Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 28

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 28
 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Bíleigendur sem voru fallnir á stöðumælatíma fengu óvænta aðstoð í síðustu viku. Útsendarar frá tryggingafélaginu Elísabetu komu bíleigendum og stöðumælavörðum þægilega á óvart fyrir skemmstu. Þeir gengu á stöðumæla í miðborg Reykjavík- ur og greiddu í þá sem voru fallnir á tíma. Þannig spöruðu þeir bíleig- endum þúsundir króna í sektir. Stöðumælaverðir tóku uppá- tækinu vel, enda hafði það í för með sér minnkaða pappírsvinnu fyrir þá og aukin félagsskap, því útsendararnir urðu samferða þeim á göngu sinni. Tilgangur uppátækisins var að vekja athygli á fyrirtækinu og slagorði þess, „ekki borga meira“. Borguðu í stöðumæla Útsendararnir tilbúnir í slaginn. Bíleigendur sem nutu góðs af útsendurum Elísabetar fengu kveðju á framrúðuna. Bílabúð Benna frumsýnir nýjan Porsche 911 Turbo. Porsche 911 Turbo er með 6 strokka vél, 480 hestöfl og hámarkstog er 680 Nm frá 2100 til 4000 snúningum. Bíllinn er 60 hestöflum aflmeiri heldur en fyrir- rennarinn. Þrátt fyrir þessa aukningu á afli er 3,6 lítra slagrýmið óbreytt. Þetta var gert kleift með nýstár- legri forþjöppu- og kælitækni; túrbína með breytilegri afkasta- getu. Hröðun frá 0 upp í 100 km/ klst. er 3,7 sek á sjálfskiptum bíl með Tiptronic S-skiptingu. Porsche 911 Turbo verður til sýnis í sýningarsal Bílabúðar Benna að Vagnhöfða 23 fimmtudaginn 29. júní og föstudaginn 30. júní milli klukkan 9.00 og 18.00. Bílabúð Benna frum- sýnir Porsche 911 Eldri gerð Porsche 911 Turbo Coupe ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS Veggfóður er nýtt og ferskt lífsstíls- og húsbúnaðarblað og hefur á tæpu ári náð miklum vinsældum hjá fólki á aldrinum 18-39 ára, en 19% fleiri lesa Veggfóður en Hús og híbýli í þessum hópi*. Veggfóður er því klárlega frábær kostur fyrir auglýsendur sem vilja ná til þeirra sem eru að skapa sitt fyrsta heimili og þeirra sem fylgjast með straumum í innanhúshönnun.*T öl ur s kv . f jö lm ið la kö nn un G al lu p m aí 2 00 6 Við þökkum frábærar móttökur! ÍSLENDINGAR Á ALDRINUM 18-39 ÁRA VILJA HELST VEGGFÓÐUR Í SÍN HÚS OG HÍBÝLI Lestur 18-39 ára. 19% 20% 15% 10% 16% F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.