Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 20
12. júní 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
öl
m
ið
la
kö
nn
un
G
al
lu
p
ok
tó
be
r
20
05
.
Fyrir nokkru gantaðist ég með það
á þessari síðu hvernig Reykjavík
liti út í dag hefði Björn Bjarnason
orðið borgarstjóri árið 2002. Ein
af tilgátum greinarinnar var sú að
þá fengist Fréttablaðið ekki borið
út innan borgarmarkanna. Ég taldi
mig fara með nokkrar ýkjur en nú,
þremur vikum síðar, hefur Björn
Bjarnason sýnt að hann er til alls
líklegur.
Eftir að símhlerunarmál úr
kalda stríðinu komst í fréttir rit-
aði Jóhann Hauksson, blaðamað-
ur á Fréttablaðinu, pistil þar sem
hann minntist á skondna stöðu
dómsmálaráðherra sem gert er
að koma með ákveðnum hætti að
rannsókn á símhlerunum sem
nær allar voru gerðar í tíð föður
hans. „Bjarni Benediktsson var
dómsmálaráðherra þegar þessar
heimildir fengust til símhlerana í
öll skipti nema eitt, þegar Jóhann
Hafstein var dómsmálaráðherra
1968,“ sagði í fréttum Ríkisút-
varpsins.
Sem kunnugt er mun Björn
Bjarnason nokkuð viðkvæmur
fyrir sér og sínum. Hann hafði
því þegar samband við gamlan
baráttubróður sem nú er orðinn
ritstjóri Fréttablaðsins og setti
ofan í hann fyrir ósmekklega
umfjöllun blaðsins um látinn
föður sinn. Það var nokkuð fyrir-
sjáanlegt. Hið óvænta í málinu er
hinsvegar ákvörðun ritstjórans
að verða við heitustu óskum ráð-
herrans og aftengja hinn ósmekk-
lega penna sem gerðist svo gróf-
ur að benda á hið augljósa. Jóhann
Hauksson skyldi settur í skammar-
krókinn: Þýða erlendar fréttir.
Sem betur fer lét hann ekki bjóða
sér það og gekk út af blaðinu sem
maður hélt að væri síðasta vígi
óstýrðra penna.
Þorsteinn Pálsson veldur mikl-
um vonbrigðum. Hann metur
greinilega gamla Sjálstæðis-
flokkinn meira en sjálfstæði sitt
og blaðsins. Hann, sem var ráð-
inn fyrir reynslu sína, þekkingu,
yfirsýn og málefnaleg efnistök,
fellur á fyrsta prófi. Hann lúffar
fyrir valdinu. Lengi lifir í bláum
glæðum. Sennilega eiga pólitík-
usar ekki að stýra fjölmiðlum,
jafnvel þótt fyrrverandi séu.
Það eru ömurlegar fréttir
fyrir lesendur Fréttablaðsins að
vita til þess að dómsmálaráð-
herra hafi áhrif inn á ritstjórn
þess. Þá er síðasta vígið fallið.
Litli Pútín hefur sigrað frjálsa
prentmiðlun. Við stöndum eftir
með rússneskt ástand. Hinn
gamli boðari vestrænna gilda
þolir þau ekki í kringum sig, allra
síst prentfrelsið. Engum skal
leyfast að móðga mig! Allir skulu
hlýða mér!
Þar með berast þjóðinni nú
þrjú þæg dagblöð: Morgunblaðið,
sem er jafn nátengt dómsmála-
ráðherra og jakkafötin sem hann
gengur í, Blaðið, sem er líkt og
skrifað ofan í skónum hans, og
Fréttablaðið, sem nú er einnig
komið inn á áhrifasvæði hans.
„Baugstíðindi“ eru orðin Björns-
tíðindi. (Sannarlega furðuleg
staðreynd í ljósi hins grímulausa
eineltis sem ráðherrann hefur á
undanförnum árum sýnt eigend-
um miðilsins.)
En þar sem þetta mál er sprott-
ið af símhlerunum get ég ekki
stillt mig um að birta hér símtal
dómsmálaráðherra (BB) og rit-
stjóra Fréttablaðsins (ÞP).
BB: „Blessaður Þorsteinn.
Björn Bjarnason hér.“
ÞP: „Já? Sæll.“
BB: „Það er nú langt síðan við
höfum talast við. Þú manst eftir
mér er það ekki?“ (hlær)
ÞP: „Jú, ertu ekki sonur hans
Bjarna Ben?“ (hlær)
BB: „Þorsteinn. Mér er ekki
hlátur í hug.“
ÞP: „Nú?“
BB: „Þið skrifið ekki svona um
látinn mann.“
ÞP: „Hvernig þá? Um föður
þinn?“
BB: „Pabbi hleraði enga síma.
Það var lögreglan sem gerði það.
