Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 75
MÁNUDAGUR 12. júní 2006 35 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 9 10 11 12 13 14 15 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Breiðablik og Þór/KA mætast í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli.  19.15 Fylkir og Keflavík mætast í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á Fylkisvelli í Árbænum.  20.00 Haukar og Fram mætast í 1. deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum. ■ ■ SJÓNVARP  12.30 HM stúdíó á Sýn. Íþróttafréttamenn Sýnar fá góða gesti í heimsókn í HM stúdíóið.  12.50 HM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Ástralíu og Japan í F-riðli.  15.00 HM stúdíó á Sýn.  15.50 HM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Bandaríkjamanna og Tékka í E-riðli.  18.00 HM stúdíó á Sýn.  18.50 HM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Ítalíu og Gana í E-riðli.  21.00 4-4-2 á Sýn. HM-uppgjör dagsins. C-riðill: SERBÍA/SVARTFJALLALAND-HOLLAND 0-1 0-1 Arjen Robben (17.) D-riðill: MEXÍKÓ-ÍRAN 3-1 1-0 Omar Bravo (28.), 1-1 Yahya Golmohammadi (36.), 2-1 Omar Bravo (76.), 3-1 Antonio Zinha (79.). ANGÓLA-PORTÚGAL 0-1 0-1 Pauleta (4.). HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Hollendingar unnu 1-0 sigur á Serbíu/Svartfjallalandi í Leipzig í gær og komust því upp að hlið Argentínumanna í C-riðlin- um. Besti maður vallarins var Arjen Robben, hinn ungi væng- maður Chelsea, sem sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif og var hetj- an með því að skora eina markið. Hann skoraði á átjándu mínútu eftir góða sendingu Robin van Persie, slapp einn í gegn og kláraði færið listilega vel. Hollendingar voru betra liðið í fyrri hálfleiknum og fengu þeir mikið pláss frá Serbunum. Robb- en var nánast allt í öllu og fór á kostum. Stuttu eftir mark sitt var hann nálægt því að bæta öðru við en Dragoslav Jevric varði meist- aralega. Í seinni hálfleik hægðist nokkuð á leiknum, hollenska liðið færðist aftar á völlinn og ákvað að reyna að halda fengnum hlut. Meira líf færðist í mótherjana og loks fóru þeir að sýna sitt rétta andlit. Þrátt fyrir nokkrar mjög efni- legar sóknir náðu þeir þó ekki marki og hollenska liðið fékk því stigin þrjú. Sigur Hollands var fyllilega sanngjarn en illa gekk hjá Serbum að skapa sér færi og oft á tíðum vantaði herslumuninn. Savo Milosevic var nokkuð spræk- ur í fyrri hálfleiknum en gat ekki tekið þátt í þeim síðari vegna meiðsla. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég veit að ég get gert betur en í seinni hálfleiknum, hitinn var þá farinn að hafa mikil áhrif á leikinn. Það sem mestu máli skiptir er samt að við náðum sigri,“ sagði Robben en hann lék Nenad Djordjevic, hægri bakvörð Serba, grátt og endaði það með því að Djordevic var skipt af velli fyrir hálfleik. - egm Holland vann eins marks sigur á Serbíu/Svartfjallalandi í C-riðli í gær: Arjen Robben í banastuði MAÐUR LEIKSINS Arjen Robben var langhættulegasti leikmaður Hollands í gær en hér fagnar hann með Robin van Persie. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Mexíkó vann 3-1 sigur á Íran í D-riðli Heimsmeistara- keppninnar í gær en leikið var í Nürnberg. Íranar áttu góðan fyrri hálfleik og voru betra liðið á vell- inum ef eitthvað var. Staðan var 1-1 í leikhléi en í síðari hálfleik var allur vindur úr liðinu og Mexíkóar gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á skömm- um tíma. Það var Omar Bravo, leikmað- ur Guadalajara í heimalandinu, sem kom Mexíkó yfir á 28. mínútu með marki sem kom í kjölfarið á aukaspyrnu en tíu mínútum fyrir hálfleik jöfnuðu Íranar með marki varnarmannsins Yahya Golmo- hammadi. Í seinni hálfleik ætlaði Íran að halda fengnum hlut en það gekk illa og Mexíkóar sýndu hvað í þeim býr með tveimur mörkum. Bravo skoraði sitt annað mark eftir varnarmistök og það var síðan Zinha sem gulltryggði sigur- inn með flottu skallamarki. Faðir Oswaldo Sanchez, mar- kvarðar Mexíkó, lést þremur dögum fyrir leikinn en hann ætl- aði að fylgjast neð syni sínum í Þýskalandi. Mexíkóar tileinkuðu minningu hans sigurinn. - egm Heimsmeistarakeppnin í gær: Góður sigur Mexíkó á Íran BRAVO Omar Bravo skoraði tvö mörk í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Flestir bjuggust við því að Portúgal myndi sýna fyrrum nýlendu sinni Angóla í sjö heim- ana á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær en svo fór ekki. Baráttuglaðir Angólamenn bitu frá sér og sýndu mikla baráttu sem dugði þó ekki til jafnteflis. Þrátt fyrir það voru það leik- menn Portúgal sem sáu aðallega um að sækja og eftir aðeins þrett- án sekúndur hafði Pauleta skotið rétt framhjá úr dauðafæri. Sókn- armaðurinn gerði þó engin mistök þrem mínútum seinna þegar hann skoraði auðveldlega eftir góðan undirbúning Figo, sem lék við hvern sinn fingur í leiknum. Sigur Portúgala var aldrei í hættu en þeir fengu næg tækifæri til að skora fleiri en það eina mark sem þeir gerðu. Angólamenn sýndu litla sóknartakta og verða að laga það hið snarasta ef þeir ætla sér að skora í riðlakeppn- inni. - hþh Heimsmeistaramótið í gær: Portúgal lagði Angólamenn SIGURMARKINU FAGNAÐ Pauleta er hér vel fagnað af liðsfélögum sínum í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.