Fréttablaðið - 12.06.2006, Side 72

Fréttablaðið - 12.06.2006, Side 72
32 12. júní 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FORMÚLA 1 Heimsmeistarinn Fern- ando Alonso var áfram á sigur- braut í Formúlu-1 keppni helgar- innar þegar hann bar sigur úr bítum á Silverstone-brautinni í Bretlandi. Alonso hóf keppnina á ráspól, lét forystu sína aldrei af hendi og fór með öruggan sigur af hólmi. Þetta var sögulegur sigur fyrir Alonso og Renault-liðið en þetta var 200. kappaksturinn sem liðið þreytir í Formúlunni. Þetta var fimmti sigur Alonso í ár af átta og virðist sem enginn geti stöðvað Spánverjann. Alonso stakk þá Kimi Räikkön- en á McLaren og Michael Schuma- cher á Ferrari fljótlega af og var tæpum fjórtán sekúndum á undan Michael Schumacher, en Kimi Räikkönen varð þriðji. Í fyrsta hring reyndi Räikkönen að komast fram úr Alonso á hraðasta kafla brautarinnar, en varð að gefa eftir. Schumacher fylgdi í kjölfarið, en gat ekki nýtt sér færið og Räikk- önen eiginlega þvingað Schu- macher út í kant. Eftir þetta hélst staðan óbreytt, nema hvað Schu- macher komst framúr Räikkönen í seinna þjónustuhléinu. Stór hópur Íslendinga fylgdist með keppninni á staðnum og sá Alonso auka forskot sitt í stigakeppni ökumanna í 23 stig. „Þetta var góður sigur hjá okkur í dag. Við sáum að við vorum með meira bensín á bílunum okkar en önnur lið í tímatökunni og það hjálpaði okkur mikið þegar við skipulögð- um áætlunina fyrir keppnina. Dekkin voru virkilega góð og því voru kannski ekki miklir mögu- leikar fyrir keppinauta okkar að skáka okkur,“ sagði Alonso í sigur- vímu eftir keppnina. Schumacher viðurkenndi að Ferrari hefði einfaldlega ekki ráðið við Renault um helgina. „Við vorum með tvo nýja dekkjaganga og hin liðin ákváðu að nota ný dekk frá byrjun. Við reyndum því hvað við gátum að breyta áætluninni en það heppnaðist ekki sem skyldi. Við vorum ekki nógu fljótir um helgina og verðum bara að skoða okkar mál,“ sagði Þjóðverjinn. - hþh Heimsmeistarinn slær ekki slöku við og vann enn einn sigurinn um helgina, nú á Silverstone í Englandi: Enginn skákar meistaranum Alonso MEISTARINN Enginn virðist geta skákað Spánverjanum spræka um þessar mundir. Hann hefur nú unnið fimm af átta mótum á tímabilinu. NORDICPHOTOS/AFP 2-1 Kópavogsv. Áhorf: 1200 Egill Már Markússon (6) 1-0 Daði Lárusson (Sjálfsmark, 45.) 1-1 Tryggvi Guðmundsson (70.) Breiðablik FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–10 (4–8) Varin skot Hjörvar 6 – Daði 4 Horn 3–2 Aukaspyrnur fengnar 10–11 Rangstöður 5–4 FH 4–3–3 Daði Lárusson 4 Freyr Bjarnason 6 Ármann Smári 6 Ásgeir Gunnar 5 Guðmundur 6 Sigurvin 7 Davíð Þór 7 Baldur Bett 5 (63. Hermann 6) Atli Viðar 6 (78. Atli Guðnas. -) Tryggvi 7 Ólafur Páll 6 (78. Matthías -) *Maður leiksins BREIÐ. 4–5–1 Hjörvar 8 Stig Kron Haaland 7 Oliver Risser 6 Srdjan Gasic 7 Árni Kristinn 6 Steinþór Freyr 8 Nenad Zivanovic 7 (81. Viktor Unnar -) Olgeir Sigurgeirs. 6 Magnús Páll 5 Kristján Óli 7 Marel Baldvins. 