Fréttablaðið - 27.06.2006, Síða 55

Fréttablaðið - 27.06.2006, Síða 55
 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR27 menning@frettabladid.is ! Kl. 20.30Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Anne Taffel píanóleikari leika verk eftir Boccerini, Schubert og Bloch í Dalvíkurkirkju. Tónleik- arnir eru liður í Listasumri á Akureyri. > Ekki missa af... sumartónleikum í Skálholti sem hefjast um næstu helgi. Um tuttugu tónleikar, fjölmargir fyrirlestrar og tónlistarsmiðja fyrir ungt fólk. Frábærir innlendir og erlendir lista- menn leika meðal annars endurreisnar- og barokktónlist. nýrri sýningu í Galleríi Boxi í Kaupangsstræti á Akureyri. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Karen Dúa Kristjánsdóttir halda upp á afmæli gallerísins. tónleikum Narodna Musika á Cafe Cultur í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Upplífgandi og dáleiðandi tónlist í eld- fjörugum takti frá Búlgaríu, Grikklandi og Tyrklandi. Myndlistarkonan Hekla Dögg Jónsdóttir hlaut styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Sjóðurinn var stofnaður af mynd- listarmanninum Erró til minningar um Guðmundu frænku sína og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í áttunda sinn sem veitt er úr sjóðnum en meðal listamanna sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum eru Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir og Gabríela Friðriksdóttir. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og formaður sjóðsstjórnar, afhenti Heklu Dögg viðurkenninguna en stjórnina skipa ásamt honum þeir Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, og Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Hekla Dögg útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og dvaldi í tvö ár sem gistinemi í Þýskalandi. Síðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hún lauk BFA og meistaragráðu frá einum besta listaskóla Banda- ríkjanna, California Institute of the Arts. Frá árinu 1999 hafa verk Heklu verið sýnd víða, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Danmörku, Noregi, Írlandi, Þýskalandi, Spáni, Kanada, og á bæði austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Hekla er einn af stofnendum Kling og bang gallerísins, þar sem hún hefur unnið sem sýningarstjóri en hún hefur einnig flutt fyrirlestra og kennt við Lista- háskóla Íslands. Veitt úr Listasjóði Guðmundu HEKLA DÖGG JÓNSDÓTTIR Veitt er úr minningarsjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til framúrskarandi myndlistarkvenna. ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� 29. júní Frumsýning – Uppselt 30. júní – Örfá sæti laus 1. júlí – Uppselt 6. júlí – laus sæti 7. júlí – laus sæti 8. júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Flott flæði… … fy ri r b æ ð i Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Hella Safnaðarheimilið 28. júní Miðasala: 487-7710, 892-5912 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Upps elt biðlis ti Árleg sumartónleikaröð Seyðfirð- inga sem kennd er við kirkjuna bláu hefst annað kvöld, en þá syngur Signý Sæmundsdóttir sópransöng- kona við undirleik píanóleikarans Bjarna Jónatanssonar. Í níunda skiptið er nú efnt til sumartónleik- anna en þeir fara fram í Bláu kirkj- unni á miðvikudagskvöldum og standa yfir fram í ágústmánuð. Að þessu sinni koma gestir víða að, til dæmis heimsækir brasilíski gítar- leikarinn Ife Tolentino Íslend- inga í fimmta sinn og spilar í kirkjunni ásamt bræðrunum Ómari og Óskari Guðjónssonum og trommuleikaranum Chris Wells þann 12. júlí. Í júlílok verður efnt til söngskemmtunar þar sem Bergþór Pálsson mun koma fram ásamt Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, söngkonu, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og Kjartani Valdemarssyni, píanó- leikara. Þá koma „fjórir vinir“ með spennandi efnisskrá þann 2. ágúst, það eru þau Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir, söngkona, Simon Jermyn frá Írlandi, á gítar, Joacim Baden- horst frá Belgíu, á klarinett og saxófón og Ananta Roosen frá Hollandi, á fiðlu. Þau kynntust í tónlistarháskóla í Den Haag, Hollandi og hafa spilað mikið saman en eru nú í fyrsta skipti