Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 78

Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 78
 12. júní 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Á Íslandi. 2. Einar K. Guðfinnsson. 3. Bubba Morthens. �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ��� ��� � �� �� �� �� � �� �� �� �� � �������� ����������������������� ������������� ������������������������������ � ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ HRÓSIÐ ...fær Ómar Ragnarsson fyrir að gefa út nýja plötu þar sem Bubbi syngur dúett með honum. Verk Mörtu Nordal sigraði í Dansleikhússamkeppninni 25 tímar sem haldin var á fimmtu- dagskvöld í Borgarleikhúsinu. Marta er lærð leikkona en er hrif- in af dansleikhúslistforminu. „Þessi keppni gefur fólki tæki- færi til að sýna sig og koma með nýjar hugmyndir. Það er alltaf verið að leita að einhverju nýju og þarna geta allir tekið þátt, myndlistarmenn, tónlistarfólk, og fólk úr leik- og dansheiminum og það er svo skemmtilegt,“ segir Marta, en hún vonast til þess að vinna meira með listformið í framtíðinni. „Þetta form tengir saman tvær listgreinar og veitir þér möguleika að gera mjög fjöl- breytta hluti. Þetta er svo opið, þú getur tjáð hluti meira abstrakt í dansi en í leikhúsi. Í dansleik- húsinu ertu ekki að njörva þig niður í einhverju ákveðnu formi,“ segir Marta, en hún var lengi í ballet og dansi þegar hún var yngri og hefur því ágætisbak- grunn. Marta segir að samstarfið með leikurunum og dönsurunum, sem voru alls sex í verkinu, hafi verið mjög gefandi. „Það er svo skemmmtilegt að vinna með svona atvinnufólki, gaman að vera í díalóg með listamönnum sem hafa skoðanir á hlutunum. Það er gulls ígildi,“ segir Marta. Hún hefur ekki sest í leikstjórastólinn í atvinnuleikhúsi áður og segir það hafa verið skemmtilegt verk- efni að sjá um verkið frá A til Ö. Viðfangsefni Mörtu í dansleik- hússamkeppninni voru boðorðin tíu. „Mig langaði til að sýna hvernig við erum alltaf að brjóta boðorðin í okkar daglega lífi. Hluti af óhamingju okkar stafar af því að við brjótum boðorðin, höldum framhjá, stelum, tölum illa um manneskjuna, og gerum grín að trúnni,“ segir Marta, en hún hefur undanfarið verið að leika í Viltu vinna milljón fyrir fullu húsi. „Ég var einmitt að sýna það verk þegar frumsýning- in var, þannig að ég kom bara beint í verðlaunaafhendinguna,“ segir Marta hlæjandi. Fram undan hjá leikkonunni og dans- leikhúshöfundinum er að leika í Mein Kampf á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu en æfingar á því hefjast í næstu viku. Samdi dansleikverk um boðorðin tíu „Ég enda pottþétt á Íslandi, þar er best að vera,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran, sem nú fetar í fótspor fremstu óperusöngvara á Bretlandi en hún hefur nám við hinn þekkta óperu- skóla Benjamin Britten Inter- national Opera School við Royal College of Music í London í haust. Nokkur hundruð manns sóttu um og fóru í inntökupróf en aðeins tíu manns eru teknir inn á ári. Þetta er tveggja ára óperunám í einum eftirsóttasta skóla Englands í dag. Þarna kemur fólk frá ýmsum löndum, til dæmis Suður-Afríku, Norðurlöndunum, Bandaríkjun- um og núna Íslandi,“ segir Sigríð- ur og segir það mikinn heiður að hafa komist inn i skólann. Fram undan hjá söngkonunni ungu er annað skemmtilegt verk- efni, því hún var valin úr stórum hópi umsækjenda til þess að syngja með British Youth Opera í haust, en það er óperufélag sem setur upp sýningar með fólki sem er að klára óperunám og er yngra en þrjátíu ára. „Þetta er gott tæki- færi til þess að sýna sig og mynda sambönd, en að óperunni koma virtir stjórnendur og leikstjórar úr óperuheiminum í Bretlandi,“ segir Sigríður Ósk. Hún mun fara með hlutverk Filipyevnu í óper- unni Eugene Onegin eftir Tsjaí- kovsky. Sigríður Ósk er nú í meistara- námi í söng í Royal College of Music. „Nú er ég aðallega í óper- unni, klassískri óperu. Það er leik- húsið sem mér finnst svo spenn- andi, leikhús og tónlist í bland,“ segir Sigríður, sem hefur lítinn áhuga á að syngja í söngleikjum í augnablikinu. En fá óperuunnend- ur á Íslandi að sjá hana í framtíð- inni? „Draumurinn er að fá að vinna að spennandi sýningum með góðu fólki og það skiptir ekki máli hvar það er. Bransinn er þannig að fólk er mikið á ferðinni, ég myndi vilja flakka svolítið milli landa. En ég verð örugglega eitthvað í Englandi til að byrja með því ég er búin að mynda sam- bönd,“ segir Sigríður Ósk. Hún saknar þó Íslands mikið og er ákveðin í að enda flakkið á Íslandi. En hvað skyldi vera