7 FÓTBOLTI Fylkir og Keflavík töpuðu bæði leikjum sínum í síðustu umferð og er ljóst að liðin eru staðráðin í að ná að rífa sig upp og stefna á sigur í kvöld þegar þau mætast í Árbænum. Bæði lið hafa spilað skemmtilegan bolta það sem af er móti þó þau hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit síðasta fimmtudag. Með sigri kemst Keflavík upp fyrir Fylki á töflunni. Þegar þessi tvö lið mættust á Fylkisvellinum í fyrra vann Keflavík góðan útisig- ur en Hólmar Örn Rúnarsson skor- aði eina mark leiksins. Viðureign liðanna í Keflavík í fyrra bauð hins vegar upp á jafntefli í fjög- urra marka leik. Þjálfarar liðanna voru báðir í sviðsljósinu í síðustu umferð en þeir gagnrýndu dómgæsluna harkalega. Spurning er hvort þeir láti í sér heyra í kvöld? - egm Fylkir tekur á móti Keflavík: Bæði lið stefna á sigur í kvöld PÁLL EINARSSON Verður í eldlínunni með Fylki í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mál Kekic enn í hnút Þrátt fyrir áframhaldandi viðræður eru deilumál Sinisa Valdimars Kekic í Grindavík enn í hnút. Honum sinnaðist við Sigurð Jónsson, þjálfara liðsins, en Kekic hefur sjálfur staðfest að svo geti farið að hann fari frá félaginu. „Mér finnst mjög skrýtið að KSÍ fresti ekki þessum leik og setji hann bara á síðar í sumar. Það er gjörsamlega ófært til Eyja og hefur verið í dag og í gær. Þetta er búið að eyðileggja alla helgina fyrir okkur og ég veit ekki hvaða áhrif það hefur að hafa leikinn á morgun, menn eru í vinnu og slíkt og það er erfiðara að fá frí,“ sagði Teitur Þórðar- son, þjálfari KR, ósáttur við Fréttablaðið í gær. Vegna slæmra veðurskilyrða varð að fresta leik ÍBV og KR á laugardaginn og svo aftur á sunnudaginn. Leikmenn og forráðamenn KR biðu alla helgina eftir flugi, ýmist í KR-heimilinu eða úti á flugvelli. Þeir reyndu að fljúga til Eyja í gær en gátu ekki lent og eftir eins og hálfs tíma hringsólun í kringum Eyjar var snúið aftur til Reykjavíkur. „Þetta er enginn undirbún- ingur til að fara í leik. Leikmenn þreyttir, pirraðir og allt eftir því. Það er alveg á hreinu að þetta gengur ekki svona, það þurfa að koma nýjar reglur með svona mál,“ sagði Teitur en leikurinn hefur verið settur á í kvöld klukkan 19.15. Áfram er spáð mjög slæmu veðri í Eyjum. „Samkvæmt reglugerð KSÍ segir að leika eigi næsta dag sem fært þykir. Það er ekki gott að fá leikjum við Vestmannaeyinga frestað inn í mót þar sem það á eftir að fresta fleiri leikjum í Eyjum í sumar. Það er því ekki gott að vera með uppsafnaða leikdaga auk þess sem ég sé ekki marga leikdaga inni í mótinu. KR hefði getað komið í veg fyrir þetta með því að taka Herjólf á föstudagskvöldið, þá hefði ekki verið neitt vanda- mál. Það er laus leikdagur á morgun og því fer leikurinn þangað, það er okkar fasta vinnuregla,“ sagði Birkir Sveinsson, mótsstjóri KSÍ, um leikinn en ef fresta þarf leiknum í kvöld verður honum frestað inn í sumarið þar sem of stutt verður í næsta leik hjá liðunum. TEITUR ÞÓRÐARSON ÞJÁLFARI KR EKKI SÁTTUR: LEIK ÍBV OG KR VAR FRESTAÐ Í TVÍGANG UM HELGINA Húktu alla helgina eftir fýluferð til Eyja > Fjölnir á topp 1. deildar Fjölnir úr Grafarvogi vann glæsilegan 5-0 sigur á Þór Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Með sigrinum eru Fjölnismenn komnir á topp deildarinnar eftir fimm umferðir en Framarar eiga leik inni. Fram er stigi á eftir Fjölni en liðið leikur gegn Haukum á útivelli í kvöld og með sigri í þeim leik endurheimtir það toppsæti deildarinnar. KA hélt uppi merki Akureyr- ar í gær með 3-2 heimasigri á Víkingi Ólafs- vík. Mikilvægur sigur hjá KA, sem hafði farið illa af stað í mótinu. FÓTBOLTI Nýliðar Breiðabliks gerðu 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeistur- um FH á Kópavogsvelli í gær. Þetta eru fyrstu stigin