Fréttablaðið - 27.06.2006, Side 59
ÞRIÐJUDAGUR 27. júní 2006 31
16-liða úrslit:
ÍTALÍA-ÁSTRALÍA 1-0
1-0 Francesco Totti, víti (95.).
ÚKRAÍNA-SVISS 0-0
Úkraína vann 3-0 í vítaspyrnukeppni.
LEIKIR DAGSINS:
16-liða úrslit:
BRASILÍA-GHANA 15.00
SPÁNN-FRAKKLAND 19.00
HM 2006
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Ashley Cole viðurkennir
að enska landsliðið muni treysta á
snilli Waynes Rooney til að komast
enn lengra á HM. England mætir
Portúgal í 8-liða úrslitunum þann
1. júlí. „Þetta er einfalt, ef við
látum hann fá boltann þá býr hann
eitthvað til eða skorar sjálfur,“
sagði Cole.
„Því meira sem við látum hann
hafa boltann, þeim mun meira
getur hann hrist fram úr erminni.
Hann stóð sig vel gegn Ekvador og
á bara eftir að sýna meira. Hann
er leikmaður í heimsklassa og við
erum í skýjunum yfir því að hann
er kominn í fínt form.“ - hþh
Ashley Cole:
Wayne Rooney
er lykillinn
ROONEY OG COLE Voru ánægðir með
sigurinn gegn Ekvador en Rooney ku hafa
ætlað að nota vikuna í að skella sér í
ljósatíma. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Portúgalski landsliðs-
fyrirliðinn Luis Figo þykir vera
mjög heppinn með að sleppa við
leikbann eftir að hann skallaði
Mark van Bommell í leik Hollands
og Portúgals í 16-liða úrslitum HM
á sunnudaginn. Figo fékk gult
spjald en talið var að FIFA myndi
jafnvel breyta úrskurðinum.
„Honum var refsað á staðnum
af dómaranum og því mun FIFA
ekki aðhafast neitt í málinu. Það
er aðeins þegar um klárt agabrot
er að ræða, sem dómarinn sér
ekki, þegar FIFA skerst í leikinn,
en það á ekki við núna,“ sagði
Markus Siegler, talsmaður alþjóða
knattspyrnusambandsins. - hþh
Portúgalinn Luis Figo:
Fer ekki í bann
SKALLAÐUR Hér sést greinilega hvernig
Figo skallar van Bommel. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy,
sóknarmaður Manchester United,
er farinn að íhuga hvar hann muni
spila næsta tímabil en hann lenti
upp á kant við Sir Alex Ferguson
stjóra sinn á síðasta tímabili. Hann
gæti farið frá United í sumar en
mörg lið hafa sýnt honum áhuga,
einna helst Bayern München.
„Kannski skýrist eitthvað í
vikunni, við verðum að sjá hvað
United gerir og hvort mörg lið
hafa áhuga. Hvað sem gerist mun
ég velta framtíð minni vel fyrir
mér og ákveða hvað er best fyrir
mig,“ sagði Nistelrooy. - hþh
Ruud van Nistelrooy:
Hugar nú að
framtíðinni
FÓTBOLTI Leikmenn Sviss vilja
sjálfsagt gleyma vítaspyrnu-
keppninni sem kostaði liðið sæti í
fjórðungsúrslitum HM í Þýskalandi
á kostnað Úkraínu. Eftir að Andryi
Shevchenko lét verja frá sér fyrsta
vítið var útlitið gott en leikmenn
Sviss klúðruðu öllum sínum
spyrnum í keppninni og Úkraínu-
menn skoruðu úr öllum sínum eftir
það. Niðurstaðan því 3-0 sigur.
Leikurinn sjálfur var afar
bragðdaufur og kemur vissulega
til greina sem einn af leiðinlegustu
leikjum keppninnar. Það var helst
í fyrri hálfleik sem liðin voru
nærri því að skora en næst komst
Alexander Frei, leikmaður Sviss,
er hann skaut knettinum í slána á
marki Úkraínu beint úr
aukaspyrnu. - esá
Úkraína áfram í 8-liða úrslit:
Unnu 3-0 í víta-
spyrnukeppni
VARIÐ Olexandr Shovkovskiy markvörður
Úkraínu varði þrjár slakar spyrnur sviss-
nesku leikmannanna. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Það var engin spenna á
KR-vellinum í gær þegar Fylkir
kom í heimsókn í Landsbankadeild
kvenna. Leikurinn var einstefna
frá upphafi til enda og aðeins eitt
lið á vellinum sem sést á lokatöl-
unum, 11-0 fyrir KR. Það voru
aðeins fjórar mínútur liðnar þegar
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði
fyrsta mark leiksins með skalla.
Hólmfríður var besti leikmaður
vallarins í gær en þegar yfir lauk
hafði hún skorað fjögur mörk í
öllum regnbogans litum.
Fjóla Dröfn Friðriksdóttir var
einnig á skotskónum í gær og
skoraði fjögur mörk líkt og Hólm-
fríður. Þær tvær skoruðu öll mörk-
in sex í fyrri hálfleiknum og voru
báðar komnar með þrennu þegar
gengið var til búningsherbergja. Í
upphafi síðari hálfleiks var loks
örlítið lífsmark með Fylkisstúlk-
um en leikur þeirra rann fljótlega
út í sandinn og Embla Grétars-
dóttir bætti við marki eftir fyrir-
gjöf Hólmfríðar.
Alicia Wilson skoraði áttunda
markið af harðfylgi og Fjóla skor-
aði síðan sitt fjórða mark áður en
Emma Wright skoraði úr auka-
spyrnu. Hólmfríður átti síðan
lokaorðið en hún skoraði falleg-
asta mark leiksins undir blálokin
og innsiglaði 11-0 sigur KR. Fylkis-
stelpur úr Árbænum virtust ein-
faldlega ekki hafa neina trú á því
að þær gætu strítt Vesturbæjar-
liðinu og sýndu litla sem enga mót-
spyrnu.
KR er í fjórða sæti eftir þennan
stórsigur en níu stig eru í efsta
sætið þar sem Valsstúlkur eru.
Valur heimsótti Kaplakrikann í
gær og rótburstaði lið FH 15-0.
Þegar sjö umferðum er lokið er
Valur áfram með þriggja stiga for-
skot á Breiðablik sem er í öðru
sæti og markatöluna 51-3. Þrír
leikir voru í deildinni í gær og alls
35 mörk skoruð en Keflavík vann
Þór/KA á heimavelli sínum 6-3.
- egm
Knattspyrnukonur voru á skotskónum í leikjum Landsbankadeildarinnar í gær:
35 mörk í þremur leikjum
EITT AF ELLEFU KR-stúlkur fagna einu af ellefu mörkum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN