Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 32
MARKAÐURINN Erlend verðbréfaeign íslensku lífeyrissjóðanna hefur stóraukist það sem af er ári eða um eitt hundrað milljarða frá áramót- um. Um áramótin áttu sjóðirnir 297 milljarða í erlendum eignum en í lok mars fór erlend verð- bréfaeign yfir fjögur hundruð milljarða króna í fyrsta skipti í sögunni. Þetta er 34,7 prósenta aukning. Við lok sama tímabils árið 2005 áttu sjóðirnir 237 milljarða króna erlendis og hafa erlendu eignirnar því aukist um 69 pró- sent á einu ári. Lífeyrissjóðir miða fjárfest- ingar sínar í útlöndum aðallega við hlutabréf; af þessum fjögur hundruð milljörðum lágu þrjú hundruð í hlutabréfum og hluta- bréfasjóðum. Heildareignir lífeyrissjóðanna námu í endaðan apríl um 1.345 milljörðum króna samkvæmt yfirliti frá Seðlabankanum en augljóst er að hlutfall erlendra eigna fer mjög vaxandi. Um ára- mótin var hlutfall erlendra eigna af heildareignum 24,6 prósent en í lok apríl var hlutfallið komið í tæp 30 prósent. Aðstæður á erlendum hluta- bréfamörkuðum voru hagstæðar á fyrstu mánuðum ársins auk þess sem veiking íslensku krón- unnar jók verðmæti erlendra eigna í krónum talið. Gera má ráð fyrir að erlendar eignir haldi áfram að vaxa hlutfallslega en með réttri samsetningu verð- bréfa getur helmingur eigna líf- eyrissjóða verið erlendur. - eþa Vika Frá áramótum Actavis 1% 28% Alfesca 13% -4% Atorka Grou p 8% -3% Bakkavör 0% -13% Dagsbrún 3% -4% FL Group 1% -8% Flaga 0% -18% Glitnir 4% 2% KB banki 3% 0% Landsbankinn 5% -16% Marel 3% 9% Mosaic Fashions 8% -14% Straumur 9% 8% Össur 4% -5% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 H A U S Erlend verðbréf í 400 milljarða króna Lífeyrissjóðir bæta hratt við sig erlendum eignum. LÍFEYRISSJÓÐIR KAUPA ERLEND VERÐBRÉF Hlutfall erlendra eigna er komið í 30 prósent af heildareignum. Erlendar eignir* %** Jan. 2005 222 22,10% Júlí 2005 264 24,10% Des. 2005 297 24,60% Jan. 2006 311 24,80% Feb. 2006 331 25,70% Mars 2006 371 28,10% Apr. 2006 400 29,70% * Í milljörðum króna. **Hlutfall erlendra eigna af heildareignum E R L E N D A R E I G N I R L Í F E Y R I S S J Ó Ð A N N A Óli Kristján Ármannson skrifar Króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA upp- lýsti í gær að stjórn þess litist best á kauptilboð bandaríska lyfjarisans Barr Pharmaceuticals í öll hlutabréf fyrirtækisins. Fyrirtækið hóf að meta stöðu sína eftir að Actavis lagði fram óbindandi kauptilboð í fyrirtækið 13. mars síðast liðinn. Actavis hefur boðið rúmlega 150 milljarða króna í fyrirtæk- ið og Barr tæplega 170 millj- arða. Tilboð Barr er þó háð því að Barr eignist yfir helmings- hlut í félaginu. Söluferli PLIVA lýkur hins vegar ekki fyrr en eftir um mánuð og því ekki úti- lokað að Actavis bjóði betur. Greiningardeild Glitnis telur þó að verðið kunni að vera orðið það hátt að virðisaukning til hluthafa Actavis réttlæti ekki kaupin. Zeljko Covic, forstjóri PLIVA, segir Barr vera besta kostinn hvað varði framtíðarvöxt fyrir- tækisins. „Saman erum við viss um að verða eitt fremsta og farsælasta samheitalyfjafyrirtæki heims,“ segir hann, en PLIVA hyggur á