Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 21
Því miður passa síðustu tíðindi úr bruggunarverksmiðju dómsmála- ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknara hans vel inn í þá heigulslegu sögu sem Baugsmálið hefur verið frá upphafi. Ódrengi- leg vinnubrögð við langdregna hefndaraðför að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fjölskyldu hans á undanförnum árum hafa smám saman opinberað sig í illræðri spillingu í helgustu véum ákæru- valdsins. Þessi vinnubrögð eru nákvæm- lega þau sömu og viðgengust í sovézka gúlaginu og Kína Maós og eru nú daglegt brauð í Norður- Kóreu. Ofsóknir koma í mörgum myndum en þessi mynd er að verða svo skýr að það brakar í mörkum ljóss og skugga og því þarf ekki lengur snefil af efa um þorpara- legar aðferðir. Ef dómsmálaráðherra, ríkis- lögreglustjóri og saksóknarar hans væru vinstrisinnaðir stjórnmála- og embættismenn, væri allt á öðrum endanum í Sjálfstæðis- flokknum vegna samkrulls milli þessara manna, valdmisbeitingar þeirra og eineltis gagnvart nokkrum almennum borgurum þessa lands. Enda hafa þeir á undanförnum árum hegðað sér eins og ráðuneyti ríkisins og stofnanir þess séu í þeirra einkaeigu til að fullnægja duttlungum sínum og prívathvötum í krossferð sinni gegn Baugi. Dómsmálaráðuneytið er ekki einkahlutafélag Björns Bjarnasonar né embætti ríkislögreglustjóra prívatkompaní Haraldar Johann- essen þótt svo mætti ráða af hegðun þeirra. Eins er efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ekki einka- sjoppa Jóns H. Snorrasonar deildarstjóra hennar heldur er hún í eigu íslenzka réttarríkisins sem greiðir honum laun og sýnir honum og öðrum saksóknurum gríðarlegt traust í þágu réttlætisins. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki lengur látið þessa óvönduðu embættismenn leika sóló og spotta réttarríkið með þeim hætti sem þeir hafa nú gert í mörg ár. Með hegðun sinni eru þeir að breyta borgaralegum öryggisstofnunum þjóðarinnar og hugmyndum hennar um réttláta málsmeðferð í eldglóðir á heiftúðugu báli óréttlætisins. Núverandi dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og saksóknarar hans eru vargar í véum stofnana sinna og Sjálfstæðisflokknum til skammar og skaða. Flokkurinn þarf að binda enda á þessar gölnu ofsóknir ákæruþríeykis sem engum sönsum tekur. Ég vil hvetja alla góða og gegna sjálfstæðis- menn til að mynda sér skoðun á þessu alvarlega máli og gera það sem í þeirra valdi stendur til að stoppa þetta opinbera hneyksli. Orðstír dómsmálaráðuneytis- ins er ónýtur. Björn Bjarnason þarf að víkja sem dómsmála- ráðherra áður en hann veldur enn alvarlegri þjóðfélagsskaða og eyðileggur líka orðstír Sjálfstæðis- flokksins með persónulegu hatri sem brenglað hefur dómgreind hans. Ráðuneyti réttlætisins þarf að taka við af dómsmálaráðuneyt- inu. Ráðuneyti réttlætisins í stað dómsmálaráðuneytis UMRÆÐAN BAUGSMÁLIÐ RAGNAR HALLDÓRSSON KVIKMYNDAGERÐAMAÐUR „Ticket, ticket please!“ Unga hreyfihamlaða stúlkan stóð and- spænis vagnstjóranum og var ekki frá því að vera skelkuð. Ég nudd- aði stýruna úr vinstra auganu og hugsaði með mér að mig væri sennilega enn að dreyma. Næst í röðinni var önnur unglingsstúlka, hún byrjaði á að ráðfæra sig við vagnstjórann, hvort hann færi að Hagkaupum í Spönginni. Hann var ekki lengi að stöðva hana með orðunum „No speak Icelandic. Sorry.“ Stúlkan gaf honum fargjaldið og gekk af stað inn í vagnin í þeirri von um að komast á réttan stað. Nú var röðin komin að mér, ég lét miðann renna í baukinn og bauð kurteislega góðan dag, vagnstjórinn muldraði eitthvað óskiljanlegt út um hægra munn- vikið. Ég fékk mér sæti og leit út um gluggann, mín hugsun var eitthvað í þessa áttina, hvar er ég eiginlega? Það var svo einn sunnudag, að við vorum stödd í Smáralind, ég og fjölskyldan, er við ákváðum að fá okkur hamborgara á ónefndum stað. Við vorum búin að bíða í þónokkra stund er röðin kom að okkur. Þetta var ung stúlka sem heilsaði okkur með orðunum „Hi, can I help you?“ og horfði á okkur með sakleysissvip. Á bolnum hennar var spjald sem á stóð TRAINEE, sem yfir á íslensku myndi þýðast í þjálfun. Ég og konan mín horfðum hálf vand- ræðalega á hvort annað, og svo byrjaði konan mín að tjá sig á bjagaðri ensku við stúlkuna. Eftir þessa upplifun hugsaði ég með mér, hvað ef ég væri sextugur maður sem aldrei hefði setið á skólabekk og væri með barna- barnið mitt sem væri átta ára og við værum á leiðinni að fá okkur í svanginn. Eftir að hafa beðið í tíu mínútur eftir afgreiðslu væri gengið upp að mér og ég spurður á framandi tungumáli, „Hi, can I help you?“ Ég get rétt ímyndað mér hver viðbrögðin yrðu, ég myndi sennilega ganga í burtu með barnabarnið grátandi. Ég hugsa að ég hefði ekki getað sagt, „eitt barnabox, takk,“ hvorki á bjagaðri né réttri ensku. Og ef ég set mig í þessi sömu spor, mínus barnabarnið, og ég stæði þarna fyrir framan vagn- stjórann og spyrði hann hvort ég þurfi að skipta um vagn á leiðinni til að komast í heilsugæslustöðina í Glæsibæ. Og viðbrögð hans yrðu þau sömu og unglings stúlkan fékk: „No speak Icelandic. Sorry.“ Þá myndi ég sennilega enda á því að taka leigubíl. Með þessum skrifum langar mig að spyrja, hvar eru mörkin sett fyrir inn- flytjendur sem eru að hefja störf á íslenskum vinnumarkaði? Hver eru mörkin? UMRÆÐAN ERLENT VINNUAFL ÁRNI EINARSSON VERSLUNARSTJÓRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.