Fréttablaðið - 27.06.2006, Page 56
Reggísveitin Hjálmar hefur sent
frá sér lagið Ólína og ég, en það er
gamalt Stuðmannalag. Hjálmar
verða uppteknir við tónleikahald á
næstunni. Föstudaginn 30. júní
spilar sveitin í verslun 12 Tóna og
síðar um kvöldið spilar hún á Nasa
ásamt KK, sem mun kynna sína
nýjustu plötu ásamt hljómsveit
sinni.
Einnig verður sveitin í Loppen í
Kristjaníu 5. júlí og á tónlistar-
hátíð í Eistlandi tveimur dögum
síðar.
Nýtt lag frá
Hjálmum
HJÁLMAR Reggísveitin Hjálmar hefur sent
frá sér sína útgáfu af Stuðmannalaginu
Ólína og ég.
„Síðan var bara orðin þreytt og við
ákváðum að þetta væri komið
gott,“ segir Jóhann Ólafur Schröder
í Köllunum.is. Þegar farið var inn á
heimasíðuna Kallarnir.is um helg-
ina birtust einungis dagsetning-
arnar 31.12.2003-24.6.2006, upp-
hafs- og lokadagur líftíma síðunnar
sem verið hefur einstaklega vin-
sæl síðastliðið eitt og hálft ár.
Jóhann segir að heimasíðan hafi
lítið verið uppfærð síðustu mánuð-
ina og tími hafi verið kominn á
hana. „Síðan sem slík er búin um
ókomna tíð en félagsskapurinn
Kallarnir.is er enn við lýði,“ segir
Jóhann Ólafur, sem innan félags-
skaparins kallast Partí-Hans.
Helsti talsmaður Kallanna.is
hefur verið Egill „Gillzenegger“
Einarsson. Hann segir að síðunni
hafi verið lokað að sér forspurð-
um. „Þetta var ekkert rætt innan
hópsins og ég er ekki sáttur við að
síðunni hafi verið lokað núna,“
segir Egill. „Tímasetningin er alls
ekki góð því það er sumar og ýmis-
legt í gangi. Ég ætlaði til dæmis að
fara að henda þarna inn hrikaleg-
um lyftingamyndböndum með
Benna Magg og Magga Bess. Svo
er útvarpsþátturinn í fullum gangi
á X-inu og við förum mögulega
aftur í sjónvarpið. Ég er því alls
ekki sáttur með þetta,“ segir Egill
„Gillzenegger“ Einarsson. - hdm
Kallarnir hverfa úr netheimum
KALLARNIR.IS Hafa lokað vinsælli heimasíðu sinni. Gillzenegger er fyrir miðju, Partí-Hans er honum á vinstri hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Breska rokksveitin The Cribs,
elektrópopp-rokkararnir í Who-
madewho frá Danmörku, hin
bresk-íslenska The Fields, kan-
adíska Islands og Cold War Kids
frá Kaliforníu hafa nú bæst við
dagskrá tónlistarhátíðarinnar
Iceland Airwaves 2006 sem fer
fram í miðborg Reykjavíkur 18.
til 22. október.
Auk þessara fimm erlendu
hljómsveita bætast tíu íslenskir
listamenn við dagskrá hátíðar-
innar þar á meðal trúbadorinn
Þórir, Thor, Dr. Mister og Mr.
Handsome, Kira Kira, Biogen,
Worm is Green og Johnny Sexu-
al. Alls munu um 130 listamenn
og hljómsveitir koma fram á
hátíðinni, þar af yfir 100 innlend-
ir.
Enn geta íslenskir listamenn
og hljómsveitir sótt um að koma
fram á Iceland Airwaves 2006,
en tekið verður við umsóknum
fram til 10. júlí. Til að sækja um
þarf að ná í sérstakt eyðublað á
icelandairwaves.com.
Nýjar sveitir á Iceland Airwaves
THE CRIBS Breska hljómsveitin The Cribs spilar á Iceland Airwaves í haust.
Fáir miðar eru eftir á tónleika
rokksveitarinnar Ham á Nasa
næstkomandi fimmtudag. Ham
lagðist í dvala eftir tónleika í
Tunglinu árið 1994. Eftir það kom
sveitin aftur saman þegar hún hit-
aði upp fyrir Rammstein í Laugar-
dalshöllinni fyrir fimm árum auk
þess sem hún spilaði á Hætta-
tónleikunum í Höllinni þann 7.
janúar síðastliðinn.
Á tónleikunum á Nasa mun
sveitin spila ný lög í bland við
gömul. Miðasalan fer fram í versl-
unum Skífunnar og í völdum BT-
verslunum. Hljómsveitin 9/11´s
mun hita upp fyrir Ham á tónleik-
unum. Miðaverð er 2000 krónur.
Styttist í
Ham
FRUMSÝND 28. JÚNÍ
Sendu SMS skeytið
JA CKF á númerið 1900
og þú gætir unnið!
9. hver vinnur
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr. skeytið
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Handsláttuvélar
Bumbubaninn
víðfrægi
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Greinakurlarar
2200 W
öflugur mótor.
Max 40 mm
greinar
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ENGINN TRÚÐI Á ÞAU,
EN HANN HJÁLPAÐI ÞEIM
AÐ FINNA TAKTINN
JUST MY LUCK kl. 5.40, 8 og 10.20
R.V. kl. 3.40, 5.50, og 8
THE OMEN kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA
X-MEN 3 kl. 5.40 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M / ÍSL. TALI kl. 3.40
ÍSÖLD M / ÍSL. TALI kl. 3.40
JUST MY LUCK kl. 5.40, 8 og 10.20
R.V. kl. 5.50
TAKE THE LEAD kl. 8 og 10.30
THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 6
JUST MY LUCK kl. 6, 8, og 10
R.V. kl. 6 og 8
THE OMEN kl. 10 B.I. 16 ÁRA
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
S.V. MBL. D.Ö.J
KVIKMYNDIR.COM
V.J.V TOPP5.IS
S.V. MBL. B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS
51.000
MANNS
UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI!
LEITIÐ SANNLEIKANS
HVERJU TRÚIR ÞÚ?
LOKAUPPGJÖRIÐ!
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
S.V. MBL.
Heims
frumsýning
Mögnuð endurgerð
af hinni klassísku
The Omen!
Á 6 degi
6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma,
Þorir þú í bíó
48.000
MANNS
Komdu í fyndnasta
ferðalag sumarsins.
1 FJÖLSKYLDA.
8 HJÓL.
ENGAR BREMSUR
Fór beint á
toppinn
í USA
Hún var heppnasta stelpan
í bænum þangað til drauma-
prinsinn eyðilagði allt!
Frábær unglinga gamanmynd
með Lindsey Lohan í
fantaformi!