Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 10
10 12. júní 2006 MÁNUDAGUR NÝTT BLAÐ KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA KANADA, AP Nýlegar handtökur kanadísku lögreglunnar á meint- um hryðjuverkamönnum hafa vakið athygli á innflytjendalögum Kanada, sem Bandaríkjamenn hafa sagt allt of væg. Nokkrir mannanna mæta fyrir dómara í dag, þar sem fjallað verður um hvort sleppa beri þeim gegn lausnargjaldi. Tólf menn og fimm unglingar voru handteknir í byrjun júní eftir að lögregla komst á snoðir um til- raun þeirra til að kaupa þrjú tonn af ammóníumnítrati, efni sem til- tölulega auðvelt er að búa til sprengiefni úr. Þetta er um þriðj- ungi meira en notað var í sprengju- tilræðinu sem varð 168 manns að bana í Oklahoma-borg í Banda- ríkjunum árið 1995. Síðan mennirnir voru hand- teknir hafa komið fram upplýsing- ar um að einn þeirra hafi sett sér það markmið að hálshöggva Stephen Harper forsætisráðherra, og jafnframt að þeir hafi verið langt komnir með að útvega sér efni til að sprengja stóra trukka í loft upp með fjarstýringum. Þeir hafi ætlað sér að sprengja þing- húsið í Ottawa og skrifstofur leyniþjónustu Kanada, auk ann- arra mannvirkja. Engar upplýsingar fást um unglingana, samkvæmt kandísk- um lögum, en mennirnir tólf eru flestir kornungir innflytjendur eða synir innflytjenda úr miðstétt og eru fjölskyldur þeirra frá Egyptalandi, Sómalíu, Pakistan, Sri Lanka og Trínidad og Tóbagó. Margir eru synir menntafólks. Kanadískir fjölmiðlar hafa greint frá því að drengirnir hafi flestir verið afar venjulegir ungl- ingar sem spiluðu körfubolta með félögum sínum og snæddu grill- mat í bakgörðum heimila sinna. Eitthvað hafi svo breyst eftir að þeir kynntust hinum 43 ára gamla Qayyum Abdul Jamal, sem talinn er forsprakki hópsins. Jamal, sem er þriggja barna faðir, er sagður vera uppreisnarseggur, fullur gremju út í heimaland sitt, Kan- ada, og afar öfgasinnaður mús- limi. Kanadískir fjölmiðlar hafa vitnað í fólk sem sótti sömu mosku og hann, sem segir Jamal hafa sagt í moskunni að kanadískir her- menn hafi farið til Afganistan til að nauðga konum. Einn mannanna mun hafa hlot- ið einhverja tilsögn í meðferð skotvopna hjá kanadíska hernum, en talsmenn hersins hafa sagt veru hans í hernum hafa verið afar stopula. Kanada tekur við fleiri innflytj- endum en nokkurt annað land í heiminum miðað við höfðatölu, en talsmenn innflytjendaráðuneytis- ins hafa þverneitað ásökunum um að innflytjendalög landsins séu of væg. Í fyrra tók Kanada við fleiri en 262.000 innflytjendum, þar af 35.000 flóttamönnum, en Banda- ríkjamenn, sem eru nærri 10 sinn- um fleiri en Kanadamenn, tóku við 1,1 milljón innflytjendum, þar af 53.813 flóttamönnum. Talsmenn Amnesty Internation- al stigu fram í síðustu viku og sögðu innflytjendalög Kanada vera nægilega stíf. Hins vegar þyrfti að endurskoða hvernig nýbúum tækist að samlaga sig nýjum löndum og siðum, bæði í Kanada sem og í fleiri löndum heims. Múslimasamtök í Kanada hafa brugðist afar harkalega við hand- tökunum og fullyrt að meintar skoðanir mannanna endurspegli ekki skoðanir langflestra kanad- ískra múslima. Talsmenn þeirra hafa opinberlega beðið kanadísk