Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 23
MÁNUDAGUR 12. júní 2006 ������������������������� ������������������� ���������������������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júní og júlí w w w .d es ig n. is © 20 06 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Hér á landi eru fjórar tegundir af þessum alkunnu bláleitu maðka- flugum. Flugurnar eru: (Phormia terraenovae), (Calliphora uralensis), (Cynomya mortuorum) og (Calli- phora erythrocephala). Fiskiflugan er blá að lit og bregður fyrir silfurglitri á afturbol. Fyrir neðan augun eru eins konar kinnar sem eru rauðar með svörtum hárum sem eru 8-15 mm. Fiskiflugan flýgur 300 sinnum lengd sina á sekúndu. Þetta eru stórar flug- ur, 15 mm á lengd, og þær verpa allt að 500 eggjum á nokkrum dögum. Fiskiflugan verpir eggjum sem kallast víur og eru hvítar og örlítið bognar. Flugan verpir víunum í fisk og kjöt, bæði hrátt og soðið, alls kyns matarúrgang, hræ o.fl. Lirfa fiskiflug- unar er hvít og getur orðið allt að tveimur cm að lengd. Þegar sumur eru heit gengur þróunin fljótt fyrir sig, lirfunar koma úr eggjunum á fyrsta sólarhringnum eftir varp og geta orðið fullvaxta á einni viku. Þær nærast á því æti sem þeim var verpt í. Þegar lirfurnar eru fullvaxta, púpa þær sig í jörðinni. Púpan er dökk- brún og kallast tunnupúpa. Maðkafluga er samheiti fyrir alla ættina. Það hefur komið í ljós að oft verður mjög mikið tjón af flugunni í skreiðarframleiðslu og annarri mat- vælaframleiðslu. Flugan virðist miklu síður sækja í fisk sem hengdur er upp í háum hjöllum, yfir klöppum og grjóti og út í vatni heldur en í lausum jarð- vegi eða graslendi þar sem lirfunum gengur betur að púpa sig. Hægt er að nota sömu varnir við fiskiflugu og öðrum flugum. Menn sem hafa hagsmuna að gæta ættu að hefja forvarnir á vorin og láta meindýraeyði eitra fyrir flugunni bæði innanhúss og utan og nota flugnabana en það eru tæki sem nota skal innanhúss. Menn ættu að fá sérfræðinga til að setja upp flugnabana svo að sem best nýting verði á þeim. Lofthæð húsa, birta og loftræsting hefur allt að segja með nýtingu flugnabana í rýmum. Ein tegund af fiskiflugum (Cyn- omya mortuorum) sem menn sjá í t.d. kirkjum (ég kalla hana kirkju- flugu) og í sumarbústöðum er mun minni og svartleitari. Hún er mjög hvimleið og yfirleitt mikið af henni þar sem hún nær sér á strik. Fiskiflugur eru meindýr vegna viðkomu sinnar í umhverfinu og miklar líkur á að hún geti borið með sér listeríu, chamfolibacter, salmoll- ellu o. fl. Hún verpir jafnvel í/á dýr eins og nautgripi og hross í haga. Eggin klekjast mjög hratt út og lirf- unar skríða niður hárin og grafa sig ofan í húðina á dýrunum þar sem þær nærast þar til þær eru fullvaxta. Þetta er mjög þekkt erlendis eins og t.d. í Bandaríkjunum. Ef þú þarft að fá meindýraeyði skaltu óska eftir að fá að sjá starfs- skírteini útgefið af Umhverfisstofn- un, eiturefnaskírteini gefið út af lög- reglustjóra/sýslumanni og athugaðu hvort skírteinin séu útrunnin. Þá mega meindýraeyðar og garðúðar ekki starfa eða bjóða þjónustu nema hafa starfsleyfi. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um Meindýr og varnir 2004 Fiskiflugur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.