Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 48
MARKAÐURINN 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hvað gerir Tryggingardeild útflutnings? Tryggingardeild útflutnings (TRÚ) veitir ábyrgðir til útflutningsfyrirtækja og banka til varnar viðskiptalegri og/eða stjórnmálalegri áhættu. Hvað þýðir það fyrir fyrirtæki að fá ábyrgð frá TRÚ? Það þýðir að fyrirtækið er búið að kaupa sér tryggingu fyrir því að ef erlendi kaupandinn greiðir ekki sam- kvæmt samningi þá fær það allt að 90% tjónsins bætt. Hvaða skilyrði þurfa fyrirtæki eða verkefni að uppfylla til að TRÚ komi að málum? Það er skilyrði að um sé að ræða útflutning á íslenskri vöru eða þjónustu og svo þarf verkefnið að sjálfsögðu að standast áhættu- mat. Kemur TRÚ að verkefnum á svo- nefndum ótrygg- um svæðum í heiminum, svo sem þróunarlönd- um, eða í Austur-Evrópu? Já, þar hafa íslensk fyrirtæki einmitt mikla þörf fyrir okkar þjónustu því að stjórnmálaleg áhætta er þar umtalsverð í sumum löndum. Hvað er stjórnmálaleg áhætta í útflutningsverkefnum? Stjórnmálaleg áhætta er sú áhætta sem tengist landi kaup- andans og efnahagsástandi þess. Dæmi um stjórnmálalega áhættu er ef stjórnvöld lýsa yfir almennri greiðslustöðvun í landinu, ef stjórnvöld koma í veg fyrir gjaldeyrisútstreymi úr landinu, stríð, innanríkisdeilur og náttúruhamfarir. Hefur TRÚ þurft að bæta tjón vegna viðskipta- eða stjórnmála- legra áfalla sem dunið hafa yfir útflutningsverk- efni? Já, það hefur komið fyrir tvisvar sinn- um. Í báðum tilvik- um var um að ræða lán sem íslenskir bankar höfðu lánað erlendu kaupendun- um með ábyrgð frá TRÚ. Hver er munurinn á þjónustu TRÚ og MIGA? MIGA veitir ábyrgðir þegar íslensk fyrir- tæki fjárfesta á erlendri grundu en einungis gegn stjórnmálalegri áhættu. TRÚ veitir ábyrgðir bæði gegn viðskiptalegri- og stjórnmálalegri áhættu og bæði vegna útflutnings- verkefna og fjár- festingarverkefna. Hvað kostar ábyrgð frá TRÚ? Ekkert eitt svar er til við spurn- ingunni en algengt er að þókn- un sé á bilinu 1 til 2,5% á ári. Auðveldast er að svara spurn- ingunni með því að segja að því meiri áhætta sem talin er vera í verkefninu því hærri er þóknun- in og að sama skapi, þeim mun minni áhætta – þeim mun lægri þóknun. TRÚ hefur bætt tjón banka í tvígang T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Ingibjargar H. Þráinsdóttur, sérfræðings á tryggingardeild útflutnings hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. „Við vonumst til að þessi fundur ýti undir að leitað verði aðkomu okkar að fjárfestingarverkefnum sem kunna að vera áhættusöm vegna ytri stjórnmálaaðstæðna í landinu þar sem þau fara fram,“ segir Keith Martin, yfirmaður á markaðssviði MIGA, Multilateral Investment Guarantee Agency, undirstofnunar Alþjóðabankans. Á kynningarfundi viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytis- ins á mánudag kynnti stofnun- in starfsemi sína, en hún veitir einkafyrirtækjum sem fjárfesta í þróunarlöndum og Austur-Evrópu ábyrgð fyrir pólitískum áföllum, styrjöldum, óvæntum hömlum á gjaldeyrisyfirfærslum og eigna- upptöku stjórnvalda. Stofnunin hefur ekki enn komið að verk- efnum Íslendinga, en hefur feng- ið nokkrar fyrirspurnir. „Við getum uppfyllt ákveðna þörf fyrir ábyrgðir þar sem hér eru ekki opinberir sjóðir sem veita ábyrgðir vegna slíkra verkefna líkt og tíðkast í sumum stærri ríkjum.