Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 52
52 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
Á þessum degi árið 1979 tilkynnti
boxarinn Múhammeð Alí að
hann ætlaði að draga sig í hlé frá
íþróttinni. Hann hafði þá verið
heimsmeistari í boxi og varið titil
sinn alls nítján sinnum.
Á yngri árum sínum hét
Múhammeð Alí Cassius Marcellus
Clay yngri en hann tók sér
Múhammeðsnafnið þegar hann
gerðist múslimi. Hann komst í
fréttirnar þegar hann neitaði að
ganga í herinn þegar Víetnamstríðið
stóð sem hæst. Vegna þess
var hann dreginn fyrir rétt,
heimsmeistaratitillinn tekinn af
honum og hann settur í leikbann
í þrjú og hálft ár. Múhammeð Alí
vann þó titilinn aftur tvívegis eftir að
hann mátti keppa á ný.
Árið 1979 tilkynnti Múhammeð
Alí svo að hann myndi draga sig í
hlé eftir tvo erfiða bardaga við Leon
Spinks. Hann sneri þó aftur um
stutta stund á árunum 1980 til 1981
með slæmum árangri.
ÞETTA GERÐIST: 27. JÚNÍ 1979
Múhammeð Alí hættirJOHN ENTWISTLE (1944-2002),
LÉST ÞENNAN DAG.
„Ég hef aldrei heyrt
neinn spila eins og ég
geri með hljómsveitinni
minni og ég er ánægður
með það.“
Enski bassaleikarinn John
Entwistle gerði garðinn frægan
með hljómsveitinni The Who.
Í dag, á alþjóðlegum baráttu-
degi samkynhneigðra, taka
gildi ný lög um réttindi
homma og lesbía. Að sögn
Hrafnhildar Gunnarsdóttir,
formanns Samtakanna 78,
leiðrétta lögin næstum allt
lagalegt misrétti gagnvart
samkynhneigðum og marka
því stór tímamót í réttinda-
baráttu samkynhneigðra.
„Með frumvarpinu eru
um fjörutíu lagagreinar leið-
réttar. Þar ber hæst að sam-
kynhneigðir mega skrá sig í
sambúð og þurfum við þess
vegna ekki lengur að stað-
festa samvist til að geta nýtt
skattkort og annað. Nú sitj-
um við líka við sama borð við
frumættleiðingar og tækni-
frjóvgun og önnur pör í land-
inu,“ segir Hrafnhildur. Hún
leggur þó áherslu á að næst-
um öllu misrétti hafi verið
eytt, því enn séu atriði sem
verði að leiðrétta. „Ég tel
aðallega tvö atriði sem enn
eru eftir. Í fyrsta lagi er að
leyfa vígslumönnum söfnuða
að staðfesta samvist, því eins
og stendur eru það bara
embættismenn hjá sýslu-
manni sem staðfest samvist.“
Hrafnhildur myndi einnig
vilja eyða orðalaginu um
staðfesta samvist út úr lög-
unum og tala um hjónaband
eins og hjá gagnkynhneigð-
um pörum. „Í okkar hópi
talar fólk aldrei um að ganga
í staðfesta samvist, fólk gift-
ir sig, það er ekkert flóknara
en svo.“
Baráttan krefst þolin-
mæði og Hrafnhildur er
sannfærð um að það sem
eftir er eigi eftir að breytast
með tímanum. „Baráttan
hefur staðið yfir í þjátíu ár
sem er reyndar stuttur tími
af því oft vissum við ekki
nákvæmlega fyrir hverju við
vorum að berjast. Síðasta
lota hefur svo staðið síðan
1996 þegar lög tóku gildi sem
leyfðu okkur að ganga í stað-
festa samvist. Sú breyting
SAMKYNHNEIGÐIR: NÝ LÖG Í GILDI Í DAG
Stór tímamót
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Engilbert Hannesson
fyrrverandi bóndi á Bakka í Ölfusi,
sem lést 20. júní á Landspítala við Hringbraut verður
jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn
29.júní, kl 15.00.
