Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 16
 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Úrkoma í Reykjavík í mm Heimild: Hagstofa Íslands 1999 34 40m m 47 2002 2005 Sendu SMS BT HMF á 1900 og þú gætir unnið! Við sendum þér spurningu. Þú sva rar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 19 00. Auðvitað er BT með HM leik! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r í B T Sm ár al in d, K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið *Aðalvinningurinn verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum! ATH!5. HVER VINNUR!. I ! Frumsýnd 5. júlí! Frumsýnd 5. júlí! Taktu þátt! Glöggir tóku eftir hópi íslensks fólks sem hvatti landslið Tógó til dáða í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu. Þar var komin saman Íslandsdeild SPES, samtaka sem koma upp og reka heimili fyrir munaðarlaus börn í þróunar- löndum. Meðal áberandi Íslendinga í samtök- unum eru Össur Skarphéðinsson þingmaður, formaður Íslandsdeildarinnar, Þráinn Bertelsson rithöfundur og Njörður P. Njarðvík, sem einnig er formaður SPES International. Hvert var upphaf SPES? SPES International (latneskt orð sem merkir „von“) var stofnað í Frakklandi í febrúar 2000. Ári síðar í apríl 2001 var tekið á leigu einbýlis- hús í Lomé, höfuðborg Tógó í Vestur-Afríku og hafin starfsemi með átta munaðarlausum börnum og svo fjölgað í tuttugu. Fyrrverandi forseti Tógó, Gnassingbé Eyadema, lét SPES í té byggingarland um hálfan hektara í hverfinu Kélégougan við götu sem heitir Rue de Notre Dame de la Misericorde. Tógóskur arkitekt, Henri Apeti, teiknaði því næst þorp fyrir 120- 130 börn. Hvernig starfar SPES? SPES er hugsjónafélag sem hefur að kjörorði: Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyn- inu. Af því leiðir að allt stjórnarstarf er unnið í sjálfboðavinnu. Þegar stjórnarmenn ferðast til Tógó gera þeir það á eigin kostnað. Allt fé sem berst rennur því beint til barnanna og til byggingaramkvæmda. Skrifstofu- og umsýslu- kostnaður er enginn. Beinn kostnaður er svo lítill að hann er innan við eitt prósent. Hvernig eru barnaheimilin rekin? SPES leggur áherslu á að það sé heimili en ekki stofnun. Börnin eiga að haga lífi sínu eins eðli- lega og kostur er. Því er greitt fyrir leikskólapláss fyrir yngstu börnin og hin eldri ganga í almenn- an skóla í hverfinu. Öll börnin eru á framfæri SPES til 18 ára aldurs að minnsta kosti og vonast er til að þau geti fengið þá menntun sem hugur þeirra og geta stendur til. Það kostar 77 evrur á mánuði að styrkja eitt barn. FBL-GREINING: SPES-SAMTÖKIN Byggja heimili fyrir börn í Tógó SPURT & SVARAÐ ÞJÓÐARÁTAK VÍS Skólakerfið er ekki það jöfnunartæki sem stundum er talað um. Skólinn hefur brugðist alltof mörgum því að hann er vanbúinn og ræður ekki við að mæta þörfum þeirra nemenda sem ekki ljúka prófi. Viðhorfsbreytingu þarf í skólakerfið. Svanfríður Jónasdóttir, bæjar- stjóri í Dalvíkurbyggð og fyrrver- andi þingkona, hefur rannsakað námsáhuga fólks með litla form- lega menntun í meistaraprófs- verkefni við Kennaraháskóla Íslands. Í ritgerðinni leitaðist Svanfríður við að svara spurning- unni um það hver námsáhuginn væri. Hún tók viðtöl við sextán einstaklinga, þar af tvo sem höfðu ekki lokið grunnskóla, og komst að raun um að námsáhugi þeirra var einstaklingsbundinn og réðst af reynslu og aðstæðum viðkomandi. Í mörgum tilfellum hafði mikil áhrif hvernig fyrri skólaganga hafði gengið. Einnig virtist náms- áhugi vera í beinu samhengi við almenn viðhorf til menntunar. „Víða í samfélaginu hefur fólk ákveðna fordóma gagnvart mennt- un en því jákvæðara sem viðhorf- ið er þeim mun líklegra virtist fólk til þess að mennta sig eða drífa sig af stað aftur í skóla. Í hópnum var fólk á aldrinum 25-40 ára og það vildi fá að læra þegar það fann sjálft hjá sér þörf og áhuga. Við- horf þeirra voru í flestum tilfell- um hagnýt og þau horfðu mest til starfsmenntunar,“ segir Svanfríð- ur. Menntun getur verið viðkvæmt mál og afar tilfinningatengt hjá þeim sem hafa dottið út úr skóla. Svanfríður segir að sérstaklega hafi unga fólkinu í Reykjavík svið- ið þegar því fannst það finna fyrir ákveðnu viðhorfi af því að það var ekki í skóla eða hafði ekki lokið prófi. Í mörgum tilfellum segist hún hafa fundið vanmáttarkennd hjá fólki og svo hafi verið einstakl- ingar sem hafi haft sára og erfiða reynslu úr grunnskóla, verið lagð- ir í einelti og ekki náð tökum á grunnfærni, til dæmis því að læra að lesa. „Skólakerfið, grunnskólinn og framhaldsskólinn, mætir ekki þörfum ótrúlega margra sem þurfa á