Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 43
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 S K O Ð U N Það líða ekki margir dagar á árinu að ekki eigi sér stað slys á vinnu- stöðum. Mörg slysanna eru mjög alvarleg og leiða til örkumla og jafnvel dauða. Önnur eru minni- háttar svo sem skurður á fingur, hrufl og mar. Það eru margar ástæður fyrir slysum á vinnustöð- um og mismunandi eftir atvinnu- greinum. Á byggingasvæðum eru algengustu slysin tengd falli niður af vinnupöllum, vinnupöllum sem er oft hróflað upp í miklum hraða og oft ekki samkvæmt reglugerð- um. Slys eru einnig tengd notkun stiga, stiga sem eru á vinnusvæð- um og starfsmenn nota við hin ýmsu verk sín. Þessir stigar full- nægja ekki alltaf þeim staðli sem þeir eiga að gera, oft eru gúmmí undir þeim slitin og þá eiga stigar til að renna og falla þegar starfs- maðurinn stendur uppi í þeim. Stigar geta líka verið svo gamlir og fúnir að þeir brotna. Frágangi á byggingasvæðum er víða ábóta- vant, rusl og naglaspýtur um allt og fleira, sem getur valdið slys- um. Þar sem lyftarar eru í notk- un, oft innan um gangandi starfs- menn, verða slysin með þeim hætti að hvorki ökumaður lyft- arans né hinn gangandi gæta sín nógu vel og lenda sá síðarnefndi fyrir eða jafnvel undir lyftar- anum. Minni lyftarar, svo sem rafmagnslyftarar eru ekki síður hættulegir og stjórnendur þeirra vanmeta oft þá hættu sem af þeim getur stafað. Slysin verða ekki bara utan- húss við störf, nokkuð er um, til dæmis í verksmiðjum, að gólf eru skemmd, hál eða lýsing ekki nægjanleg svo það veldur slys- um. HVAÐ ER TIL RÁÐA TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ SLYS Á VINNU- STÖÐUM? Það ætti að vera metnaður hvers fyrirtækis að fyllsta öryggis sé gætt á vinnustaðnum. Fyrst og fremst þarf því að setja í samráði við starfsmennina öryggisáætlun og reglur fyrir starfsemina - for- varnir. Það er ekki nóg að setja reglur, eftir þeim verður að fara og enginn nýr starfsmaður ætti að taka til starfa fyrr en hann hefur gengið í gegnum kennslu og kynn- ingu á þeim reglum og öryggisat- riðum sem á vinnustaðnum gilda. Til að setja öryggisreglur þarf þekkingu og kunnáttu og hægt er að styðjast við lög, reglugerðir og leiðbeiningar sem gilda um öryggi á vinnustöðum. Til að mynda má starfsmaður aldrei stýra lyftara nema hann hafi til þess tilskilin leyfi og ökupróf. Merkja þarf allar vélar með leið- beiningum og á þeim á einnig að vera öryggishnappur. Starfsmenn sem ekki tala eða skilja íslensku skulu aldrei hefja störf fyrr en búið er að ganga úr skugga um að þeim sé kunnugt um þær hættur sem tæki geta valdið. Nota má túlka til aðstoðar fyrir atvinnu- rekanda. Sem betur fer hafa mörg fyr- irtæki á Íslandi fullkomnar for- varnir, sett sér reglur og sýnt mikinn metnað í að hafa öll örygg- isatriði í lagi. Stór sem smá fyrir- tæki hafa rutt brautina eru með öryggisnefnd og öryggisfulltrúa sem fá sífellda endurmenntun og fara stöðugt yfir öryggisat- riði með starfsmönnum og þær ábendingar sem berast um það sem betur mætti fara. Þau fjöl- mörgu fyrirtæki sem hafa mótað sínar öryggisreglur, sjá til þess að enginn starfsmaður hefji vinnu sína nema að fara í gegnum „öryggisskóla“ fyrirtækisins. Hjá þeim fyrirtækjum hefur slysum stórlega fækkað og jafnvel heyra fortíðinni til. Þessi fyrirtæki og starfsmenn þeirra eru til fyrirmyndar. Eins og við segjum: forvarnir eru fyrsta skrefið til öryggis starfsmanna. Rannveig Sigurðardóttir þjónustufulltrúi í tjónadeild Sjóvár Vinnuslys og forvarnir ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� S P Á K A U P M A Ð U R I N N Ég er svo latur þessa dagana að ég ætlaði varla að nenna að selja Straumsbréfin og innleysa hagnaðinn af átakaálaginu. Gerði það nú samt. Það er engin ástæða til þess að fara inn á markaðinn í bili. Ekkert að ske. Ég hangi bara í góða veðrinu í Þýskalandi þessa dagana, drekk bjór og horfi á fótbolta. Þetta er partur af snilldinni við að eiga eignir í Berlín. Sagði kon- unni að það væri vesen með þetta dæmi allt saman og ég þyrfti að funda út af málinu. Maður er auðvitað séður og ég lét þýskan bisnesspartner hringja heim þegar ég var ekki heima og tjá konunni að það væri aðkallandi vandi og hann yrði að ná í mig. Þetta gekk allt upp og nú er maður í miðri fótboltaveislunni. Ég þurfti reyndar að sinna smá erindum hérna, en þau voru ekki mjög aðkallandi. Heima er ekkert að ske. Það er engin alvöru mótstða á þess- um markaði. Landsbankinn fell- ur bara og eiginlega enginn sem kemur og kaupir. Þetta er gall- inn við það þegar einn stór aðili ræður öllu og getur ekki keypt sjálfir. Bjöggarnir þurfa að finna einhverja sem eitthvert púður er í og geta verið með þeim í hlut- hafahópi. Það er fullreynt með Magga Kristins og TM. Maður veit ekki hvað Sundsstrákarnir geta, þeir eru með fangið fullt af skuldum og fiski og sennilega ekki til stórræðanna í bili. Spákaupmaðurinn á horninu Skálkaskjól á HM Biotherm Homme er brautry›jandi í snyrtivörum fyrir karlmenn og settu fyrstu línuna á marka› ári› 1985. Hugmyndir okkar byggjast á skilningi okkar á karlmönnum og flörfum fleirra, á hva›a aldri sem fleir eru, hver sem hú›ger› fleirra og lífsstíll er. Nú fylgja hentugar töskur og tvær hli›arvörur me› andlitskremunum: • AQUAPOWER - fullkomin rakagjöf og orka fyrir karlmenn á öllum aldri. • AGE FITNESS - inniheldur kraft olífutrjáa og vinnur á fyrstu merkjum öldrunar. • LINE PEEL - einstakt krem sem vinnur á hrukkum og sléttir yfirbor› hú›arinnar. • AGE REFIRM - styrkjandi krem sem vinnur á hrukkum og línum í d‡pri lögum hú›arinnar. Líttu vi› á næsta útsölusta› Biotherm og fá›u rá›leggingar svo flú getir líka haft ferska og heilbrig›a hú›! Fersk og heilbrig› hú› me› lítilli fyrirhöfn! ÚTSÖLUSTAÐIR BIOTHERM HOMME: Andorra Strandgata, Hafnarfjörður · Bylgjan-Ghost Hamraborg, Kópavogur · Debenhams Smáralind · Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Snyrtistofan GK, Kjarnanum, Mosfellsbæ · Lyf og heilsa Austurver · Lyf og heilsa JL-hús · Lyf og heilsa Kringlan · Lyf og heilsa Mjódd Hagkaup Kringlan · Bjarg, Akranes · Konur og Menn, Ísafjörður · Lyf og heilsa, Selfoss · Lyf og heilsa Keflavík · Jaspis, Hornafjörður. Vörur fyrir hvern og einn vi› hvert tækifæri Biotherm Homme heilsida 27.6.2006 11:49 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.