Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 24

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 24
][ Þórbergssetur verður opnað um næstu helgi að Hala í Suðursveit. Þar birtist heimur bóka meistarans og mannlífs Suðursveitar. „Hér verða tvær sýningar sem tengjst bæði Þórbergi og sögu og menningu Suðursveitar,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir húsfreyja á Hala um það sem fyrir augu ber á setrinu nýja. „Annars vegar er ljósmyndasýning af mannlífi í Suðursveit á árum áður. Hún er í sérstökum sal. Hins vegar er svo fræðslu-og upplifunarsýning þar sem mikillar fjölbreytni gætir, bæði í útfærslum og efnisvali. Þemað er ævi þórbergs en engu að síður er komið víða við. Enda kom hann víða við. Því var reynt að hafa víða skírskotun til margra hluta. Bæði fjallar sýningin um árin sem hann dvaldi hér í Suður- sveit og eftir að hann fór héðan og heimur bóka hans er þarna í nokkrum senum, sett upp í leikmyndum. „Þorbjörg hefur haldið utan um Þórbergsverkefnið en vill þó ekki láta kalla sig safnvörð. „Við erum mörg sem höfum unnið að þessu verki en höfum ekki efni á því að hafa fastan starfsmann enn sem komið er,“ segir hún. Tekur fram að Jón Þórisson sé hönnuður sýningarinnar og hann og Sveinn Ívarsson, dóttursonur skáldsins, hafi hannað húsnæðið og útlit þess. En skyldi verða veitingasala á staðnum? „Já, það verður kaffisala alla daga og einnig verður hægt að panta mat. Veitingarnar verða í þjóðlegum stíl. Á matborðið ætlum við að bera fram kjötsúpu og silung og hvorutveggja á vel við. Sauðfjárbúskapurinn var undirstaða búskaparins og hér lifði fólk á silungi úr lóninu, löngu áður en bleikjueldið kom til sögunnar. Svo mun Manga gefa kaffið!“ -Úr blárósóttum bollum? „Nei, það er nú allt í frekar nýtískulegum stíl í veitingasalnum. Við ætlum ekkert að lifa í fortíð- inni þó að við byggjum þetta upp á þeim arfi sem okkur var færður af fólkinu sem hér bjó áður. Við verðum að líta til framtíðar líka.“ gunnthora@frettabladid.is Þemað er ævi Þórbergs Þórbergssetrið á Hala lítur út eins og bókahilla þar sem kilirnir snúa upp að veginum með titlum Þórbergs og merki Máls og Menningar. Setrið verður opnað almenningi á laugardag. MYND/ÞORBJÖRG Þeir Nico Heidnen og Anders Druyf hafa ferðast um Ísland síðastliðinn hálfan mánuð og gist í tjöldum og gistiheimil- um. Þeir segja landið býsna frábrugðið heimalandi sínu Hollandi en frábært engu að síður. Blaðamaður og ljós- myndari rákust á þá félaga á tjaldsvæðinu í Laugardal. „Við höfum ferðast hringinn í kringum Ísland, við fórum meðal annars á Snæfellsnes, Skaftafell, Þingvelli og Árnes,“ segja þeir Nico og Anders, en eiga í töluverðum vandræðum með að bera fram óþjál staðarheitin. Að þeirra sögn var það jarðhitasvæðið í kringum Kröflu sem heillaði þá mest við Ísland. „Það er ótrúlegt að sjá gufuna koma upp úr jörðinni. Það er alveg frábært.“ Nico og Anders bera landi og þjóða góða sögu og segjast þeir allsstaðar hafa hitt fyrir vingjarn- legt fólk og hvergi fengið það á tilfinninguna að verið væri að okra sérstaklega á þeim vegna þess að þeir væru ferðamenn. Hollendingarnir tveir hafa hafst við á gistiheimilum og tjald- svæðum um landið og báru þeir sig vel eftir það, jafnvel þó svo að í júnímánuði hafi mikið ringt og þeir blotnað mikið. „Við komum hingað til þess að skoða náttúruna og njóta hennar, þannig að við vorum við öllu búnir,“ segja þeir og bæta því við að þeir myndu hik- laust mæla með því við aðra að heimsækja Ísland. Landið og nátt- úran heillaði þá félaga þó meira en Reykjavíkurborg hefur gert en þegar Fréttablaðið hitti þá voru þeir nýkomnir af listasafni í borg- inni. „Þetta Listasafn var mjög lélegt, það var bæði dýrt og ómerkilegt. Ef Krafla var hápunkt- urinn þá voru þetta örugglega vonbrigði ferðarinnar.