Samkvæmt beiðni frá sakadóm-
ara. Ég skil ekkert í þér Þorsteinn
að láta þetta viðgangast í þínu
eigin blaði. Ertu genginn... Ertu
genginn úr flokknum?“
ÞP: „Að sjálfsögðu er ég ekki
genginn úr Sjálfstæðisflokknum,
Björn.“
BB: „En er þér ekki annt um
virðingu hans?“
ÞP: „Jú, mér er það. Þú þarft
ekki að óttast annað, Björn.“
BB: „Skil ég þig þá rétt, að...“
ÞP: „Þú skilur mig rétt.“
BB: „Það er gott að heyra, Þor-
steinn. Ég var...“
ÞP: „Já nei, þú þarft ekki að
hafa neinar áhyggjur af þessu,
Björn. Mér er þaulkunnugt um
málið, þekki það af... þekki það
meðal annars af. Ég var ekki bara
forsætisráðherra. Ég var dóms-
málaráðherra líka, eins og þið
feðgar.“
BB: „Já auðvitað. Þú varst líka
dómsmálaráðherra... Og hvernig
var það, þurftir þú aldrei að...?“
ÞP: „Nei, Björn. Það voru engar
hleranir stundaðar í minni tíð sem
dómsmálaráðherra.“
BB: „Já, nei... Nei nei.“
(stutt þögn)
ÞP: „En þú? Hefur...?“
BB: „Þetta eru breyttir tímar,
Þorsteinn. Breyttir tímar. Þetta er
allt annar veruleiki sem blasir við
okkur í dag. Tæknin er allt önnur,
öll þessi mál eru... Ja, ég segi ekki
meir. En þetta hefur allt saman
breyst mikið frá því ég settist í
stól dómsmálaráðherra.“
ÞP: „Já, ég efa það ekki.“
BB: „Jæja, það var gott að
spjalla við þig Þorsteinn, og gott
að heyra að þú ætlir að taka á mál-
inu. Vertu sæll.“
ÞP: „Blessaður.“ (lagt á)
Eina afleiðing uppljóstrunar
um samráð olíufélaganna var
afsögn borgarstjóra R-listans. Enn
á ný þræðir íslenskt réttlæti sína
krákustíga. Fyrsta fórnarlamb
símhlerunarmálsins er blaðamað-
ur á Fréttablaðinu...
Baugstíðindi, Björnstíðindi
Í DAG
FJÖLMIÐLAR
HALLGRÍMUR
HELGASON
Enginn digurbarki, bara þruma
Unaðstilfinningin sem lék um landann
þegar íslenska landsliðsliðið í handknatt-
leik vann heimsmeistaratitil í B-keppninni
í Frakklandi um árið barst aftur um holdið
í gær þegar íslenska landsliðið vann Svía
32-28. Það leiðir hugann að þeim manni
sem var í þessum tveimur afreksliðum
Íslands en það er nýráðinn landsliðs-
þjálfari þess, Alfreð Gíslason. Ekki er
digurbarkalegum yfirlýsingum fyrir að fara
en afrekin koma svo eins og þrumuskot,
frá skyttunni atarna.
Þó eru eflaust margir Íslendingar í
þeirri undarlegu stöðu að
finna til með Svíum, okkar
erkifjendum sem ekki eiga
sjö dagana sæla um þessar
mundir. Leikur þeirra gegn
Trínidad og Tóbagó í fyrra-
dag var pínleg áminn-
ing þess að aldrei
skyldu menn vanmeta andstæðinga sína
þó þeir séu alla jafna veikari á pappírnum.
Leiknum lauk með 0-0 jafntefli jafnvel þó
að Svíar væru nær hálfan leikinn einum
leikmanni fleiri og óðu í færum.
Á eftir bolta koma bullur
Meira af heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu sem hefur víðar áhrif en innan
vallar. Flestir muna eftir viðbrögðum
kvennahreyfinga sem og annarra þegar
ljóst var að mikill fjöldi kvenna yrði fluttur
inn til landsins til að starfa við vændi en
útlit er fyrir að sá iðnaður verði í miklum
blóma á meðan á keppninni stendur.
Nú tóku gyðingar við sér og mótmæltu
veru varaforseta Írans, sem kominn var
að fylgjast með sínum mönnum. Það
er söguskoðun Íransforseta, Mahmoud
Ahmadinejad, sem efaðist um helförina,
sem veldur ólgunni. Eins og við mátti
búast hafa svo enskar fótboltabullur farið
um með dólgslæti og einnig voru tveir
Þjóðverjar handteknir fyrir að eggja bull-
urnar til óláta. Innan um öll þessi læti eru
svo 22 karlar að spila fótbolta á grænum
nýslegnum reit.