stjórnvöld um aðstoð við að sefa öfgafullar skoðanir ungra mús- lima í Kanada, enda gangi hryðju- verk þvert á kenningar íslams. Fundaði Harper forsætisráðherra með leiðtogum múslima fyrir lukt- um dyrum á laugardag. Um 750 þúsund múslimar búa í Kanada. smk@frettabladid.is Innflytjendalög Kanada gagnrýnd eftir handtökur Eftir að upp komst um hóp meintra hryðjuverkamanna í Kanada sem ætlaði sér að afhöfða forsætisráð- herrann og sprengja mannvirki heyrast nú raddir um að Kanadamenn séu of mildir þegar kemur að inn- flutningsmálum. Kanada tekur við fleiri nýbúum en nokkuð annað land í heiminum, miðað við höfðatölu. MEINTIR HRYÐJUVERKAMENN FYRIR DÓM Fjölskyldur manna sem handteknir hafa verið í Kanada grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk mæta í réttarsal. NORDICPHOTOS/AFP STURTUBAÐ Miklir hitar eru nú í Indlandi og var þetta barn víst fegið vatnsgusunni á byggingarsvæði í Nýju-Delí í gær. Hitinn hefur farið yfir 43 gráður á sumum svæð- um Norður-Indlands undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKNARMÁL Arnaldur Birgir Kon- ráðsson, Evert Víglundsson og Róbert Traustason ætla að hlaupa samtals hundrað kílómetra frá Hellu til Reykjavíkur til styrktar Blátt áfram. Fyrir ári hjóluðu þeir félagar yfir hálendið, rúma 410 kílómetra, og söfnuðu um milljón króna fyrir unga stúlku sem var á leið til Svíþjóðar í beinmergs- skipti. Þeir félagar ætla að leggja af stað á miðnætti aðfaranótt laugar- dagsins 8. júlí en hlaupinu lýkur við Reykjavíkurhöfn um átján tímum síðar. Þátttakendur geta keypt bol á 1.500 krónur og safnað áheitum. Ágóðinn verður nýttur í auglýsingaherferð sem Blátt áfram fer af stað með í haust. - sgi Hlaupið til styrktar Blátt áfram: 100 kílómetrar á 18 tímum SAFNA ÁHEITUM Þeir Arnaldur, Evert og Róbert ætla að hlaupa frá Hellu til Reykja- víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HLAUP Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 17. sinn í fyrradag en talið er að á bilinu 16-17.000 konur á öllum aldri hafi tekið þátt á yfir 90 stöðum hér á landi. Er það svipuð þátttaka og á síðasta ári. Í Garðabænum voru þátttakendur um 5.000 talsins og aldursdreifing mikil en elsti þátt- takandinn var Herdís Steinsdóttir, 92 ára. Að sögn „guðmóður“ hlaups- ins, Lovísu Einarsdóttur, „gekk Her- dís tvo kílómetra og fékk að launum sérlegan silfurdisk sem afhentur er elsta þáttakandanum á hverju ári en nafn viðkomandi er rist á diskinn honum til heiðurs“. Í Mosfellsbæ og á Akureyri tóku um 700 konur þátt, sem er álíka fjöldi og tók þátt í fyrra. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins, segir það „sér- stakt gleðiefni að á Reyðarfirði jókst þátttakan um helming frá því í fyrra, um 120 konur. Veðrið hér á suðvesturhorninu setti strik í reikn- ingin en það var bongóblíða bæði fyrir norðan og austan sem hafði áhrif á þátttökuna“. Í ár var yfirskrift Sjóvá Kvenna- hlaups ÍSÍ „Hvert skref skiptir máli“ en ÍSÍ og UNIFEM á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning til að vekja athygli á starfi UNIFEM í þágu kvenna, sérstaklega í Afgan- istan, og hvetja íslenskar konur til að sýna samstöðu með mannréttind- um kvenna um leið og þær efldu eigin heilsu. 