Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 12
12 12. júní 2006 MÁNUDAGUR
Imperial 42 cl
rauðvínsglös
1.924 kr.
12 stk.
Smart og létt á fæti
– heilsteypt glös á tilboðsverði
Þórunn Kristjánsdóttir
Sölumaður hjá RV
Maldive 36 cl
bjórglös
Imperial 31 cl
rauðvínsglös
Imperial 23 cl
hvítvínsglös
Imperial 19 cl
hvítvínsglös
1.757 kr.
12 stk.
1.579 kr.
12 stk.
1.341 kr.
12 stk.
854 kr.
6 stk.
R
V
62
07
A
Rauð
vínsg
lös, h
vítvín
sglös
og b
jórgl
ös á
tilbo
ðsve
rði
í jún
í 200
6
MÓÐURTRYGGÐ Þeir eru svangir, banda-
rísku þrastarungarnir, rétt eins og frændur
þeirra hér á landi. Myndin er tekin í Iowa.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STÓRIÐJA Varlega þarf að fara í
frekari uppbyggingu á orkufrek-
um iðnaði þar sem óróleiki í efna-
hagslífinu getur mögulega aukist í
framhaldinu. Þetta segir Gylfi
Magnússon, prófessor í hagfræði
við Háskóla Íslands.
Greint var frá því í Fréttablað-
inu á laugardaginn að rússneska
fyrirtækið RusAl, sem er þriðji
stærsti álframleiðandi í heimin-
um, ætti í viðræðum við íslensk
stjórnvöld um uppsetningu álvers
hér á landi sem fengi orku frá
vatnsorkuveri. Þetta staðfesti
Vera Kurotsjkina, upplýsingafull-
trúi RusAl, í samtali við Frétta-
blaðið og lagði á það áherslu að
viðræður við íslensk stjórnvöld
myndu halda áfram, en þær hóf-
ust árið 2004.
Gylfi Magnússon segir erfitt að
meta það hversu mikil áhrif það
muni hafa á efnahagslífið ef ráðist
verði í frekari uppbyggingu á stór-
iðju. „Það er ómögulegt að meta
það hvaða áhrif frekari stóriðja
myndi hafa á efnahagslífið, þar
sem engar tímasetningar eða
ákvarðanir liggja fyrir. En að
lokum færi það að miklu leyti eftir
aðstæðum og hvernig orkunni
fyrir álverið yrði aflað, hversu
mikil áhrifin yrðu. En það er aug-
ljóslega verið að horfa langt fram
í tímann þar sem virkjanafram-
kvæmdir eiga sér alltaf langan
aðdraganda.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, segir íslensku
ríkisstjórnina sýna mikið ábyrgð-
arleysi með því að slíta ekki öllum
viðræðum um frekari stóriðju.
„Ég hef áður haldið því fram að
íslensk stjórnvöld byðu einfald-
lega öllum sem vildu að koma
hingað til lands með starfsemi
sína. Ríkisstjórnin segir einfald-
lega því meira, því betra,“ segir
Steingrímur.
Hann segir ríkisstjórnina sýna
ábyrgðarleysi með því að halda
áfram viðræðum við fyrirtæki um
stóriðju. „Nú þegar er verið að
undirbúa þrjú stór stóriðjuverk-
efni og það er ábyrgðarhlutur, við
þær aðstæður sem hafa verið í
efnahagslífinu að undanförnu, að
ríkisstjórnin slíti öllum viðræðum
um stóriðju. Ég tel því ríkisstjórn-
ina hafa sýnt óskaplegt ábyrgðar-
leysi.“
Páll Magnússon, aðstoðarmað-
ur Valgerðar Sverrisdóttur, frá-
farandi iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, sagðist í Fréttablaðinu á
laugardag ekki líta svo á að form-
legar viðræður á milli RusAl og
íslenskra stjórnvalda hefðu farið
fram. Engu hefði þó verið hafnað
ennþá. magnush@frettabladid.is
Frekari stóriðja getur
valdið óróa í hagkerfinu
Frekari áherslur á orkufrekan iðnað geta valdið óróleika í efnahagslífinu, að mati Gylfa Magnússonar
prófessors. Engar ákvarðanir liggja fyrir ennþá. Ábyrgðarlaust að eiga í viðræðum um stóriðju, segir
Steingrímur J. Sigfússon.
VIRKJANAFRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Engar ákvarðanir liggja fyrir ennþá um hugs-
anlegt álver RusAl á Íslandi. Rússneskir fjölmiðlar hafa fjallað um það undanfarna daga að
RusAl eigi í viðræðum við íslensk stjórnvöld um uppbyggingu álvers. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍSLENSKAR KINDUR Útflutningur gengur vel enda hefur miklu verið til kostað í markaðs-
starfi og kynningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ATVINNA Duglegum nemendum í
Vinnuskóla Reykjavíkur stendur til
boða að vinna viku lengur en aðrir í
sumar. „Þetta er hvatningartilboð
til nemenda enda er til fullt af ungl-
ingum sem vilja vinna meira og fá
meiri tekjur en þeim hefur bara
ekki staðið það til boða,“ segir Guð-
rún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnu-
skólans, en hann var settur form-
lega á föstudag.
