Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 38
■■■■ { vélar og tæki } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■14
REYNSLUAKSTUR
Það er nokk sama hvaða mælikvarði
er notaður en víst er að íslenskir
vörubílstjórar kunna vel að meta
Actros-línuna frá Mercedes Benz.
Hartnær tvö ár eru síðan Askja,
systurfélag Heklu, hóf sölu á bílun-
um og jókst sala þeirra um 200 pró-
sent fyrsta árið. Sala þeirra það sem
af er þessu ári er jafngóð og ljóst
að hinn þýski stimpill frá Mercedes,
góð þjónusta, hefur komið Actros
fyrir alvöru inn á radar vörubíl-
stjóra í landinu, auk þess sem kaup-
endur geta haft talsverð áhrif á útlit
og búnað bílanna.
GÓÐAR VIÐTÖKUR
Markaðurinn fyrir vörubíla er ekki
stór á Íslandi en fullyrða má að
samkeppni er þar hörð. Mest seldu
bílarnir hafa löngum verið hinir
norrænu frá Scania og Volvo auk
þess sem MAN, DAF og Iveco seljast
vel. Nýr og skæður keppninautur
eru Actros-bílarnir frá Mercedes en
sala á þeim hefur gengið afar vel að
sögn Páls Halldórs Halldórssonar,
sölustjóra atvinnutækja hjá Öskju.
Seldust yfir 120 stykki atvinnubíla
á síðasta ári og þegar eru seldir yfir
60 það sem af er þessu ári. Er Actros
þar með fjórði mest seldi vörubíll-
inn í landinu sem er góður árangur
á stuttum tíma.
LEGO FYRIR FULLORÐNA
Vörubíll sá er Fréttablaðið kynnti sér
er af gerðinni Actros 4146 með sér-
styrktum palli frá Meiller. Tölurnar
segja til um tonnafjölda og hestöfl;
þ.e. að bíllinn vegur 41 tonn og er
460 hestöfl. Áhugasamir kaupendur
hafa mikið svigrúm þegar kemur að
útliti bílanna og afar auðvelt er að
breyta til eða bæta við eftir þörfum.
Askja á þrjá slíka bíla á lager eins
og sakir standa en að öllu jöfnu
er afgreiðslutími vörubíla um þrír
mánuðir frá kaupum.
Umræddur bíll er sjálfskiptur
og fullkomin minnistölva geymir
upplýsingar um aksturslag hvers og
eins ökumanns og má því segja að
bíllinn lagi sig að ökumanni. Allur
annar búnaður er fyrsta flokks og
farþegarými rúmgott mjög. Umrædd
útgáfa var með svokallaðan hvíld-
arbekk fyrir aftan sætin en aðrar
útgáfur eru í boði óski menn þess.
SVIPAÐ VERÐ OG SAMKEPPNIS-
AÐILAR
Þessi Actros 4146 kostar rúmlega
ellefu milljónir króna fyrir utan
virðisaukaskatt en hægt er að kaupa
slíka bíla fyrir lægri upphæðir. Verð
fer að miklu leyti eftir óskum við-
skiptavinarins um aukabúnað og
fullyrðir sölustjórinn að hægt sé
með auðveldum hætti að koma til
móts við alla. Actros er þannig á
svipuðu verði og helstu samkeppn-
isaðilar eins og Scania og Volvo
enda gæðin svipuð ef ekki meiri.
albert@frettabladid.is
Gæði selja sig sjálf
Á þeim tveimur árum sem Askja hefur selt Mercedes Benz
Actros-vörubíla hefur sala á þeim margfaldast á markaði sem
löngum hefur verið einokaður af Scania og Volvo. Albert
Örn Eyþórsson komst að því að það er engin tilviljun.
Bíll sá er Fréttablaðið hafði til skoðunar var Actros 4146. Pallur og hús eru samlit og pallurinn smíðaður úr sérstyrktum efnum og er botn
pallsins 8 mm þykkur. Blaðamaður Fréttablaðsins hafði á tilfinningunni að engin þörf væri á meiraprófi enda með eindæmum auðvelt að
aka bílnum.
Ökumaður ræður sjálfur hvort hann notar fullkomna sjálfskiptinguna eða skiptir yfir í
beinskiptingu. Allt annað má heita að sé rafstýrt og innan seilingar og segja má að helsta
áhyggjuefni ökumanna slíkra bíla hljóti að vera að halda sér vakandi á löngum keyrslum.