landvinn- inga á sviði líftækni þar sem Barr hefur þegar náð fótfestu. Enn er þó nokkuð óljóst um fyrirætlan- ir bandaríska lyfjarisans og kunna hugmyndir þeirra um reksturinn að skipta máli þegar að því kemur að hluthafar PLIVA geri endanlega upp hug sinn. Bruce L. Downey, starf- andi stjórnarformaður Barr, er þó ekki í vafa um hagkvæmni samrunans enda muni fyrirtækin saman hafa aðgang að mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins og samlegðaráhrif við markaðssetningu nýrra lyfja væru veruleg. Kaupin á PLIVA eru mjög umfangsmikil og falli þau á endanum Actavis í skaut verða þau með stærstu viðskiptasamning- um Íslendinga og Actavis um leið þriðji stærsti framleiðandi sam- heitalyfja í heiminum. Halldórs Kristmannsson, tals- maður Actavis, sagði verið að leggja á ráðin um næstu skref og kvaðst ekki getað tjáð sig um málið að sinni þegar leitað var eftir viðbrögðum hans í gær. PLIVA hugnast best til- boð frá Bandaríkjunum Líkur hafa minnkað á að Actavis nái að ljúka einum af stærstu fyrirtækjakaupum Íslandssögunnar. Stjórn sam- heitalyfjafyrirtækisins PLIVA horfir til Barr Pharmaceuticals. Bongó ehf. hefur keypt meiri- hluta í upplýsingatæknifyrirtæk- inu Exton ehf. sem er leiðandi þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana og sá meðal annars um uppsetningu á sviði og hluta af ljósabúnaði og hljóðkerfi á tónleikum Roger sWaters í Egilshöll á dögunum. Þá hefur fyrirtækið sömuleiðis séð um uppsetningu ljósa- og mynd- búnaðar í smærri fundarher- bergjum til stærri staða. Sverrir Hreiðarsson, sem tekið hefur við sem framkvæmdastjóri Exton, segir fyrirtækið hafa meðal annars sett upp ljósastýringar í Smáralind og öll ljós í fundarher- bergjum Kennaraháskólans. Seljendur eru Óli Öder Magnússon, Sveinn Benediktsson og Ari Daníelsson. Eigendur Bongó eru Ívar Ragnarsson, fyrrverandi bassaleikari hljóm- sveitarinnar Risaeðlunnar og eft- irsóttur hljóðmaður sem hefur einbeitt sér að hljóðvinnslu á leikhúsmarkaði og í söngleikjum á borð við Hafið bláa. Sverrir segir kaupverð trún- aðarmál. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á fyrirtækinu en hjá því starfa 25 manns. - jab Bongó kaupir Exton STJÓRNENDUR ACTAVIS Róbert Wessman forstjóri og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis, sjást hér á aðalfundi félagsins í fyrra. Óvíst er hvernig fer með kaup fyrirtækisins á króat- íska samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. Markaðurinn/Valli Halldór Kristmanns- son, yfirmaður innri og ytri samskipta hjá Actavis. Danska lyfjaverslanakeðjan Matas verður seld breska fjár- festingafélaginu CVC Capital. Kaupsamningurinn var naum- lega samþykktur á hluthafafundi í Matas í gær. CVC greiðir tæpa 66,5 millj- arða íslenskra króna fyrir Matas. Danskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá áhuga Baugs á Matas en nú er ljóst að ekkert verður af þeim kaupum. Matas rekur 292 lyfjaverslan- ir víðsvegar um Danmörku. -jsk Gengið frá sölu Matas FRÁ TÓNLEIKUM ROGER WATERS Exton sá um uppsetningu á sviði og hluta af ljósa- og hljóðkerfi tónleikanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.