Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 66

Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 66
 12. júní 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� �������������������������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Bíó Café, Siglufirði 12. júní Miðasala í síma 467-1111 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Kl. 10.00 Sýning í Hafnarhúsinu á listaverkum sem voru valin vegna úthlutunar listaverka- verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Úrval norrænnar samtímalistar, þar á meðal verk eftir fjóra íslenska listamenn. ! > Ekki missa af... harmskopleiknum Alveg brilljant skilnaði sem Edda Björgvinsdóttir ferðast um með þessa dagana. myndlistarsýningu Hlaðgerð- ar Björnsdóttur í Galleríi Turpentine en þar gefur að líta stórar portrettmyndir af börnum. abstraktmálverkum þýska myndlistarmannins Rudolfs Reiter sem eru til sýnis í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Rómantíkin mun svífa yfir vötnum á söngtónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Yfirskrift tónleikanna er letruð með hástöfunum L‘AMOUR en þar mun ungur tenórsöngvari, Þor- steinn Helgi Árbjörnsson, koma fram ásamt amerísku sópransöngkonunni Janette A. Zilioli og píanóleikaran- um Aladar Rácz. Þau flytja þýsk og amerísk sönglög og aríur og dúetta úr óperunum La Traviata eftir Verdi og Rómeó og Júlíu eftir Gounod. Þetta eru fyrstu tónleikar Þor- steins Helga, sem nýlega lauk námi frá Oberlin Conservatory í Ohio í Bandaríkjunum. Þorsteinn Helgi hefur tekið þátt í ýmsum óperuuppfærslum og sungið þar m.a. hlutverk Ferrando í Cosi fan tutte, Nemorino í Ást- ardrykknum, Don Ottavio í Don Giovanni. Janette hefur komið fram í ýmsum óperuupp- færslum og sungið þar m.a. hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte, Magda í La Rondine og Adina í Ástardrykknum. Janette starfaði með Orlando-óperunni á árunum 2003-2005. Aladár Rácz stundaði fyrst nám í píanó- leik við Georges Enescu tónlistarskól- ann í Búkarest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest og hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Síðan árið 1999 hefur Aladár starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur, leikið með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi og leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónleikarnir hefjast kl. 02. ALADÁR RÁCZ PÍANÓLEIK- ARI FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástin í alls kyns tónum Birta Benónýsdóttir vakti mikla athygli gesta á dansleikhússam- keppni sem haldin var í Borgar- leikhúsinu á föstudaginn var. í verkinu sýndi hún mikla hæfni í sirkuslist og hékk langt fyrir ofan gesti í efnisbútum og tóku margir andköf þegar hún lét sig detta og hékk á hvolfi. Birta er nítján ára gömul menntaskólamær og hefur æft fimleika síðan hún var sjö ára gömul. Hún heillaðist af sýningu sænska sirkusins Circus Circör sem kom til landsins í fyrrasumar og fór hún út til Svíþjóðar síðasta haust og lærði nokkur brögð. Hún stefnir síðan á að fara út haustið 2007 í skóla á vegum Circus Cir- kör. „ Ég hef gaman af því að ögra sjálfri mér og vegna þess að ég er mjög lofthrædd var þetta verk mikil áskorun fyrir mig,“ segir Birta, spurð hvort að hún hafi ekki verið hrædd er hún hékk úr lofti Borgarleikhúsins. Verkið var samið af föður henn- ar Benóný Ægissyni og búningana hannaði kona hans Ása Hauksdótt- ir. Þetta var því samstarfsverk- efni innan fjölskyldunnar. Litla systir Birtu, hin