Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 34

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 34
MARKAÐURINN 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R 10,3% Nafnávöxtun síðustu 3 ár, 10,3% á ári.* SJÓÐUR 11 – GÓÐIR ÁVÖXTUNARMÖGULEIKAR Hentar þeim vel sem vilja fjárfesta eða spara til langs tíma og eiga öruggan sparnað fyrir. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 11 er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Erfiður ársfjórðungur er að baki hjá Mosaic Fashions, sem rekur tískuverslunarkeðjurnar Coast, Karen Millen, Oasis og Whistles, en stjórn- endur félagsins líta bjartsýnir fram á veginn. Eitt stærsta verkefnið framundan er samruni Mosaic og Rubicon Retail sem er regnhlíf yfir Shoe Studio Group, Principles og Warehouse. „Þetta er gríðar- lega mikilvægur sóknarleikur hjá okkur og gerir félagið að stórum þátttakanda á þessum markaði,“ segir forstjórinn Derek Lovelock. Mosaic mun nærri tvöfaldast við samrunann, reka 1.700 eigin verslanir í 27 löndum og hafa 12.500 starfsmenn á sínum snærum. Sameinað félag verður þriðji stærsti smásal- inn með kvenfatnað á Bretlandseyjum á eftir Arcadia (TopShop/Dorothy Perkins) og New Look með sex kvenfatamerki og sjö skómerki. Áreiðanleikakönnun stendur nú yfir en Lovelock vonast til þess að eftir tvo til þrjá mánuði gangi félögin tvö í eina sæng. Í máli Richards Glanville, fjármálastjóra Mosaic, á kynningarfundi kom fram að eigendur Rubicon myndu annars vegar fá peninga og hins vegar hlutabréf en nákvæm skipt- ing lægi ekki enn fyrir. Sameinað félag er metið á um 80 milljarða króna og gerir það að áttunda verðmætasta félag- inu í Kauphöll Íslands. Hagnaður Mosaic Fashions var 800 þúsund pund á fyrsta ársfjórðungi, eða sem svarar 110 milljón- um króna, og jókst um þriðjung frá fyrra ári. Velta samstæðunnar nam 98,4 milljónum punda (13,3 milljörðum króna) á sama tíma og jókst um ellefu prósent á milli ára. Framlegðarhlutfallið lækkaði úr 12,7 prósentum niður í 10,3 prósent. Markaðsaðstæður voru erfiðar vegna óhentugs veðurfars á Bretlandsmarkaði og svo skilaði unga fólkið, sem eltir tískuna, sér ekki í þeim mæli sem vonast hafði verið en það er stærsti kúnna- hópurinn. Það olli birgðasöfnun, fyrst og fremst hjá Oasis sem telur um 40 prósent af heildarveltu Mosaic Fashions og lækkaði bæði sala og framlegð hjá Oasis-verslunum. Hins vegar var mikil sölu- aukning hjá Karen Millen (+18%) og Coast (+45%) en þau eru samanlagt svipuð að stærð og Oasis. Bætt veðurfar hefur skilað sér í aukinni sölu á öðrum ársfjórðungi. Vaxtarbroddur Mosaic Fashions liggur á alþjóð- legum mörkuðum en sala jókst um þriðung á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Nú er svo komið að 34 pró- sent af veltu samstæðunnar kemur erlendis frá sem er með því hæsta sem þekkist hjá breskum smásölukeðjum og koma vörumerki félagsins við sögu í 847 verslunum í 33 löndum. „Við höfum lagt á okkur mikla vinnu til gera okkur kleift að vaxa erlendis og taka stöðu á ýmsum svæð- um. Karen Millen hefur náð frábærum árangri á erlendum mörkuðum og sækir enn í sig veðrið,“ segir Lovelock. Stefnt er að því að fjölga Karen Millen-verslunum í Þýskalandi og Bandaríkjunum auk þess sem vöxtur í Austur-Evrópu er fyrirhug- aður á næstunni. Stefnt er að því að opna 54 nýjar verslanir í Bretlandi á þessu ári og 47 verslanir á öðrum mörkuðum. DEREK LOVELOCK, FORSTJÓRI MOSAIC FASHIONS Eftir sam- runann við Rubicon rekur félagið 1.700 verslanir í 27 löndum. Karen Millen hefur gengið sérstaklega vel í útrásinni. Verður þriðja stærsta kvenfatakeðja Bretlands Aðeins Arcadia og New Look verða stærri en Mosaic í sölu á tískufatnaði til kvenna. Aukin umsvif eru á erlendum mörk- uðum, einkum hjá Karen Millen, en dró úr sölu hjá Oasis. Sameining bresku matvörukeðj- anna Nisa og Costcutter er í uppnámi eftir að smærri hlut- hafar í Nisa sendu stjórnend- um fyrirtækisins bréf þar sem sameiningunni var mótmælt. Kaupthing Banki fjármagnar viðskiptin sem sögð eru nema 27,5 milljörðum íslenskra króna auk þess að ráða einhverjum hluta bréfa í sameinuðu fyrir- tæki. Samtök smærri hluthafa í NISA segja sameininguna skuld- setja fyrirtækið um of auk þess sem stjórnendur fái óeðlilega stóran hlut í sameinuðu fyrir- tæki. Mark nokkur Proudfoot fer fyrir smærri hluthöfum, en sá er kunnur fyrir að hafa kært matvörurisann Tesco fyrir breska samkeppniseftirlitinu. Stjórn NISA hefur þó rétt fram sáttahönd og hefur boðið smærri hluthöfum fimmtíu og eitt prósent í sameinuðu fyrir- tæki, en áður stóð til að hlutur þeirra yrði um fjörutíu prósent. Hlutur stjórnenda verður um þrjátíu prósent. - jsk Sameining matvörukeðja í biðstöðu Kaupthing banki fjármagnar 27,5 milljarða samning breskra matvörukeðja. VERSLUN COSTCUTTER Í YORK Samtök smærri hluthafa í Nisa telja sameiningu við Costcutter ekki fýsilega. Kauthing Banki fjármagnar viðskiptin. Greiðslukortavelta í maí nam rúmum 58 milljörðum króna og hefur aukist um 12,6 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiðslukortavelta innan- lands nam tæpum 54 milljörðum og jókst um fjór- tán prósent milli mánaða. Veltan hefur hins vegar dregist saman um 0,7 prósent miðað við maí í fyrra. Greiðslukortavelta erlendis dróst lítil- lega saman í maí. Fram kemur á vef greining- ardeildar KB banka að greiðslu- kortavelta hafi aukist um 0,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra, en í apríl síðastliðnum hafi vöxtur g r e i ð s l u - kortaveltu hins vegar verið nei- k v æ ð u r um tæp sex pró- sent. Þetta þykir gefa v í s b e n d - ingu um að heldur hafi hægst á einkaneyslu. - jsk Hægir á einkaneyslu GREIÐSLUKORT Greiðslukortavelta í maí nam 58 millj- örðum króna. Moskva er dýrasta borg heims samkvæmt nýrri könnun ráð- gjafafyrirtækisins Mercer Human Resource. Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, varð í öðru sæti, Tókýó í því þriðja og Hong Kong í fjórða. Lundúnir eru fimmta dýrasta borg heims. Meginástæða þess að Moskva stökk úr fjórða sætinu í toppsætið milli ára er hækkun fasteigna- verðs í borginni segir í skýrslu Mercer. Þá hefur mikil verðbólga í Rússlandi áhrif. Skýrsla Mercer nær yfir hundrað fjörutíu og fjórar borg- ir í sex heimsálfum og metur kostnað við meira en tvö hundr- uð þætti. Könnunin tekur ekki til Reykjavíkur. Asuncion, höfuðborg Paragvæ, er ódýrasta borg heims, rúm- lega þrefalt ódýrari en Moskva. Austur-þýska borgin Leipzig er ódýrasta borg Evrópu. Kaupmannahöfn er í áttunda sæti listans og Ósló í því tíunda, ásamt New York. - jsk Moskva er dýrust borga Þrefalt dýrara er að búa í Moskvu en Asuncion í Paragvæ. 2006 2005 1. 4. Moskva (Rússlandi) 2. 5. Seoul (Suður-Kóreu) 3. 1. Tókýó (Japan) 4. 9. Hong Kong (Kína) 5. 3. Lundúnir (Bretlandi) 6. 2. Osaka (Japan) 7. 6. Genf (Sviss) 8. 8. Kaupmannahöfn (Danm.) 9. 7. Zürich (Sviss) 10. 10. Ósló (Noregi) Heimild: Mercer Human Resourcing D Ý R U S T U B O R G I R H E I M S Væntingavísitala Gallup hækk- aði um 4,3 prósent milli maí og júní og stendur nú í 100,8 stigum. Vísitalan hefur lækkað um tuttugu og sjö stig frá ára- mótum. Um 25,3 prósent neytenda telja efnahagsástandið gott en 24,8 prósent telja það slæmt. Í sama tíma í fyrra taldi helm- ingur neytenda ástandið gott en einungis þrettán prósent sögð- ust svartsýnir. Fram kemur á vef greining- ardeildar Glitnis að þessi nið- urstaða komi ekki á óvart í ljósi aukinnar verðbólgu, veikingar krónunnar, lækkunar hlutabréfa- verðs, hækkandi vaxta, mikils viðskiptahalla og neikvæðrar umræðu um efnahagslífið. Um fjörutíu prósent neyt- enda telja að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði en einungis fimmtán prósent telja það verða betra. - jsk Neytendur á báðum áttum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.