Fréttablaðið - 27.06.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 27.06.2006, Síða 20
[ ] Að leiðbeina ungu fólki og leggja því lífsreglurnar fellur meðal annars undir það starf sem Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, hefur sinnt síðustu sjö ár. „Ég er lánsamur að fá að vinna við það sem ég hef áhuga fyrir og gaman af,“ segir Þorsteinn sem hlaut nýlega íslensku forvarna- verðlaunin er þau voru veitt í fyrsta sinn í sögunni. Að því stóðu Sjóvá, Landsbjörg, Landspítali- háskólasjúkrahús og Lýðheilsu- stöð. Vissulega hefur Þorsteinn verk að vinna sem forvarnafull- trúi. Starfið segir hann henta sér vel þótt fæstum innan lögreglunnar þyki það eftirsóknarvert. „Ég hef alltaf haft áhuga á uppeldi, mann- rækt og fræðslustarfi.“ bætir hann við. Sjálfur á Þorsteinn þrjá stráka, einn þeirra er djákni í Glerár- kirkju og sinnir æskulýðsstarfi, annar sér um sumarbúðir KFUM og K að Hólavatni og sá þriðji er kennari á Hjalla í Reykjadal og annast barnastarf í kirkjum. „Já, þetta er í genunum,“ segir Þorsteinn hlæjandi. „Við hjónin kynntumst í skátahreyfingunni og erum bæði forfallnir skátar.“ Þorsteinn telur þýðingarmikið fyrir lögregluna að geta haft mann úti meðal unga fólksins. „Það er mikilvægt að eiga gott samstarf við þann hóp,“ segir hann og kveðst eiga marga vini meðal skólanemenda á Akureyri. „Ég vildi að hver einasti lögreglumaður gerði sér grein fyrir því að hann er forvarnafulltrúi. Mér finnst störf þeirra hafa þróast um of út í neikvæð afskipti í stað þess að snúast um að leiðbeina fólki, vera til svars, benda á og koma í veg fyrir. Það er ekki nóg að senda einhverja sveit af stað sem á að leysa málin í snöggri árás.“ Þorsteinn kveðst heimsækja skóla á öllum stigum, frá leikskólum upp í framhaldsskóla en hver skyldu vera helstu umræðuefnin? „Í leikskólunum fer ég yfir grunn- reglur í umferðinni. Hana verður að vanda því sú umferðarfræðsla sem litlu börnin fá, frá foreldrum, fóstrum og lögreglu er frumkennsla fyrir lífstíð. Svo spjalla ég um ýmsa einfalda hluti við börnin. Til dæmis um mikil- vægi þess að fá leyfi fyrir hlutum. Að fá leyfi til að fara heim með vini sínum en ekki tala um það eftir á. Við unglingana ræði ég um þeirra eigið líf og það val sem þeir standa frammi fyrir á hverjum degi. Unga fólkið er meðvitað um að það þurfi að fresta ýmsu. Því finnst til dæmis sjálfsagt að fresta barneignum. Ég hvet það til að ákveða líka að fresta reykingum til 18 ára aldurs og áfengisneyslu til tvítugs. Bendi því á að lífið er allt fullt af ákvörðunum og það skiptir grundvallarmáli að hafa þær réttar.“ gun@frettabladid.is Alltaf haft áhuga á uppeldi, mannrækt og fræðslustarfi Þorsteinn hugar að öryggi unga fólksins enda hlaut hann forvarnaverðlaun fyrir störf sín. Nú þegar sumarið er komið, fer fólk að sækja meira í að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu til að fara úr bænum og njóta sveitasæl- unnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir öðrum er þetta hrikaleg þolraun. Sumt fólk á nefnilega við þann vanda að stríða að vera óstjórnlega feimið og óöruggt þannig að það getur ómögu- lega hugsað sér að taka þátt í félags- legum viðburðum eða umgangast fólk yfir höfuð. Flest upplifum við einhvern vott af kvíða af og til og í sumum tilfellum jafnvel daglega en náum þó oftast tökum á honum án vandkvæða. Fyrir ákveðinn hóp fólks verður þessi kvíði þó óstjórnlegur og veldur því að það dregur sig í hlé og forðast það sem vekur hjá því kvíða. Þegar fólk fer að forðast hluti með þessum hætti er hægt að tala um að fælni hafi myndast. Fælni getur mynd- ast við ýmsum hlutum og kannast líklega flestir við köngulóafælni, lofthræðslu og innilokunarkennd en algengust allra er þó félagsfælnin. Félagsfælni felur í sér að fólk óttast félagslegar aðstæður og dregur sig úr slíkum aðstæðum. Fólk sem þjáist af félagsfælni óttast að það geri eitthvað sem verði því til skammar í félagslegum aðstæðum og verður því ofurmeðvitað um sjálft sig í slíkum aðstæðum. Í stað þess að taka þátt í samræðum og njóta augnabliksins, einblínir þetta