Fréttablaðið - 27.06.2006, Side 18
27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
17. júní var haldinn hátíðlegur um
land allt, venju samkvæmt og fátt
kom á óvart. Veðurguðirnir léku
ýmsa leiki, mismunandi eftir
landshornum en mannfólkið brosti
og veifaði fánum og blöðrum, jafnt
í sólskini sem rigningu. Ein sjón-
varpsstöðin hélt úti beinni útsend-
ingu úr miðbæ Reykjavíkur dag-
langt og fréttamaður minntist á
það að hátíðahöld væru víðar en í
Reykjavík. 17. júní væri líka hald-
inn hátíðlegur úti á landi og t.d.
væri mikið um dýrðir í Kópavogi
og Hafnarfirði. Ég trúi því að
fleirum hafi brugðið nokkuð við
þessa skilgreiningu landsbyggðar
en mér.
Meðal fastra liða á þjóðhátíðar-
degi er veiting hinnar íslensku
fálkaorðu. Skiptar skoðanir eru
um heiðurinn og ekki síður þá ein-
staklinga sem valdir eru hverju
sinni. Hvað sem líður ólíkum við-
horfum og jafnvel fordómum í
garð Riddarakrossins er verið að
heiðra fólk fyrir vel unnin störf og
að þessu sinni gladdi mig sérstak-
lega að heyra í fréttum að Margét
Pála Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri og stofnandi Hjallastefn-
unnar hefði verið sæmd þessum
heiðri. Það hefur verið líkast ótrú-
legu ævintýri að fylgjast með
frumkvöðlastarfi Margrétar Pálu
á undanförnum árum. Eins og
mörgum öðrum brautryðjendum
mætti henni mikill mótbyr fyrstu
árin, svo mjög að hún hætti störf-
um sínum í leikskóla og ákvað að
snúa sér að öðrum verkefnum.
Sem betur fer ákváðu foreldrar og
samstarfsfólk hennar í Hafnar-
firði að fylkja sér að baki henni
svo hún sneri til baka til hugsjón-
ar sinnar og nú er Hjallastefnan
orðið formlegt fyrirtæki sem
rekur nokkra leikskóla og einn
barnaskóla að auki. Starfið er enn
sem fyrr brautryðjendastarf, enn
er verið að forma nýjar hugmynd-
ir og prófa sig áfram en leiðarljós
alls starfsins er hagur og velferð
barnanna. Sú sama hugsun býr
auðvitað að baki öllu skólastarfi,
hvort sem um er að ræða leikskóla
Hjallastefnunnar eða aðra skóla
en hugmyndafræði Hjallastefn-
unnar lýtur að ýmsum þáttum sem
eru ekki ríkjandi í skólastefnu
annarra skóla. Hæst hefur borið
kynjaskiptingu skólans sem á
sínum tíma var mjög umdeild og
er jafnvel enn. Margrét Pála hefur
leitt að því mjög sannfærandi rök
að það henti betur að kenna stúlk-
um og drengjum í aðskildum
hópum vegna þess að þannig fái
þau betur notið sín sem einstakl-
ingar. Í blönduðum hópum sé meiri
hætta á að drengir miði sig við
stúlkur og forðist þannig „kven-
lega“ leiki og hið sama gildi um
stúlkurnar. Með því að hafa kynin
í aðskildum hópum fái þau betur
notið sín á eigin forsendum.
En Hjallastefnan snýst um
annað og fleira en kynjaskiptingu
hópa. Þar er til dæmis líka kveðið
sérstaklega á um nálægð við
ósnortna náttúru og virkjun ímynd-
unarafls barna. Sú kynslóð sem nú
elur upp börn, og þó enn frekar sú
kynslóð sem nú er komin í hlut-
verk afa og ömmu, rifjar upp með
blik í augum þá daga þegar börnin
léku sér úti daglangt, sulluðu í
fjörunni, fleyttu spýtum í læknum,
klifruðu í brekkum og drullumöll-
uðu. Foreldrar og afar og ömmur
nútímans segja gjarnan að börn fái
í dag ekki tækifæri til að virkja
ímyndunaraflið, þau hangi bara í
tölvum og séu jafnvel hætt að lesa
bækur, sem augljóslega virkja þó
ímyndunaraflið meira en kvik-
myndir. En Hjallastefnan byggir
ekki síst á að virkja þetta ímynd-
unarafl; „bjóða upp á opið leikefni
þar sem ímyndun barna ræður
ferðinni og sjálfbjarga börn skapa
sinn eigin leikheim í friði innan
ramma leikskólans“ (4. megin-
regla Hjallastefnunnar). Þar er
líka fjallað sérstaklega um að
kenna börnum að virða umhverfið
með nægjusemi og hófsemi svo
nokkuð sé nefnt.