stuðningi og ráðgjöf að halda. Þess vegna er rosalegt brottfall. Fólk sem stendur höllum fæti fær ekki þann stuðning í framhaldsskólanum sem það þarf á að halda,“ segir Svanfríður og telur skólann beinlínis þurfa að leita að þessu fólki og styrkja það í náminu. „Skólinn þarf að skynja ábyrgð sína með því að halda utan um þessa nemendur. Það virðist vera skortur á námsráðgjöf og náms- og starfsráðgjöf grunnskólans virðist ekki vera nógu góð. Hún mætir ekki þeim þörfum sem eru fyrir hendi. Þessir krakkar virð- ast ekki átta sig á möguleikum sínum og getu og þau virðast ekki heldur átta sig á því hvernig þau eigi að takast á við þetta inni í framhaldsskólanum eða hvað sé vænlegast fyrir þau að gera þar,“ segir Svanfríður. Stundum er talað um skólakerf- ið sem jöfnunartæki og að skóla- kerfið geti bætt því við hjá börn- um og ungmennum sem þau ekki fá heima. „Mín niðurstaða er sú að skólakerfið sé ekki það jöfnunar- tæki sem vonir hafa verið bundn- ar við. Í rauninni er ákveðið áhuga- leysi í skólakerfinu fyrir því hvernig nemendum reiðir af og mér finnst það stangast á við þann skilning sem ríkir á mikilvægi menntunar almennt í þjóðfélag- inu,“ segir hún. Skólakerfið hefur ekki gagnast, það hefur brugðist of mörgum og það er dapurlegt að horfa upp á, að sögn Svanfríðar. Ákveðinn hópur kemst upp með að hætta að mæta í grunnskóla og stjórnvöld virðast ekki átta sig á því eða hafa tæki til að takast á við brottfallið. Skólinn er vanbúinn, hann ræður ekki við þetta. Spurð um hvað sé til ráða segir hún það ýmislegt. Fara þurfi betur yfir það hvers konar framhalds- skóla sé boðið upp á og hvort hann mæti þörfum þeirra sem ekki nái árangri í skólanum í dag. Þetta kosti auðvitað einhverjar breyt- ingar en fyrst og fremst viðhorfs- breytingu og aðra nálgun gagn- vart nemendum og framboði á námi. Framhaldsskólapróf þurfi að hugsa á breiðari grundvelli, stytta nám enn frekar og bjóða upp á styttri verknámsbrautir. SKÓLAKERFIÐ MÆTIR EKKI ÞÖRFUM „Skólinn þarf að skynja ábyrgð sína,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, sem verður verðlaunuð í Kennaraháskólanum á næstunni fyrir bestu meistaraprófsritgerðina 2005. Skólinn bregst mörgum SKÓLAKERFIÐ EKKI JÖFNUNARTÆKI „Mín niðurstaða er sú að skólakerfið sé ekki það jöfnunartæki sem vonir hafa verið bundnar við,“ segir Svanfríður. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. SÉRKENNILEG MÓTSÖGN Þó að vaxandi skilningur sé á mikilvægi menntunar ljúka hátt í fjörutíu prósent ung- menna aldrei námi í framhaldsskóla. Þegar horft er á vinnumarkaðinn í heild eru um fjörutíu prósent aðeins með grunnmennt- un. Hlutfallið er misjafnt eftir landshlutum. Þannig eru 35 prósent vinnuafls í Reykjavík aðeins með grunnmenntun en hlutfallið er hærra úti á landi, til dæmis rúmlega sextíu prósent á Norðurlandi vestra. Atvinnulífið krefst hins vegar sífellt meiri menntunar. Þetta er „sérkennileg mótsögn,“ að mati Svanfríðar Jónasdóttur, bæjarstjóra í Dalvíkur- byggð. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Hraðakstur helsta ástæða bana- slysa í umferðinni Þjóðarátaki VÍS var hleypt af stokk- unum í síðustu viku en yfirskrift átaksins er að þessu sinni „Tökum heppnina úr umferð“ en hún vísar til þess að það þýðir ekki að treysta á heppni í umferðinni. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggis- málafulltrúi VÍS, segir að um síðustu helgi hafi verið mikið um hraðakstur yfir 120 kílómetra hraða á klukku- stund en hún vill virkja fólk til þess að skoða tölur um hraðakstur á vef- síðu fyrirtækisins og láta í sér heyra. Hvað er þjóðarátak VÍS? Þetta er þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum, sjötta árið í röð þar sem við erum að reyna að virkja þjóðina til þátttöku í baráttunni við umferðarslys. Hver er áherslan í ár? Við beinum sjónum okkar núna að fjórum þáttum sem eru hraðinn, ölvunaraksturinn, farsímanotkun og SMS-notkun undir stýri og svo bara alls konar truflun undir stýri eins og að skipta um geisladiska og annað slíkt. Við ætlum að gera ákveðna nýjung núna, við settum í gang vefsíðu sem heitir Vegvís þar sem við ætlum að reyna að virkja fólk til þess að koma með athugasemdir og sendum svo þær athugasemdir til viðkomandi stjórnvalda. Hver er árangurinn? Það er afskaplega erfitt að mæla árangur af svona forvarnarstarfi, en ég held ég geti eiginlega ekki svarað því á annan hátt en þann að guð hjálpi okkur ef við gerðum ekki neitt og enginn gerði neitt, hvernig væri ástandið þá? Ekki treystandi á heppnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.