sem FH tapar á mótinu en Blikar léku vel, sýndu góða baráttu og hefðu með smá heppni getað fengið öll stig- in. Enginn af Dönunum þremur var í leikmannahópi FH en liðið var meira með boltann í fyrri hálf- leiknum. Heimamenn léku hins vegar skynsamlega og gáfu fá færi á sér. Völlurinn var blautur og áttu margir leikmanna í stökustu vandræðum með að fóta sig. FH átti fyrsta markskot leiks- ins þegar Guðmundur Sævarsson átti glæsilega sendingu á Tryggva Guðmundsson en skot hans fór beint á Hjörvar Hafliðason. Meiri hætta var á nítjándu mínútu þegar Tryggvi átti góðan skalla sem hafnaði í stönginni eftir að hafa fengið langa sendingu. Blikar voru þolinmóðir og fengu sín færi. Vinstri vængurinn var ógnandi með hinn norska Stig Kron Haaland í bakverðinum og Steinþór Þorsteinsson á kantin- um. Þá var Marel Bandvinsson að halda boltanum vel frammi og skapaði hættu. Á 27. mínútu voru Blikar óheppnir að taka ekki for- ystuna en þá átti Steinþór hörku- skot sem Daði Lárusson mark- vörður varði. Marel náði frákastinu en hins vegar náði hann ekki góðu skoti og boltinn flaug yfir. Eftir þetta færi kom mjög tíð- indalítill kafli þar sem gestirnir héldu áfram að vera meira með boltann en erfiðlega gekk hjá þeim að skapa sér alvöru færi. Allt stefndi í að markalaust yrði í hálfleik þegar Breiðablik fékk hornspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Haaland tók spyrnuna og Daði í marki FH kom út úr markinu en sló boltann inn á furðulegan hátt. Mistök eru sjald- séð hjá Daða, hvað þá eins klaufa- leg og þessi. Þó kom að því að FH-ingar næðu að jafna og það gerði Tryggvi Guðmundsson með skoti úr teign- um, en hann var einn og ódekkað- ur eftir undirbúning frá Ólafi Páli Snorrasyni. Á 74. mínútu fékk Guðmundur bakvörður FH-inga sitt annað gula spjald fyrir brot á Steinþóri sem hafði átt hörku- sprett, og Íslandsmeistararnir léku því einum færri í rúman stundarfjórðung. Bæði lið komust nálægt því að skora áður en leiktíminn rann út. Hjörvar Hafliðason átti góðan leik og varði aukaspyrnu frá Tryggva vel og þá átti Kristján Óli Sigurðs- son hættulegt skot fyrir heima- menn en framhjá. Steinþór gerði sig einnig líklegan en Daði varði frá honum í horn og 1-1 lokastað- an „Maður hefði viljað öll stigin þrjú eins og leikurinn var búinn að þróast. Við þurfum enn að vinna í því að læra að halda forystu, þetta var enn einn leikurinn þar sem við komumst yfir en missum það niður. Við vorum að spila ágæt- lega í dag gegn Íslandsmeisturum en hefðum átt að klára þá,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, leikmað- ur Breiðabliks. „Við getum unnið hvaða lið sem er ef viljinn og rétti hugsunarhátt- urinn er til staðar. Við spiluðum skynsamlega í fyrri hálfleik og frábært að fá mark rétt fyrir leik- hlé. Súrt að ná ekki að halda því en eitt stig er betra en ekki neitt. FH- ingar eru ekki ósigrandi og við sýndum það.“ elvar@frettabladid.is Íslandsmeistararnir ekki ósigrandi Breiðablik kom FH í opna skjöldu á heimavelli sínum í Kópavogi í gær í Landsbankadeild karla. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en þetta eru fyrsti stigin sem FH tapar í sumar eftir að hafa unnið alla hina leikina. JAFNT Í KÓPAVOGINUM Breiðablik sýndi að FH-ingar rúlla ekki yfir öll lið í deildinni en Íslandsmeistararnir hafa þó vænlega forystu á toppi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.