50 kr. af hverjum bol renna til UNIFEM. Formaður UNI- FEM, Edda Jónsdóttir, segir söfnun- ina hafa gengið vonum framar en „safnað hafi verið fyrir kvennamið- stöð í Afganistan sem ætlað er að ýta undir sjálfshjálp kvenna. Söfn- unin heldur áfram og fer bæði fram á Þjóðhátíðardaginn og Kvennadag- inn 19.júní. Hlaupið fer einnig fram á nokkrum stöðum erlendis um næstu helgi í tengslum við 17. júní hátíðar- höld. - brb Hlaupið til styrktar konum í Afganistan víða um land þegar kvennahlaup ÍSÍ fór fram í fyrradag: Elsti þátttakandinn fékk silfurdisk KVENNAHLAUPIÐ Ræsing frá Garðatorgi í Garðabæ kl. 14 Átta stútar teknir Lögreglan í Reykjavík stöðvaði átta ökumenn í gær og fyrrinótt sem grunaðir eru að hafa ekið undir áhrifum áfengis. LÖGREGLUFRÉTTIR SKÓLAMÁL Samkvæmt nýrri könn- un á vegum verðlagseftirlits ASÍ hefur verð hækkað á milli ára á ríf- lega helmingi þeirra sumarnám- skeiða sem til skoðunar voru. Tals- verðar hækkanir urðu á námskeiðum margra íþróttafélaga og mest var hækkunin á nám- skeiðagjaldi hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði, sem hækkaði um áttatíu prósent milli ára. Námskeið á vegum sveitarfé- laganna hækkuðu mest á Seltjarn- arnesi og í Reykjavík, um fimm prósent. Í könnuninni er einungis um verðsamanburð að ræða og ekki lagt mat á þjónustu og dag- skrá sem í boði er á mismunandi námskeiðum. Könunin náði aðeins til hluta þeirrar starfsemi sem í boði er fyrir börn um land allt. Flest íþróttafélag standa fyrir sum- ardagskrá fyrir börn og ungmenni. Knattspyrnuskólar fyrir börn frá fimm ára aldri eru víða starfandi og kostar tveggja vikna námskeið hálfan daginn frá 4.500 krónum hjá Leikni í Reykjavík og Gróttu á Sel- tjarnarnesi, upp í 11.000 krónur hjá Þrótti í Reykjavík. Af þeim námskeiðum sem starfrækt eru á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og nefnda sveitarfélaga hefur verð hækkað á námskeiðum á vegum ÍTR í Reykjavík og Íþrótta- og Tómstundaráðs Seltjarnarness. Leikja- og ævintýranámskeið á Sel- tjarnanesi hafa hækkað um rúm fjórtán prósent á milli ára en nám- skeið á vegum ÍTR um fimm pró- sent. Gjöld á önnur námskeið á vegum sveitarfélaganna sem skoð- uð voru eru óbreytt frá því í fyrra. Verð á reiðnámskeiðum var í fyrsta sinn skoðað í ár en reiðnám- skeið hálfan daginn í eina viku kosta 8.000 krónur hjá Reiðskóla Berglindar í Mosfellsbæ upp í 15.000 krónur hjá Íshestum í Hafnarfirði. Kostnaður við námskeiðin er misjafn og á milli sveitarfélaga en áætla má að kostnaður geti verið á bilinu 20-30 þúsund krónur fyrir eitt barn á sumri. - brb Sumarnámskeið hækka víða á milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ: Mest hækkun á Seltjarnarnesi AÐ LEIK Krakkar úr Langholtsskóla hlaupa í skarðið á Torginu. Varað við stormum Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Stormurinn Alberto stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman- eyjum, þar sem hellirigndi í gær. Óttast er að aurskriður kunni að fylgja. Í fyrra urðu fjölmargir hitabeltisstormar að fellibyljum og týndu 1.300 manns lífi í Bandaríkjunum vegna þeirra. BANDARÍKIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.