Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 46

Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 46
MARKAÐURINN 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR16 H É Ð A N O G Þ A Ð A N BIRKIR HÓLM Guðnason, sem nú gegnir starfi svæðisstjóra Icelandair í Þýskalandi, Hollandi og Mið-Evrópu, mun flytjast til Kaupmannahafnar og taka við stöðu svæð- isstjóra Icelandair í Skandinavíu þann 1. ágúst. Birkir er 32 ára og hefur starfað hjá Icelandair frá 1. ágúst 2000, fyrst sem sölustjóri á Íslandi og á árunum 2002 til 2005 sem sölustjóri í Bandaríkjunum. Birkir hóf síðan störf sem svæðisstjóri fyrir Þýskaland, Holland og Mið-Evrópu í apríl 2005. Birkir hefur bæði B.S. masters-gráðu í viðskiptahagfræði og alþjóða viðskiptahagfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Birkir á þrjú börn og er í sambúð með Fríðu Dóru Steindórsdóttur, flugfreyju hjá Icelandair. EINAR PÁLL Tómasson, núverandi umdæmistjóri í Hollandi, tekur við stöðu svæðisstjóra Þýskalands, Hollands og Mið-Evrópu frá og með 1. ágúst 2006. Einar Páll hefur starfað hjá Icelandair í eitt ár sem sölustjóri í Hollandi. Einar Páll stundaði nám í alþjóða markaðssetningu og stjórnun við Stjórnunarskóla Noregs í þrjú ár. Hann hóf störf í markaðsdeild Mastercard á Íslandi árið 1999 og varð markaðsstjóri MasterCard ári síðar. Hann var fulltrúi Íslands í starfshópi MasterCard varðandi alþjóðlega vöru- merkjastjórnun og kostunarverkefni síð- ustu þrjú ár sín hjá MasterCard. Einar Páll er 37 ára. Hann er kvæntur Sigrúnu Erlu Valdimarsdóttur og eiga þau 2 börn Erlu Maríu og Valdimar. TÓMAS INGASON hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns tekjustýringar, verðlagningar og áætlunardeilda. Tómas starfaði sem verkefnastjóri í upp- lýsingatæknideild Icelandair frá 1999 til 2005. Hann hefur B.S. gráðu í iðnaðar- verkfræði frá Háskóla Íslands og MEng gráðu í dreifingu og vörustjórnun með sérstaka áherslu á flugrekstur frá MIT í Boston. Tómas er 28 ára og er kvænt- ur Rúnu Rut og eiga þau eina dóttur. F Ó L K Á F E R L I Ice-Atlantic ehf. Sími 893 2666 GÆÐASTÁL 18/10 Grilltíminn framundan Eldhúshnífar Steikarasett 24 hlutir Aðeins kr. 12.000,- Pöntunarsími 893 2666 Opið alla daga frá kl. 10.00 til 22.00. Sendum í póstkröfu ef óskað er. Póstburðargjald greiðist af viðtakanda Aðeins kr. 14.500,- Hnífaparatöskur 72 hlutir Gyllt eða stál Vönduð stálpottasett Orkusparandi Þrefaldur botn • 12 hlutir Kynningarverð Aðeins kr. 22.000,- SJÓÐUR 9 – FRÁBÆR SKAMMTÍMAÁVÖXTUN Hentar sérlega vel fyrir skammtíma- ávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 9 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð 12,0% Nafnávöxtun í apríl 2006: 12% á ársgrundvelli.* H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.