Jóhanna Engilbertsdóttir Páll Jóhannsson
Valgerður Engilbertsdóttir Garðar Guðmundsson
Svava Engilbertsdóttir Gunnlaugur Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
Guðrún Sigríður Wormsdóttir
frá Eiríksbúð, Arnarstapa,
lést laugardaginn 24. júní á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Gullý Bára Kristbjörnsdóttir Ágúst Geir Kornelíusson
Sigurborg Jenný Kristbjörnsdóttir
Kristín Hulda Kristbjörnsdóttir Sveinn Sigurjónsson
Anna Björg Kristbjörnsdóttir Ómar Árni Kristjánsson
Ástkær dóttir okkar, sambýliskona, systir,
mágkona og frænka,
Guðrún Gísladóttir
Arnarhrauni 11, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 28. júní kl 15.00.
Gísli Sumarliðason Guðrún M. Jónasdóttir
Einar B. Pétursson
Sigrún Erla Gísladóttir Þorvaldur Svavarsson
Jón Ari Gíslason
Arnar Gíslason Björk Arnbjörnsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Helgi Sigurðsson
Brautarhóli, Svalbarðsströnd,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 29. júní í Svalbarðs-
strandarkirkju kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsam-
legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á aðstandendafélag hjúkrunarheimilinu Seli.
Margrét Jóhannsdóttir
Jóhann Helgason
Sigríður Helgadóttir
Sigurlína Helgadóttir
Hrefna Helgadóttir
Reimar Helgason
tengdabörn, afa- og langafabörn.
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hulda Guðmundsdóttir
Álftamýri 6, Reykjavík
sem lést þriðjudaginn 20. júní sl. á líknardeild Landa-
kotsspítala verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 29. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á að styrkja Krabbameinsfélagið.
Svava Haraldsdóttir Guðmundur Jens Þorvarðarson
Guðmundur Haraldsson Rakel Kristjánsdóttir
Erna Haraldsdóttir Karl Þórðarson
Bjarni Óli Haraldsson Árný Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar og bróðir,
Konráð Guðmundsson
andaðist að heimili sínu 22. júní. Jarðarför auglýst síðar.
Guðmundur Konráðsson
Fjóla Jósepsdóttir
Bjartmar Guðmundsson
Hafþór Guðmundsson
afi, amma, ættingjar og vinir hins látna.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
mágur, afi og langafi,
Leifur Sigurðsson,
rennismíðameistari, Sogavegi 168, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum, laugardaginn 17. júní,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
29. júní kl. 13.00.
Guðmundur Ingi Leifsson Elín Einarsdóttir
Sigurður Leifsson Margrét Árný Sigursteinsdóttir
Elías Halldór Leifsson Margrét Jónsdóttir
Guðrún Kristófersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigríður Sigurbjörnsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 20. júní
sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 28. júní kl. 13.00.
Þorvarður Guðmundsson
Anna Sigurbjörg Þorvarðsdóttir Valur Þórarinsson
Guðmundur Jens Þorvarðarson Svava Haraldsdóttir
Stefán Ragnar Þorvarðarson
Aðalbjörg Þorvarðardóttir Tryggvi Aðalsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sigurbjörg Jónína Jónsdóttir
lést þriðjudaginn 21. júní sl. á Sjúkrahúsi Akraness.
Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn
28. júní nk. kl. 14.00.
Guðmundur R. Jóhannsson Guðrún R. Valtýsdóttir
Marinó Jóhannsson Guðrún Hupfeldt
Hrafnhildur Jóhannsdóttir Jón Pálmi Þórðarson
Gunnar Jóhannsson
Rakel Jóhannsdóttir Jónbjörn Bogason
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín
Valgerður Jónsdóttir
andaðist 22. júní sl.
F.h. ættingja,
Hákon Tryggvason