Fréttablaðið - 12.06.2006, Side 22

Fréttablaðið - 12.06.2006, Side 22
[ ]Skólpkerfi er að mati margra mesta uppfinning allra tíma. Það er líkast til sú uppfinning sem bjargað hefur flestum mannslífum og meðal annars gert borgar-samfélagið mögulegt. Oddur Bjarni Þorkelsson, leikstjóri og leikari, eyðir vetrarmánuðunum á fjölum leikhúsanna. Sumrinu ver hann hins vegar í grjóthleðslu. Vel hlaðnir grjótgarðar og veggir eru bæði fallegir og þjóðlegir. Oddur Bjarni er einn þeirra sem kalla mætti atvinnugrjóthleðslu- mann. „Ég lærði að hlaða grjót- veggi einfaldlega með því að vinna við það,“ segir Oddur Bjarni. „Það er hægt að læra þetta í garðyrkju- skólum í skrúðgarðyrkju en ég fór aðra leið.“ Oddur Bjarni er búinn að hlaða grjót síðustu ellefu sumur en hann byrjaði í teymi við tvo roskna menn. Annar þeirra, Bergsteinn, er látinn en samkvæmt Oddi var þar áttræður maður á ferð með úthald á við tvítugan strák. Hinn er Haraldur Karlsson frá Fljóts- bakka og nú hefur Benedikt Björnsson bæst í hópinn. „Þeir eru ekki margir sem stunda grjót- hleðslu og ég efa að starfstéttin myndi fylla Laugardalshöll á árs- hátíð,“ segir Oddur Bjarni. „Það hefur samt átt sér stað ákveðin vakning og eftirspurnin er að auk- ast.“ Þeir eru ófáir garðarnir og veggirnir sem Oddur Bjarni hefur átt þátt í að hlaða. Meðal verka hans er uppbygging Hraunsréttar í Aðaldal og viðhald og uppbygg- ing byggðarsafna á Grenjaðarstað og Þverá í Aðaldal. Hann lagði einnig kirkjugarðsvegg á Húsavík en auk þess má sjá handbragð hans á Keldum og við Reyðarfjörð. „Ég skrapp líka til Grænlands og tók þátt í að hlaða skála Eiríks Rauða og Þjóðhildarkirkju í Bröttuhlíð, eða Qassiarsuk eins og Grænlendingarnir kalla staðinn,“ segir Oddur Bjarni. „Einnig höfum við hlaðið fyrir einkaaðila og hellulagt úr náttúrulegu efni.“ Oddur segir verkefnin mjög fjölbreytt og skemmtileg um leið. „Það er mismunandi hvaða efni er unnið með þegar hlaðið er. Það fer oft eftir landshlutum hvað er notað og hér fyrir norðan er til dæmis mikið hlaðið úr hrauni,“ segir Oddur Bjarni. „Við hlöðum líka torfveggi og sníðum og tyrfum þök.“ Leikhúsið og hleðslan eiga lítið sameiginlegt og það kom Oddi Bjarna skemmtilega á óvart að hann gæti gert eitthvað í höndun- um. „Mér finnst gaman að geta bent á fallegt handbragð og sagt þetta gerði ég. Maður gengur ekki inn í leikhúsið og segir fyrir tíu árum gerði ég eitthvað einhvern tímann,“ segir Oddur Bjarni. Ann- ars fara þessar tvær greinar vel saman í tilfelli Odds Bjarna. Leik- hús á veturna og hleðsla á sumrin er fyrirkomulag sem honum líkar. Inntur eftir því verki sem hann er stoltastur af svarar Oddur Bjarni því að það sé verkefnið sem hann sé að vinna að núna. „Við erum að hlaða tvo 45 metra grjót- veggi sitt hvoru megin við inn- ganginn að Dimmuborgum. Stein- arnir eru rúnaðir og það þarf að höggva fimm hliðar af sex,“ segir Oddur Bjarni. Allir steinarnir eru handhöggnir með hamri og meitli og því liggur gríðarleg vinna að baki hverjum steini fyrir sig. Í raun mætti segja að þeir væru að búa til náttúrulega Lego-kubba. „Á meðan við vinnum spjöllum við svo við túrista og breska ellilíf- eyrisþega,“ segir Oddur Bjarni og hlær. „Það kom ein gömul bresk kona, pínulítil og krumpuð, og sagði við okkur: Where I come from we have convicts to do this, you know? Ég svaraði bara: Well, you don‘t know what I‘ve done. Það tók hana svo smá tíma að átta sig að ég var ekki blóðþyrstur morðingi.“ tryggvi@frettabladid.is Hlaðið að fornum sið Oddur Bjarni við garðinn góða við Dimmuborgir. Geitungabúum er sjaldan tekið fagnandi nálægt heimilum fólks. Á síðasta ári hrundi geit- ungastofninn að mestu leyti og létti við það mörgum. Horf- urnar í ár eru ágætar fyrir þá sem hræðast þessa vágesti. Geitungastofn- inn hafði vaxið markvist undan- farin ár þar til kuldakast vorið 2005 tók stóran toll af stofninum. „Ætli það sé ekki hægt að segja að það sé bara lítið eða ekkert af þeim í ár. Ég hef fengið kannski tvær eða þrjár hringingar út af geitungum í ár,“ segir Konráð Magnússon, meindýraeyðir hjá Firringu. „Það er reyndar fullsnemmt að dæma um hvernig þetta verð- ur í sumar, en í fyrra var mjög rólegt framan af en síðan kom síðan kom svolítið skot í rest- ina.“ Fyrir nokkrum árum síðan var tölu- vert komið upp af geitungum á þessum tíma árs. „Það var oft kominn hellingur af geitungum jafnvel í lok maí og byrjun júní, en það má segja að það sé mjög lítið af þeim í ár,“ segir Konráð. Fáir geitungar í ár ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir ��������������� �������������������� ��������������������������� ��������������������� ������������� ����������� ������ ������ � � � �� �� �� ��� � ����������������������������������� SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Ritstjóri Auður I. Ottesen 2 VIÐ RÆKTUM Lauftré á Íslandi Handhægur leiðarvís ir fyrir ræktendur 2 V IÐ R Æ K TU M Lauftré á Ísland i Sum arhúsið o g g arð urinn ehf Hún er komin! Önnur bókin í bókaflokknum „Við ræktum“ er komin út. Tryggðu þér eintak í næstu bókabúð eða í áskrift í síma 586 8005 Sumarhúsið og garðurinn ehf, Síðumúla 15, 108 Reykjavík, www.rit.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.