Eftir margra ára baráttu hefur
hugsjón Margrétar Pálu loksins
hlotið verðskuldaða virðingu og
þótt veiting hinnar íslensku fálka-
orðu sé gleðiefni og verðskuldað-
ur heiður er hitt ekki minna um
vert að nú er langur biðlisti inn á
alla leikskóla Hjallastefnunnar og
hugmyndafræðin er orðin útflutn-
ingsvara. Hver hefði trúað því
fyrir 17 árum síðan? Allt skólafólk
og uppalendur hljóta enda að
leggja við hlustir þegar stofnandi
stefnunnar ræðir um uppeldismál
og hugsjónir sínar því hún ræðir
af einstakri virðingu og viti um
málefni barna. Margréti Pálu og
öðrum handhöfum hinnar íslensku
fálkaorðu óska ég til hamingju
með verðskuldaðan heiður.
Verðskulduð viðurkenning
Í DAG
HJALLASTEFNAN
INGA RÓSA
ÞÓRÐARDÓTTIR
Eftir margra ára baráttu
hefur hugsjón Margrétar Pálu
loksins hlotið verðskuldaða
virðingu og þótt veiting Hinnar
íslensku fálkaorðu sé gleðiefni
og verðskuldaður heiður er
hitt ekki minna um vert að
nú er langur biðlisti inn á alla
leikskóla Hjallastefnunnar
og hugmyndafræðin er orðin
útflutningsvara.
Þjóðhátíðarpizza
Bandaríska sendiráðið á Íslandi býður
til veislu á Kjarvalsstöðum þjóðhátíð-
ardaginn 4. júlí næstkomandi. Hefur
boðskortum verið dreift til útvaldra og
þeim boðið að þiggja veitingar í tilefni
dagsins. Á boðskortinu er íslenskum
fyrirtækjum þakkað sérstaklega fyrir
stuðninginn við hátíða-
höldin. Norðurál, Acta-
vis, Visa, IMG, Innnes,
Dominos, Vífilfell,
Hertz og Seglagerðin
Ægir eru þar á meðal.
„Allt þetta
umstang
hlýtur að
kosta sitt.
Bjór og
pitsur eru
að vísu
ekki mjög
kostnaðarsamur kostur á mælikvarða
Íraksstríðsins eða stjörnustríðsáætl-
unarinnar en allt telur þetta,“ segir
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri-grænna, á heimasíðu sinni. „Það
er ekki amalegt að eiga Dominos pizzur
að við slíkt partíhald, að ekki sé minnst
á Century Aluminum, Seglagerðina
Ægi og öll þau gjöfulu fyrirtæki
sem skilmerkilega eru tilgreind á
boðskorti Bandaríkjaforseta vegna
þjóðhátíðarboðsins.“
Deildar meiningar
„Því hefur verið haldið
fram að mikið bakslag hafi
verið í jafnréttismálum í
Reykjavíkurborg eftir að nýr
meirihluti var myndaður.
Þegar tölurnar eru skoðað-
ar er ekki hægt að benda
fingri á Sjálfstæðisflokkinn að
hann hafi staðið sig með eindæmum
illa, eins og haldið hefur verið fram.
Sjálfstæðiskonur sitja í um 42 prósent-
um embætta flokksins í borgarkerfinu
miðað við skipan 20. júní síðastliðinn,
sem er um 3 prósent lægra hlutfall en
hjá Samfylkingunni,” segir Ásta Möller,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna. Félag sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík, Hvöt, ályktaði
á dögunum um rýran hlut
kvenna við stjórnun borgarinnar.