fólk á sjálft sig og hvernig það komi fyrir sjónir. Það verður mjög sjálfsgagn- rýnið á allt sem það segir og gerir og hefur miklar áhyggjur af því að hafa orðið sér til skammar, þó svo að það hafi í raun ekki gert eða sagt neitt sem gæti hafa valdið því. Þetta gerir það að verkum að fólkið taki frekar eftir smávægilegum breytingum í líkamanum eins og roða, svita eða auknum hjartslætti og ímyndar sér að allir aðrir taki eftir þessu og að þau hljóti að líta út eins og verstu aumingjar. Þessi mikla innskoðun og rangtúlkun á áliti annarra veldur því svo enn fremur að fólkinu hættir til að mismæla sig eða stama og hefur þá framkallað vítahring fyrir sjálft sig. Eftir að hafa lent í svona aðstæðum styrkist því óttinn við félagslegar aðstæður og hvötin til að draga sig í hlé og forðast að umgangast aðra eykst. Rannsóknir hafa sýnt að algengi félagsfælni sé á bilinu 5-15 prósent og því þriðja algengasta geðræna vandamálið á eftir þunglyndi og alkohólisma. Miðað við þessar tölur má því ætla að á bilinu 15 – 45 þúsund Íslendingar þjáist af félagsfælni. Félagsfælni er mjög oft falin og uppgötvast ekki en nokkuð algengara hefur verið að hún greinist hjá karlmönnum. Þessi kynjamunur kann þó að vera misvísandi þar sem hugsanleg skýring á þessu sé sú að karlmenn hafa lengi sinnt störfum þar sem þeir hafa frekar þurft að takast á við félagslegar aðstæður og því frekar þurft að leita sér aðstoðar. Þetta kann því einnig að hafa áhrif á rannsóknir á algengi þar sem ótal konur kunna að þjást af þessum vanda án þess að gera neitt í því. Ef mann grunar að maður þjáist af félagsfælni er afar mikilvægt að tak- ast á við fælnina með því að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar þar sem fælninni hættir til að vinda upp á sig og versna ef ekkert er að gert. Félagsfælni hefur fjölmörg einkenni, bæði andleg og líkamleg. Andlegu einkennin eru ofsafenginn ótti við að takast á við félagslegar aðstæður og vera miðpunktur athygl- innar. Óttinn veldur svo líkamlegum einkennum eins og roða, skjálfta, svita, svima, köfnunartilfinningu, ógleði og stami. Oft hefur fólk sem þjáist af vandamálum eins og þunglyndi, vímuefnamisnotkun og átröskunum átt sögu af félagsfælni og er því hugsanlegt að án íhlutunar geti hún orsakað slík vandamál. Ekki má gleyma því að margir geta fengið snert af félagsfælni eftir að hafa verið í talsverðri einangrun eins og til dæmis eftir mikla lærdómslotu eða bara ekki verið duglegt við að taka þátt í félagslegum viðburðum. Oftast er hægt að losa sig við slíka væga félagsfælni með því að plana að gera eitthvað með vinum sínum eða fara eitthvert þar sem maður þarf að tala við fólk, vanda sig við að horfa í augu fólks þegar maður er í samræðum og einbeita sér að því að hlusta á hvað fólk hefur að segja og njóta augnabliksins. Oft þegar maður er orðinn svolítið félagslega einangraður verður maður hálfpartinn að pína sig til að fara út á meðal fólks, þar sem það getur orðið allt of þægilegt að vera bara heima og losna við að eiga í samskiptum við fólk. Að eiga samskipti við aðra er hæfileiki sem hægt er að æfa og eins og með allt sem þarfnast æfingar er gott að halda sér í formi. Eftir því sem maður æfir sig því færari verður maður og þar að leiðandi sjálfs- öruggari. Ef félagsfælnin er orðin umfangsmeiri en svo að einfalt sé að vinna á henni er mikilvægt að fræða sig um vandann og leita sér svo hjálpar hjá fagaðila. Félagsfælni Persona.is EYJÓLFUR ÖRN JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Til þess að flúorið sinni hlutverki sínu sem best er mikilvægt að leyfa því að sitja á tönnunum eftir tannburstun. Það er sem sagt betra að sleppa því að skola eða fá sér að drekka eftir að hafa burstað tennurnar. STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn C M Y CM MY CY CMY K Kynningarkvöld þriðjudag og miðvikudag kl. 20.00 Kynning á hinum heimsþekktu náttúrulegu Dr.Hauschka snyrtivörum. Dr.Hauschka snyrtifræðingur veitir persónulega ráðgjöf. 20% afsláttur á öllum Dr.Hauschka vörum á kynningunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.