Veðurtepptir með samgönguráð-
herra
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur
víða um land í gær.Á Patreksfirði var mikið
um að vera og telur lögreglan að íbúa-
fjöldin hafi tvöfaldast í gær því bærinn
fylltist af fólki. Þar á meðal voru fjölmargir
veðurtepptir rokkarar sem ekki
komust suður eftir helgar-
tónleika. Ekki er vitað
hvort þeir hafi kvartað
við samgönguráðherra,
sem var við hátíðarhöldin á
Patreksfirði.
jse@frettabladid.isEftir fordæmalausa hringiðu innan Framsóknarflokksins hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið endurreist. Það byggir á sömu stefnuyfirlýsingu og áður. Hitt er eigi að síður degin-
um ljósara að það er um sumt annars eðlis.
Stjórnarsamstarfið hefur í rúm ellefu ár byggst á samvirkri for-
ystu tveggja formanna hverju sinni. Að því leyti hefur verið jafn-
ræði með flokkunum. Með brotthvarfi Halldórs Ásgrímssonar
breytist þetta. Þó að Framsóknarflokkurinn hafi fjölgað ráðherrum
sínum á kostnað samstarfsflokksins hefur pólitískt vægi hans í
reynd minnkað; um sinn að minnsta kosti.
Ný ríkisstjórn byggir ekki á sams konar tvíeyki tveggja for-
manna. Það gefur Geir Haarde, væntanlegum forsætisráðherra, að
öllum líkindum sterkari stöðu og meira svigrúm en forverar hans
höfðu. En ekki þarf allt að vera sem sýnist í því. Hætt er við að
ríkisstjórnin sem heild verði veikari fyrir vikið.
Framsóknarflokkurinn á ekki einasta eftir að velja nýja forystu.
Hann á eftir að gera upp við sig hvort hverfa eigi til fortíðar um
stefnu og markmið eða viðhalda þeirri raunverulegu frjálslyndu
miðjustefnu sem fráfarandi formaður hefur innleitt. Fyrr en flokk-
urinn hefur svarað þeim spurningum er erfitt um vik að sjá með
nokkurri vissu hvort umrót síðustu vikna kallar fram nýtt mynstur
í íslenskum stjórnmálum.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa gefið til kynna að þá fýsi meir
en til þessa að bjóða kjósendum upp á skýran samstarfskost til
mótvægis við ríkisstjórnarflokkana í næstu kosningum. Slík staða
væri um margt æskileg. Það er eðlilegt og lýðræðislegt sjónarmið
að kjósendur sjálfir geti í kosningum valið milli tveggja ríkisstjórn-
arkosta.
Áhrif kjósenda eru einfaldlega minni þegar val þeirra snýst ein-
vörðungu um að setja lóð á vorgarskálar innbyrðis valdaviðskipta
forystumanna flokkanna eftir kosningar. Allar aðstæður að þessu
leyti geta hins vegar breyst í meiri eða minni mæli fram að kosn-
ingum.
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn
hafa sótt inn á miðjuna að undanförnu. Fari svo að Samfylkingin
kjósi að færa sig til vinstri eykst rýmið á miðjunni. Fróðlegt verður
að sjá hvort stjórnarflokkarnir, annar hvor eða báðir, nýti sér það.
Framsóknarflokkurinn sætir nú nokkuð almennri gagnrýni fyrir
að sækjast eftir meiri áhrifum og völdum í ríkisstjórn og í sveitar-
stjórnum en hlutfallslegt kjörfylgi hans segir til um. Þetta er áhuga-
vert skoðunarefni. Alþýðuflokkurinn fékk til að mynda helminga-
skipti við stjórnarmyndunina 1991 með talsvert minni þingstyrk en
Framsóknarflokkurinn hefur í dag. Það þótti ekki bera vott um
ólýðræðislega valdafíkn.
Í flestum kosningum eiga andstööuflokkar Sjálfstæðisflokksins
það sameiginlegt að höfða til kjósenda með fullyrðingum um að
þeir séu hver um sig í bestri stöðu til þess að hefta valdaframgang
hans. Í því ljósi vaknar sú spurning, að því gefnu að þeir nái ekki
sjálfir saman, hvort óeðlilegt eigi að teljast að þeir nýti stöðu sína
eftir kosningar til þess að takmarka völd Sjálfstæðisflokksins sem
mest?
Þá er á það að líta að skoðanamengi flokka geta verið í ósam-
ræmi við kjörfylgi þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur þannig
víðara skoðanasvið og ef til vill ekki eins markvisst og Vinstri
grænt. Af sjálfu leiðir að hann á auðveldara með að ná samkomu-
lagi við aðra flokka. Þannig kostar stefnufesta stundum völd. Þetta
er eðli þess lýðræðisforms sem við búum við. En kjósendur dæma
síðan um trúverðugleika. Það er önnur saga.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Kosningaúrslit, skoðanamengi og völd:
Annars konar
ríkisstjórn