níu ára Sóley Anna Benónýsdóttir, kom einnig fram í verkinu en hún er að æfa fimleika. Landsmenn geta séð Birtu leika listir sínar á götum miðbæjarins í sumar en hún er meðlimur í Götuleikhúsinu. - áp Lofthrædd fimleikastjarna BIRTA BENÓNÝSDÓTTIR Vakti athygli áhorf- enda á Dansleikhússamkeppninni fyrir einstaka loftfimleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kunnuglegar verur hafa tekið sér tímabundna ból- festu inni við í 101 Gallery við Hverfisgötu og nokkrar þeirr gæta hússins. Stein- unn Þórarinsdóttir mynd- listarkona sýnir mennskuna steypta í alls konar efni. Skúlptúrarnir hennar Steinunnar mæta vegfarendum víða um borg- ina; í Bankastrætinu hneigja tvær verur höfuð sitt og önnur stendur í nokkurs konar tilbeiðslu á Landa- kotstúninu. „Þetta eru verk frá síðustu tveimur árum,“ segir Steinunn. „Það mætti segja að sýningin skipt- ist í þrennt. Fyrir utan eru útiverk sem eru sérstaklega gerð fyrir galleríið. En inni er veggverkaser- ía sem er eins konar hugleiðing um rústir og þennan brotakennda heim sem við búum í. Síðan eru minni verk, verk í nokkrum eintökum sem lýsa ákveðnum aðstæðum,“ útskýrir listakonan. „Það er langt síðan ég hef gert svona lítil verk, líklega um 25 ár, en þá vann ég töluvert af svona litlum verkum. Þetta er búið að vera upprifjun og skemmtileg vinna fyrir mig þó þessi verk séu náttúrlega ólík þeim sem ég gerði áður.“ Steinunn hefur starfað að list sinni í rúm tuttugu ár en hún lærði á sínum tíma á Englandi á Ítalíu. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún í galleríinu við Suðurgötu 7 árið 1979. Síðan þá hefur hún haldið fjölmargar sýningar víðsvegar um Evrópu og einnig í Bandaríkjunum og í Asíu en verk hennar eru í einka- og opinberri eigu um allan heim. Skúlptúrarnir á þessari sýn- ingu, af ýmsum stærðum og lögun, eru fígúratívir líkt og önnur verka Steinunnar en hún útskýrir að þeir séu unnir úr ýmsum efnum og lýsi ólíkum aðstæðum. „Þetta eru allt manneskjur eins og öll mín verk. Skúlptúrarnir tengjast að hluta til umhverfi gallerísins, þeir eru allir meira og minna hugsaðir inn í þetta rými. Það er enginn eiginleg- ur titill á sýningunni. Þessi verk lýsa manninum í náttúrunni og manninum í samfélagi við aðra menn.“ Sýningin stendur til 22. júlí en galleríið er opið fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14-17. kristrun@frettabladid.is Í félagi við mannfólkið Bókaútgáfan Skrudda gefur út söguna af Grendel eftir John Gardner í þýðingu Þorsteins Antonssonar. Sagan af Grendel sem nú kemur í fyrsta sinn út á íslensku hefur fylgt mannfólk- inu frá upphafi vega í ýmsum myndum og er líklega þekktust meðal Íslendinga sem glíma þeirra Gláms og Grettis. Í bók Johns Gardner tekur þessi saga á sig nútímalegt snið með uppgjöri óvættarins Grendels við hið siðaða mann- líf í ríki Hróðgeirs konungs. Höfundurinn sækir efni sitt til hinnar fornu Bjólfskviðu sem nýlega hefur verið kvikmynduð. Bandaríski rithöfundurinn John Gardner skrifaði fjölmargar skáldsögur, sumar miklar að vöxtum. Einnig ritaði hann og gaf út smásagnasöfn og fræðibækur um siðfræði, sögu og bókmenntir. Gardner var kominn af velskum innflytjendum og sótti söguefni sitt sumpart í þjóðsagnararfinn sem fylgt hefur okkur Íslendingum jafn lengi og þjóðernið. - khh Grendel á íslensku STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Sýnir verk sem lýsa manninum í náttúrunni og manninum í samfélagið við aðra menn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.