Þá ályktun er ekki hægt að
finna á heimasíðu Hvatar
en tilgreint að Jórunn Frí-
mannsdóttir, borgarfulltrúi,
sitji í varastjórn félagsins.
Líklega eru deildar mein-
ingar um stöðu kvenna
meðal sjálfstæðismanna.
bjorgvin@frettabladid.is
Dagurinn í dag er stór dagur í baráttusögu samkynhneigðra Íslendinga því frá og með þessum degi geta þeir loks fagnað því að njóta sömu grundvallarréttinda og gagn-
kynhneigðir íbúar landsins.
Árið 1996 var tekið stórt skref í þá átt að rétta hlut samkyn-
hneigðra para þegar sett voru lög sem gáfu einstaklingum af
sama kyni kost á að stofna til þess sem kallað er staðfest sam-
vist. Lögin færðu þeim að miklu leyti sömu réttarstöðu og fólks
í hjúskap. Á þeim var þó sú stóra undantekning að samkynhneigð
pör í staðfestri samvist nutu ekki sömu réttinda og gagnkyn-
hneigð pör þegar kom að ættleiðingum og tæknifrjóvgunum.
Í byrjun þessa mánaðar samþykkti Alþingi lög sem eyddu þess-
ari og annarri mismunun sem samkynhneigðir hafa mátt búa við
frammi fyrir lögum landsins. Það er táknrænt að lögin taka gildi
í dag, 27. júní, sem er alþjóðlegur baráttudagur samkynhneigðra.
Það var 2. júní sem Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um réttarstöðu samkynhneigðra með öllum atkvæðum
viðstaddra þingmanna. Málið fékk einróma brautargengi þvert
á flokkslínur, sem segir meira en mörg orð um þann mikla ein-
hug sem ríkti um lagabæturnar, og er um leið sérstaklega góður
vitnisburður um hversu réttsýnir þingmenn okkar eru í þessum
efnum. Íslendingar mega vera stoltir af Alþingi sínu í dag.
Nú gilda sem sagt sömu lög um ættleiðingar fólks sem hefur
kosið að eyða lífinu saman, hvort sem þar eru á ferðinni karl og
kona, tvær konur eða tveir karlar. Og ekki er síður mikilvægt að
nú er búið að leiðrétta það hróplega misrétti að samkynhneigð
pör, sem kjósa sambúð í stað staðfestrar samvistar, hafa ekki
notið sömu réttinda og gagnkynhneigð pör sem eru skráð í sam-
búð í opinberum plöggum þegar kemur að almannatryggingum,
erfðarétti, félagslegri aðstoð eða skattalegu hagræði.
Ekki þarf mikinn lögspeking til að átta sig á því að allt fram á
þennan dag hefur þetta misrétti í lagaumhverfinu verið nokkuð
augljóst brot á sjálfri stjórnarskrá landsins þar sem kveðið er á
um að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda
án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna,
kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“
Þessi fallega málsgrein úr stjórnarskránni leiðir svo aftur
hugann að þeim boðskap kristinnar trúar að allir menn séu jafn-
ir fyrir Guði. Ekki er eins og sá kærleiksboðskapur frelsarans sé
alfarið við lýði innan íslensku þjóðkirkjunnar, sem hefur ekki
sýnt mikinn skilning á tillögum um að trúfélög fái heimild til að
gefa samkynhneigða saman í hjónaband.
Biskup Íslands hefur verið í fararbroddi þeirra sem eru mót-
fallnir þeirri hugmynd. Hefur hann reyndar mótmælt henni með
harðskeyttari hætti en við var að búast af forystumanni þjóð-
kirkju í eins frjálslyndu landi og Ísland er. Ekki er hægt annað
en að vonast til að fagurt fordæmi Alþingis verði biskupi inn-
blástur og að innan skamms muni þjóðkirkjan bjóða alla vel-
komna í guðshús sín, til að fá þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa
frammi fyrir guði og mönnum.
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Samkynhneigðir Íslendingar hafa loks fengið
sömu grundvallarréttindi og aðrir íbúar landsins:
Til hamingju
hommar og lesbíur
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Lagabæturnar eru góður vitnisburður um hversu
réttsýnir þingmenn okkar eru. Íslendingar mega vera
stoltir af Alþingi sínu í dag.