Fréttablaðið - 27.06.2006, Side 64

Fréttablaðið - 27.06.2006, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 12.06.2006 2,8% Verð 2.590.000 kr. Outlander 4X4 Flottur sportjeppi sem sameinar þægindi fólksbíls og eiginleika jeppans. Mitsubishi Outlander er bíll fyrir kröfuharða ökumenn og óblíða náttúru. HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 Ísland er landið – njóttu þess á 4x4 Mitsubishi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 3 1 Útivistartilboð - Fjórhjóladrifsbílarnir frá Mitsubishi eru löngu orðnir að uppáhaldsferðafélögum lífsglaðra Íslendinga. Í tilefni af því fylgir 200.000 kr. úttekt hjá Ellingsen hverjum Outlander og Pajero Sport. Fylltu skottið af skemmtilegu dóti frá Ellingsen og njóttu sumarsins á nýjum öflugum 4X4 jeppa. Verð 3.590.000 kr. Pajero Sport 4X4 Alvörujeppi á verði sem á sér ekki hliðstæðu meðal sambærilegra bíla. Hann er búinn öllum þeim eiginleikum sem hafa skipað Mitsubishi í fremstu röð jeppaframleiðenda. 200.000 kr. úttekt Með hverjum Outlander og Pajero Sport hjá Ellingsen. Gildir til 4. ágúst 2006 eða á meðan birgðir endast. ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ����������������������������� Um daginn var hér á landi stödd fræg dönsk vísindakona. Hún sagði frá niðurstöðu rannsóknar á þeirri tilhneigingu prófdómara af báðum kynjum að dæma verk kvenna harðar en karla. Þannig fær ritgerð lélegri einkunn þegar hún er eignuð konu en betri ein- kunn ef hún er eignuð karli. AF þessu má draga þá ályktun að ekki nóg með að karlar hafi marg- ir tilhneigingu til að meta kvenna- störf lítils heldur bendir rannsókn- in til að við sjálfar séum sama sinnis, að fólki af báðum kynjum finnist kvennastörf minna virði. Verkið er metið út frá því hvort karl eða kona vann það en ekki hvers virði það er í sjálfu sér. FÁTT nýtur meiri virðingar nú en peningar. Í fjármálastofnunum eru flestar konur í stöðum óbreyttra, sjaldan millistjórnend- ur og næstum aldrei í æðstu stöð- um. Þrátt fyrir frjálshyggju- mjálmið um að kyn ráði engu við úthlutun metorða. Því minna sem höndlað er með peninga því lík- legra er að konur séu við stjórn- völinn. Ef staða er skipuð konu, því líklegri eru launin til að vera lág, jafnvel hinir fáu kvenkyns forstjórar eru á lægstu laununum á forstjóraskalanum. Botnstéttirn- ar með háskólamenntun eru líka skipaðar konum. Próflausu botn- stéttirnar eru líka konur. RANNSÓKNIN um ritgerðar- einkunnina sannar að ennþá leyf- um við verkum kvenna að vera minna metin vegna þess eins að þau eru unnin af konum. Eftir ára- tuga baráttu í sömu hjólförum ættum við kannski bara að gefast upp. Það gerðu fyllibyttur með góðum árangri, urðu alkóhólistar og varð þá loksins við bjargandi. Sú leið sem best hefur gagnast þeim til að halda sjúkdóminum niðri er gagnger sjálfskoðun í gegnum sporin tólf. Halda svo stefnu með því að taka einn dag í einu. EFTIR uppgjöfina gætum við endurskilgreint vanmetakennd okkar sem sjúkdóm. Viðurkennt vanmátt okkar gagnvart þeim sjúklega hugsunarhætti að líta niður á verk kvenna í samanburði við verk karla. Gætum haldið fundi, fengið okkar sponsor og tekið einn dag í einu á leið okkar til bata. Skekkjan í mati samfélags- ins á störfum kvenna liggur nefni- lega líka hjá okkur sjálfum því gildi verka hlýtur að hefjast hjá þeim sem vinnur þau. Sporin tólf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.