla reiði víða um heim allan og hafa talsmenn mannréttindasamtaka stigið fram og sagt mennina hafa verið fulla örvæntingar vegna meðferðarinnar sem þeir sættu í búðunum. Tveir mannanna voru frá Sádi- Arabíu og einn frá Jemen. Allir höfðu þeir setið í fangabúðunum frá því að þær voru settar upp árið 2002. Mennirnir höfðu tekið þátt í hungurverkfalli, sem fjöldi fanga í búðunum hefur verið í frá því í ágúst á síðasta ári, og höfðu fanga- verðir neytt mat ofan í þá eins og aðra fanga með slöngum sem þræddar voru í gegnum nef þeirra og niður í maga. Ættingjar um 130 fanga frá Sádi-Arabíu sem sitja í búðunum, sem og mannréttindasamtök þar í landi, lýstu því yfir í gær að þeir legðu engan trúnað á að mennirnir hefðu framið sjálfsvíg, heldur hefðu þeir annað hvort verið pynt- aðir til dauða eða verið reknir til þessa verknaðar. Sjálfsvíg er mikil synd í augum múslima og er það ein ástæðan fyrir því að fólkið leggur ekki trún- að á sögu talsmanna Bandaríkja- hers. Yfirmenn búðanna segja 25 fanga hafa reynt sjálfsvíg 41 sinni síðan búðirnar voru reistar, en lög- menn fanganna segja tilfellin vera mun fleiri. Þetta er þó í fyrsta sinn sem nokkrum tekst að fremja sjálfsvíg þar, en samkvæmt upp- lýsingum Bandaríkjahers tókst þeim að hengja sig í lökum sínum og fötum hver í sínum klefa. Talsmenn hersins segja fang- ana hafa skipulagt sjálfsvígin. Mennirnir skildu allir eftir sig bréf, en yfirmenn Bandaríkjahers hafa ekki greint frá efni þeirra. Utanríksiráðherra Svíþjóðar, Jan Eliasson, kallaði eftir lokun búðanna í gær og sagði Evrópu- sambandið vera einhuga í því máli. Í maí hvatti nefnd Sameinuðu þjóð- anna til lokunar búðanna, en á síð- ustu mánuðum hafa þýski kanslar- inn Angela Merkel, danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen og breski forsætisráð- herrann Tony Blair gert hið sama. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti yfir áhyggjum sínum vegna láts fanganna. smk@frettabladid.is Hvatt til að Guantanamo- fangabúðunum verði lokað Alþjóðasamfélagið hefur brugðist harkalega við fréttum af sjálfsvígum þriggja fanga sem voru í haldi Bandaríkjahers ásamt um 460 öðrum mönnum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Talsmenn Banda- ríkahers segja sjálfsvígin vera „óhefðbundnar hernaðaraðgerðir“ gegn Bandaríkjunum. Bandaríkin hófu að nota Guantan- amo-fangabúðirnar á Kúbu í janúar 2002 undir fólk sem talið er tengjast al-Kaída hryðjuverkanetinu eða talibönum. Alls hafa 759 manns setið þar í haldi, samkvæmt banda- ríska varnarmálaráðuneytinu. Af þeim hafa tíu manns sætt form- legri ákæru. Verið er að vinna að ákærum gegn rúmlega 20 manns til viðbótar. Um 290 föngum hefur verið sleppt eða hafa verið sendir annað, og nú sitja þar um 460 fangar. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að búið sé að samþykkja að sleppa eða flytja 136 manns til viðbótar, en ekki sé hægt að sleppa þeim fyrr en heimalönd þeirra hafi sannfært Bandaríkjamenn um að öryggi þeirra verði ekki ógnað þegar þeir koma til síns heima. Guantanamo- fangabúðirnar GUANTANAMO-FANGABÚÐIRNAR Þrír fangar í fangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu frömdu sjálfsvíg á laugardag. Atburðurinn hefur vakið gífurlega athygli víða um heim og kalla sífellt fleiri ráðamenn eftir lokun búðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FASTEIGNIR Engin samdráttur er á fasteignamarkaði á höfuðborgar- svæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins fyrir veltu og fjölda þinglýstra kaupsamn- inga. Velta nam tæpum 22 millj- örðum króna í maímánuði og jókst um 28,3 prósent frá sama tímabili í fyrra, þegar hún var rúmir sautján milljarðar. Einnig varð aukning í fjölda þinglýstra kaupsamninga ef sömu mánuðir eru bornir saman. Fjöldi kaup- samninga nam 779 í maí 2006 en var 725 árið áður, sem er 7,4 pró- senta aukning. „Þetta er merki- legt í ljósi þess að þensla á fast- eignamarkaði var í hámarki á þessum tíma [í maí 2005],“ segir í hálf fimm fréttum KB banka. Umsvif á fasteignamarkaði juk- ust einnig á milli apríl og maí og jókst velta um 25 prósent. Þó ber að hafa í huga að páskarnir voru í apríl. Aukningin var fyrst og fremst í viðskiptum með fjölbýli en 29,6 prósent fleiri kaupsamn- ingum var þinglýst í maí en apríl. Hins vegar varð lítils háttar sam- dráttur í viðskiptum með sérbýli. Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu eykst milli ára: Engin merki um samdrátt UPPBYGGING FASTEIGNA Velta á fasteigna- markaði jókst í maímánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Bára Sigurjónsdóttir, fyrrverandi kaupkona, lést fimmtudaginn 8. júní, 84 ára að aldri. Hún fæddist 20. febrúar 1922 í Hafnarfirði. Bára kom víða við á lífsleiðinni. Hún lauk prófi úr Kvenna- skólanum í Reykja- vík og prófi í dans- kennslu, leikfimi- og sundkennslu í Dan- mörku árið 1939. Bára rak dansskóla á árunum 1939-1943 en langflestir þekkja hana þó sem kaupkonu í verslun- inni Hjá Báru á Hverfisgötunni. Þá verslun rak hún frá árinu 1950. Eftir fimmtíu ára farsælan rekstur hætti Bára störfum árið 2000. Andlát: Bára Sigurjóns- dóttir látin BÁRA SIGUR- JÓNSDÓTTIR MEXÍKÓ, AP Fólk í borgum svo sem Madríd á Spáni, Mexíkóborg í Mexíkó og í Toronto í Kanada hjól- aði nakið um í gær og hvatti sam- landa sína sem og yfirvöld til að minnka olíuneyslu og að bæta hjól- reiðastíga. Flestir voru eingöngu íklæddir skóm og hjálmum. „Við verðum að taka til þessara ráða svo bílstjórar sjái okkur og sýni okkur virðingu,“ sagði Aug- ustin Mendez í Mexíkóborg, þar sem um 25 hjólreiðamenn tóku þátt í túrnum. - smk Óvenjuleg mótmæli: Naktir hjól- reiðamenn NAKTIR HJÓLREIÐAMENN Hjólað var gegn olíu í Madríd á Spáni á laugardag. LÖGREGLUMÁL Ekið var á sjö ára stúlku á reiðhjóli á Vesturgötu í Keflavík um klukkan 14 í gær. Stúlkan hjólaði í veg fyrir bíl sem ekið var eftir götunni. Hún var flutt með sjúkrabíl til skoðunar á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja en meiðsl voru talin minniháttar enda var stúlkan með reiðhjólahjálm. Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast en óskað var eftir aðstoð hennar á skemmtistað í bænum þar sem einn gestanna hafði hlotið höfuðhögg og skurð á höfuð. Sauma þurfti nokkur spor og veit lögreglan hver stóð að baki árásinni. Þá voru skemmdarverk unnin á trjágróðri baka til við Valgeirsbakarí í Njarðvík auk þess sem skemmd var loftvifta í bakaríinu. - sgi Umferðarslys í Keflavík: Ekið á stúlku

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.