á Íslandi. Nánari upplýsingar um dagskrá sumarsins má finna á www.seydisfjordur.is. -khh Bláa kirkjan ómar BLÁA KIRKJAN Á SEYÐISFIRÐI Fjölbreytt dagskrá flutt á fallegum tónleikastað í sumar. MYND/SMK Útgefandinn og rithöfund- urinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu kveðst vera bjartsýnn. Enda er margt í pípunum. „Ég fór að hugsa um það fyrir tveimur til þremur árum hvort ekki væri gaman að reyna fyrir sér utan landssteinana og kanna möguleikana á því að gefa út erlendis, það var sérstaklega djasstónlistin sem ýtti mér af stað,“ útskýrir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Það virðist vera nokkuð góð stemning fyrir íslenskri djass- og þjóðlagatónlist í heiminum stóra því Dimma hefur gengið frá samningum við þýska dreifingar- fyrirtækið MDM um dreifingu á íslenskri tónlist í Þýskalandi, Austurríki og Sviss en það fyrir- tæki leggur sérstaka áherslu á fyrrgreindar tónlistargreinar. Dimma er lítil og sérhæfð tón- listar- og bókaútgáfa en fyrirtækið var stofnsett árið 1992. Síðan þá hefur fyrirtækið gefið út fjölda platna með vísna-, þjóðlaga- og djasstónlist, píanóleik og nýstár- legum útsetningum á sálmum, auk vinsæls barnaefnis. Bókaútgáfan hefur hverfst um ljóðaútgáfur og barnaefni en undanfarið hefur Dimma einnig gefið út hljóðbækur, nú síðast söguna ógleymanlegu um uppreisnina á barnaheimilinu í flutningi þýðandans Olgu Guðrúnar Árnadóttur. Fremstur meðal jafningja innan vébanda Dimmu er djass- tónlistarmaðurinn Sigurður Flosa- son en verðlaunaplata hans, Leiðin heim, hefur þegar verið seld til Japans og dreift til Kanada. Samstarfsverkefni Sigurðar og Gunnars Gunnarssonar njóta athygli og einnig er mikill áhugi fyrir Sagnadansi, síðustu plötu Önnu Pálínu Árnadóttur og sænska þjóðlagatríósins Draupner. Enn- fremur verða geisladiskar söng- kvennanna Kristjönu Stefánsdóttur og Guðrúnar Gunnarsdóttur settir í dreifingu hjá MDM. Aðalsteinn Ásberg segir um tilraunasamning að ræða við þýska fyrirtækið og kveðst spenntur að sjá árangurinn. „Maður veit náttúrulega ekkert hvað verður en þetta er byrjun.“ Útgáfan gekk einnig frá samningum um dreifingu á tónlist til Kanada fyrr í vor og eru fyrstu sending- arnar farnar. Útgefandinn tekur undir að áhugi á djass- og þjóðlagatónlist sé fremur vax- andi bæði hér- lendis og erlendis þó að staðan hafi verið fremur ströng fyrir þessar tegundir tónlistar hér heima. „Ég ætla bara að vera bjartsýnn. Markaðurinn hér á Íslandi er auðvitað mjög lítill - í raun og veru of smár. En maður þarf ekki mikla viðbót til þess að ástandið verði lífvænlegra og breyti býsna miklu fyrir mögu- leika útgáfunnar.“ Nú í vikunni stendur til að fylgja eftir nýj- ustu afurð útgáf- unnar en þá leggur Kvart- ett Sigurðar Flosasonar upp í tón- leikaferð ásamt söng- konunni Kristjönu Stefáns- dóttur og kynnir plöt- una Hvar er tunglið? sem kom út í vor. Þar hljóma djass söng- lög eftir Sigurð Flosason við texta Aðalsteins Ásbergs en þeir félagar hafa átt farsælt samstarf um árabil. Diskurinn er eitt stærsta einstaka framlag til sunginnar íslenskrar djass- tónlistar en hann inniheldur 24 ný sönglög í flutningi kvartetts- ins og Kristjönu. Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á saxófón, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Pétur Östlund á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjóns- son á kontrabassa. Fyrstu tónleikarnir verða í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtu- dagskvöld en síðan verður farið víðar og meðal annars leikið í Mývatnssveit, Stykkishólmi og á Akureyri. „Nú er kannski þægilegasti tími útgefandans framundan,“ segir Aðalsteinn Ásberg kíminn. „Nú getur maður aðeins farið að huga að því sem á að gerast í haust - það er margt sem við erum að leggja drög að núna, þetta er allt í pípunum.“ kristrun@frettabladid.is Bjartsýni hjá Dimmu AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON Það er stemning fyrir íslenskri djass- og þjóðlagatónlist úti í hinum stóra heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN HVAR ER TUNGLIÐ? Farsælt samstarfsverk- efni Aðalsteins Ásbergs og Sigurðar Flosasonar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.