Guðrún sótti um þennan valkost
fyrir nemendur til að koma til móts
við mikið framboð á verkefnum í
borginni. Í ár hafa 2.700 nemendur
skráð sig í Vinnuskólann en það er
talsvert minna en í fyrra þegar
3.300 nemar voru þar við vinnu.
Guðrún segir þetta skekkja vinnu-
framlag Vinnuskólans töluvert.
Ástæðuna fyrir því að erfiðara er
að manna stöður nú en í fyrra segir
Guðrún aukið framboð á vinnu hjá
lágvöruverslunum sem sækist eftir
eldri unglingum til starfa. Til dæmis
hafi þessar verslanir brugðist hratt
við þegar Vinnuskólinn hækkaði
laun krakkanna um tólf prósent og
hækkað laun þeirra í verslununum í
samræmi við það.
Kostnaður vegna umbunarvik-
unnar er áætlaður um 20 milljónir
króna. Þar sem í fjárhagsáætlun
fyrir 2006 var gert ráð fyrir 3.300
nemendum er líklegt að mismunur í
fjölda nemenda vegi inn í kostnað-
inn. Vegna skorts á vinnuafli mun
eitthvað draga saman í þjónustu við
eldri borgara. „Borgarlandið hefur
forgang,“ segir Guðrún og áréttar
að ekki sé of seint fyrir unginga að
sækja um starf hjá skólanum. - sgi
Hvatningartilboð stendur nemendum í Vinnuskóla Reykjavíkur til boða í sumar vegna fjölda verkefna:
Þeir duglegu fá að vinna viku lengur
LANDBÚNAÐUR Útflutningur á
lambakjöti er mestur til Banda-
ríkjanna, Danmerkur og Færeyja
en eins og fram hefur komið í
blaðinu hefur hann minnkað
nokkuð til Bandaríkjanna.
Ástæða þess er skortur á fram-
boði en síðustu ár hafa um hundr-
að tonn verið flutt út, sem jafn-
gildir um 400 þúsund
matarskömmtum sé miðað við að
hver maður borði 250 grönmm.
Til samanburðar borðar hver
Íslendingur um 24 kíló á ári af
lambakjöti.
Á Íslandi er útflutningsskylda
og á hverju ári er ákveðið hversu
mikið eigi að flytja út af lamba-
kjöti en það ákvarðast af
lögmálum markaðarins. Ástæða
útflutningsskyldunnar er til-
komin vegna offramboðs sem við
áttum við að glíma á árum áður.
Í byrjun var mikill verðmunur
milli Íslands og annarra landa en
það hefur breyst mikið og að sögn
Össurar Lárussonar, fram-
kvæmdastjóra Landssamtaka
sauðfjárbænda, myndu Íslend-
ingar ekki láta bjóða sér það verð
sem Bandaríkjamenn þurfa að
borga fyrir kjötið.
Færeyingar eru hrifnir af
lambakjötinu og segir Össur að
þar sé tilvalinn markaður fyrir
okkur vegna nálægðar og lítils
markaðskostnaðar.
- gþg
Útflutningur lambakjöts til Bandaríkjanna eykst:
Færeyjar eru mikil-
vægur markaður
MIKIL ÞÖRF Á VINNUSKÓLANUM Um 600 færri nemendur verða við störf í Vinnuskóla
Reykjavíkur í ár en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SKÝRSLA Ekki var nægilega vel
staðið að björgunaraðgerðum á
Viðeyjarsundi í september, þegar
skemmtibáturinn Harpa steytti á
Skarfaskeri með þeim afleiðingum
að tveir létust, að mati formanns
rannsóknarnefndar sjóslysa, en
skýrsla nefndarinnar vegna slyss-
ins var birt nýlega. Formaðurinn
telur brýnt að samræma fjar-
skiptabúnað leitar-, björgunar- og
stjórnunaraðila.
Í skýrslunni kemur meðal ann-
ars fram að staðsetning skipsins
hafi komið fram í fyrsta símtalinu
til neyðarlínunnar en ekki var tekið
eftir því. - sgi
Björgun á Viðeyjarsundi:
Illa staðið að
aðgerðum
DANMÖRK Nítján manns úr röðum
vinstrisinnaðra mótmælenda voru
handteknir í Svendborg á Fjóni á
laugardag þegar þeir reyndu að
koma í veg fyrir kröfugöngu sam-
taka þjóðernissinna í bænum, sem
hugðust krefjast þess að tveimur
múslimaklerkum yrði vísað úr
landi.
Samkvæmt frétt á vefsíðu
Danska ríkisútvarpsins var fólkið
handtekið fyrir minniháttar
skemmdarverk og var öllum sleppt
eftir yfirheyrslu. - ks
Mótmæli í Danmörku:
Lenti saman
við nasista