uppáhalds- óperan hennar? „Það er nú svo oft þannig að tónlistin sem maður er að hlusta á í augnablikinu er alltaf best, og þess vegna er óperan sem ég er að vinna í núna uppáhaldið mitt. Hún heitir L‘Enfant og er eftir Ravel,“ segir Sigríður, en Madame Butterfly eftir Puccini og Carmen eftir Bizet eru einnig efst á blaði. SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR: Á HRAÐLEIÐ UPP STJÖRNUHIMIN ÓPERUNNAR Lærir þar sem stærstu óperustjörnurnar fæðast SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Sigríður komst inn í virt óperufélag í Bretlandi. LÁRÉTT 2 afl 6 bardagi 8 andi 9 kóf 11 skóli 12 étur allt 14 löður 16 sjó 17 æðri vera 18 knæpa 20 guð 21 eining. LÓÐRÉTT 1 hita 3 í röð 4 ataður 5 fæða 7 raddfæri 10 hæfileikamikill 13 kaðall 15 megin 16 gerast 19 utan. LAUSN FRÉTTIR AF FÓLKI Útvarpsmaðurinn Magnús Einars-son hefur ákveðið að hætta með vinsæla morgunþætti sína á Rás 2 og snúa sér að öðrum verkefnum hjá stöðinni. Rödd Magnúsar hefur vakið hlustendur stöðvarinnar síðustu misseri og ljóst er að margir eiga eftir að sakna kappans af þeim vettvangi. Á móti kemur þó að Maggi byrjaði í gær með nýjan þátt í félagi við Sniglaband- ið sem verður eftirleiðis á dagskrá á sunnudögum. Þá mun hann einnig aðstoða herramennina í Popplandi, þá Óla Palla, Guðna Má og Ágúst Bogason. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir sjónvarpsþættina FC Nörd sem sýndir verða á Sýn í haust. Þættirnir eru sem kunnugt er gerðir eftir sænskri fyrirmynd en þeir þættir hafa vakið mikla athygli á Sýn að undanförnu. Hellisbúinn Bjarni Haukur Þórsson stýrir áheyrnarprufunum þessa dagana en nú er búið að fækka áhuga- sömum úr 100 og niður í 30. Einungis 16 nördar verða svo eftir þegar lokaúr- takið hefur verið valið. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er búist við því að Logi Ólafsson taki að sér að þjálfa lið nördanna svo það stefnir allt í áhugaverða þætti í haust. Geisladiskasala Dr. Gunna vakti mikla athygli eftir að Fréttablaðið greindi frá henni á föstudag. Gunni hafði áður auglýst söluna á heimasíðu sinni og þetta framtak mæltist afar vel fyrir því vel á annað hundrað manns fengu lista yfir diska hans senda með kaup í huga. Hægt er að fylgjast með þessu og öðrum ævintýrum Doktorsins á heima- síðu hans, this.is/drgunni. Ástæða þess að hann ákvað að selja alla diskana var sú að hann uppgötvaði að hann hlustar lítið sem ekkert á þá lengur, tölvan og plötu- spilarinn duga honum vel. Eftir að söngkonan Heiða Eiríksdóttir keypti af honum alla geisla- diskarekka hans varð svo ekki aftur snúið. Á vorin fyllast göturnar af mótorfákum af öllum stærðum og gerðum sem eigendurnir þenja sem mest þeir mega, sérstaklega þegar veðrið er gott. Eva Dögg Þórsdóttir, stoltur eigandi Kawasaki ZX6R og fjölmiðlafulltrúi bifhjóla- samtakanna Sniglanna, er að sjálfsögðu farin að þeysa um á sínum fáki og bíður spennt eftir landsmóti félagsins. „Landsmótið er topp- urinn á sumrinu og í ár verður það haldið dagana 29. júní til 2. júli í Hrífunesi, sem er í um 20 mín- útna akstursfjar- lægð frá Kirkju- bæjarklaustri,“ segir Eva. Mikið er um dýrðir á þessum landsmótum, sem iðulega eru vel sótt af mótor- hjólaáhugamönnum. Í ár spila hljómsveitir öll kvöldin og keppt er í ýmsum greinum eins og venjulega. „Á föstudeginum sameinast allir í súpumáltíð en þá er elduð súpa í risastórum potti ofan í allan hópinn.“ Tæplega 1.800 manns eru í Sniglun- um sem eru 22 ára gömul samtök, en Eva Dögg telur að um 3.000 mótor- hjól séu á landinu. Aðspurð að því hvert sé flottasta mótorhjól allra tíma á hún erfitt með að svara. „Mótorhjól skipast eiginlega í tvo flokka: raiser- hjól og hippa, og það er misjafnt af hvorum hjólunum fólk er hrifnara. Ég verð samt að segja að þegar Kawazaki zx10´88 kom á markað varð umbylt- ing í raiser-græjunum.“ - snæ SÉRFRÆÐINGURINN: EVA DÖGG ÞÓRSDÓTTIR Landsmótið er toppurinn EVA DÖGG ÞÓRSDÓTTIR Brunar um götur borgarinnar á mótorfáki í sumar og ætlar líka á landsmót Sniglanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HIPPI hér má sjá dæmi um hippa- hjól en mótorhjól skiptast í tvo flokka, hippa og Raiser hjól. LÁRÉTT: 2 orka, 6 at, 8 sál, 9 kaf, 11 ma, 12 alæta, 14 froða, 16 sæ, 17 guð, 18 krá, 20 ra, 21 eind. LÓÐRÉTT: 1 baka, 3 rs, 4 kámaður, 5 ala, 7 talfæri, 10 fær, 13 tog, 15 aðal, 16 ske, 19 án. MARTA NORDAL Marta var að leika í Viltu vilja milljón og missti því af sýningunni, en kom í tæka tíð fyrir verðlaunaafhend- inguna. - hdm

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.