Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 21

Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 27. júní 2006 Aloe vera gegn þynnku ALOE VERA ÞYKKNI KEMUR JAFN- VÆGI Á MAGASÝRURNAR. Lækningamöguleikar aloe vera-jurt- arinnar virðast vera nær óþrjótandi. Jurtin sem er þekkt fyrir að vera græðandi og að aðstoða við hreins- un líkamans á náttúrulegan hátt er einnig ágæt vörn gegn timbur- mönnum. Aloe vera-þykknið hefur reynst fólki mjög vel til þess að koma jafnvægi á magasýrurnar og er því einnig heppilegt til þess að verjast timburmönnum. Það er mjög góður vani að fá sér eitt glas af aloe vera-þykkni eftir að heim er komið frá skemmtanahaldinu og svo annað glas morguninn eftir. Aloe vera-þykkni er sérstaklega stillandi fyrir magann og er því mjög gott fyrir þá sem vilja ná sér fljótt af þessum hvimleiða fylgikvilla áfengis- drykkju. -vör Þar sem oft er fremur fámennt á líkamsræktarstöðvum á sumrin hefur verið brugðið á það ráð að bjóða upp á sumar- tilboð í líkamsrækt. Óformlegur verðsamanburður á sumartilboðum í nokkrum líkams- ræktarstöðvum á Reykjavíkur- svæðinu leiddi i ljós að Orkuverið í Egilshöll býður sennilega lægsta tilboðsverðið eða 5.900 krónur fyrir tveggja mánaða kort sem er í raun tveir mánuðir á verði eins. Í Sport- húsinu, sem er hluti af Iceland Spa & Fitness keðjunni, er sérstakt sum- artilboð sem gildir til 25. ágúst og kostar það 7.900 krónur, til saman- burðar er mánaðarkort í venjulegri verðskrá á 8.500 krónur. Í Hreyfingu er HM-tilboð í gangi en því lýkur bráðlega. Innifal- ið í tilboðinu er einn mánuð- ur frír, taska, brúsi og bolti gegn því að binda sig í ár og borga fyrir það 4.400 krónur á mánuði. Í Hreyfingu er einnig tilboð á þriggja mánaða kortum sem fara úr 20.930 krónum niður í 14.900 krónur. Í Veggsporti er tveggja mánaða kort á sum- artilboði á 7.900 krónur og innifalið í því er aðgangur að skvass- sölum stöðv- arinnar. Líkt og í Orkuverinu er um tveir fyrir einn tilboð að ræða. Í Hress í Hafnarfirði er sumar- tilboð á fjögurra mánaða korti á 14.990 krónur. Til samanburðar kostar þriggja mánaða kort 18.990 krónur. Hnefaleikafélag Reykjavíkur sem á heið- urinn að bootcamp- æðinu býður sumartil- boð á tólf vikna námskeiði á 35.000 krónur. World Class-stöðv- arnar hafa ekki boðið upp á nein sumartilboð enn sem komið er en þar kostar mánaðarkort 9.200 krónur -vör Misgóð sumartilboð í gangi Fitusog án skurðaðgerðar • Á aðeins 10 dögum færðu árangur sem jafnast á við fitusog • Húðin stinnist og appelsínuhúðin hverfur • Þú ert mæld,magi rass og læri, fyrir og eftir • Öflugasta cellómeðferð hingað til sem stittir biðtímann um margar vikur • 6 mismunandi aðferðir notaðar á þig til að skila sem mestum árangri • 100% ánægja þegar meðferðinni er lokið... Verð: 37.400,- Ef þú pantar strax í dag Minna Mál grenningarmeðferðina færðu hana á tilboðsverði kr: 21.900,- Hringdu núna, síminn er: 577 7007 Kínastofan • Stórhöf›i 17 • 110 Rvk 1x15 Ostur sem allir kunna að meta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.