“ -vör Krafla stóð upp úr Tjaldsvæðið í Laugardal er hálf nöturlegt í rigningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nico og Anders hafa ferðast um allt landið síðastliðinn hálfan mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bók sem er sérsniðin fyrir fjölskyldur á ferðalögum er nýkomin út hjá Máli og menn- ingu. Ferðahandbók fjölskyldunnar er eftir þau Bjarnheiði Halldórsdóttur og Tómas Guðmundsson. Markmið þeirra er að fá fólk til að skoða, upplifa, njóta og slaka á. Líka styrkja fjölskylduböndin og efla virðingu og tilfinningu fólks fyrir umhverfinu og mannlífinu hvar sem er. Bókin er samin með það í huga að börn og unglingar hafa önnur viðmið en fullorðið fólk þegar kemur að ferðalögum. Höfundarnir lögðu land undir fót til að velja áhugaverða og fjölskylduvæna staði þar sem börn gætu unað sér í guðsgrænni náttúrunni og ákváðu jafnframt að það mætti ekki kosta neitt að upplifa þá. Staðirnir sem urðu fyrir valinu eru flokkaðir eftir landshlutum og farið réttsælis í kringum landið, byrjað á Akranesi og endað á suðvesturhorninu. Í borða efst á síðunum er annars vegar Íslands- kort þar sem staðirnir eru merktir með litlum punkti og hins vegar rammi með tilvísun í viðeigandi blaðsíðutal í Kortabók Eddu/Máls og menningar. - gg Ferðafélagi fjölskyldu Ferðahandbók fjölskyldunnar Það er gaman að fara í stuttar hjólaferðir með fjölskyldunni. Það er til dæmis skemmtilegt að hjóla Ægisíðuna, svindla síðan aðeins og enda túrinn á Kaffi Nauthól og fá sér eina kökusneið. Bókið og staðfestið strax á ferðaskrifstofunni, Hesthálsi 10, s. 587 6000, info@vesttravel.is www.vesttravel.is www.trex.is HAUSTFERÐIRNAR TIL ST. JOHN’S Á NÝFUNDNALANDI HAFA SLEGIÐ RÆKILEGA Í GEGN Brottfarir 2006: 28. - 31. okt. (lau. - þri.), 31. okt. - 4. nóv. (þri. - lau.) og 4. - 8. nóv. (lau. - mið.) Áhugaverðar og ljúfar borgar- og verslunarferðir fyrir einstaklinga jafnt sem hópa. Aðeins 3 - 3,5 klst. beint flug og gist á glæsilegum hótelum. Verð með sköttum frá kr. 57.300 m.v. tvo í herbergi á Holiday Inn. Komið með til Kanada! KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Sigling milli Danmerkur og Þýskalands er skemmtilegur kostur. Íslenskir ferðalangar sem ætla sér að aka milli Þýskalands og Danmerkur í sumar ættu að huga að ferjusiglingum milli landanna. Enda er lítil afslöppun fólgin í því að sitja undir stýri við framandi aðstæður í langan tíma. Ferjurnar eru fínn kostur fyrir þá sem vilja stytta aksturinn og ferðatímann. Skipafélagið Scandlines býður upp á tvær mismunandi leiðir milli landanna. Ferjan milli Rødby á Lálandi og Puttgarten í Þýska- landi gengur allan sólarhringinn á hálftíma fresti og tekur siglingin þrjú kortér. Kostar farmiði aðra leiðina fyrir fjölskyldu og bíl, 420 danskar krónur. Hinn kosturinn er ferjan milli Gedser og Rostock en hún fer á tveggja tíma fresti en sjaldnar á nóttunni. Siglingin tekur tæpa tvo tíma og kostar 570 danskar krónur. Það er vissara að bóka pláss í ferjurnar með fyrirvara. Á heimasíðu Scandlines eru meiri upplýsingar og þar er hægt að panta far. www.scandlines.com Pása frá akstrinum Friðrik krónprins sem siglir millir Gedser og Rostock. Laus pláss í gönguferð um hinn rómaða Strútsstíg Spennandi sumarleyfisferðir framundan

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.