“ Auk Keiths Martins var komin frá MIGA Elena Palei, einn yfirmanna greiðslu- og grein- ingardeildar stofnunarinnar. Þá var á fundi viðskiptastofnunar utanríkisráðuneytisins einnig kynnt starfsemi tryggingardeild- ar útflutnings (TRÚ) sem rekin er undir hatti Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hlutverk TRÚ er að veita ábyrgðir gegn við- skiptalegri- og stjórnmálalegri áhættu með það að markmiði að efla íslenskan útflutning. Martin og Palei lögðu áherslu á að þótt MIGA væri í raun að selja tryggingar á svæðum þar sem tryggingafélög ættu erfitt með að bjóða ásættanleg kjör þá væri stofnunin ekki rekin með gróðasjónarmið að leiðarljósi heldur væri hlutverk hennar að ýta undir erlenda fjárfestingu með því að bjóða ábyrgðir til bæði fjárfesta og lánveitinga og þannig væri stutt við þróun og vöxt nýmarkaða í heiminum. Ljóst er þó að þjónustan er kostn- aðarsöm. Til dæmis má nefna að þegar umsókn vegna nýrrar fjár- festingar er komin á rekspöl þarf að greiða s taðfest ingargja ld sem nemur 10.000 bandaríkjadölum. Það er þó endurgreitt komi til þess að verkefni sé hafnað við nánari skoðun og dregið frá endanlegu tryggingargjaldi verði af aðkomu MIGA. Svo fer eftir áhættumati hversu kostnaðarsöm ábyrgðin er, en að sögn Keiths Martins hleyp- ur gjaldið á 0,3 til 1,5 prósentum af fjárfestingunni árlega. „En það getur reyndar orðið hærra, jafnvel allt upp í 2,5 prósent segjum af fjárfestingu við jarð- hitavirkjun í Afríkuríki þar sem borgarastyrjöld er yfirvofandi og stjórnvöld í ofanálag óvinveitt,“ bætir hann við, en áhættumat og ábyrgðir stofnunarinnar eru í grunninn til af fernu tagi. Veittar eru ábyrgðir gegn gengisáhættu þar sem fjármunum fæst ekki skipt úr gjaldmiðli landsins þar sem fjárfest er, eða vegna ann- arra hindrana í þeim efnum. Þá eru veittar ábyrgðir gegn eign- arnámi yfirvalda eða annarra einhliða aðgerða sem rýra fjár- festingu fyrirtækja, vegna stríðs og borgaralegs óróa en þar eru talin með skemmdar- og hryðju- verk af pólitískum toga, og svo vegna samningsrofs stjórnvalda við fjárfesta. MIGA tekur hins vegar ekki á sig ábyrgðir vegna viðskiptaáhættu. „Hins vegar má líkja ábyrgð- um MIGA við bifreiðatryggingu sem dregur úr líkunum á því að bíllinn lendi í óhappi,“ segir Keith Martin og bendir á að með aðkomu undirstofn- unar Alþjóðabankans fái verkefni ákveðinn gæðastimpil, auk þess sem MIGA hafi á að skipa her sérfræðinga og lögfræðinga sem aðstoði við úrlausn mála sem upp kunna að koma til þess að forða því að verkefni fari forgörðum og greiða þurfi út ábyrgðir. Frekari upplýsingar um verkefni, umfang og umsóknar- ferli MIGA er svo að finna á vefn- um ipanet.net, en Martin og Palei kynntu líka ábyrgðir fyrir smærri fjárfestingar (Small Investment Program), þar sem umsóknar- ferlið er ekki jafnþunglamalegt og ekki þarf að reiða fram stað- festingargjald. Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir kynnti svo TRÚ og lagði áherslu á að stofnunin hefði ekkert með sprotafyrirtæki eða útrás fyrir- tækja að gera heldur gæfi út rík- isábyrgðir vegna útflutnings. Á því sviði taldi hún ábyrgðir TRÚ heldur hentugri en MIGA vegna þess að þær næðu einnig til við- skiptalegrar áhættu. Frekari upp- lýsingar um TRÚ má finna á vef Nýsköpunarsjóðs, nsa.is. JÚLÍUS HAFSTEIN Júlíus er forstöðumað- ur viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins en á hennar vegum eru reglulega haldnir kynningarfundir til að koma að upplýsing- um um mál tengd viðskiptum í útlöndum. MARKAÐURINN/STEFÁN MIGA ábyrgist fjárfestingar á ótryggum svæðum heimsins Multilateral Investment Guarantee Agency (MIGA) kynnti starfsemi sína á fundi viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins á mánudag. Óli Kristján Ármannsson sat fundinn, þar sem einnig var kynnt starfsemi tryggingar- deildar útflutnings hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. KEITH MARTIN OG ELENA PALEI RÆÐA VIÐ JÚLÍUS HAFSTEIN Martin og Palei, sem eru fulltrúar MIGA, kynntu sérstaklega tryggingar sem sniðnar eru að þörfum smærri fjárfesta, en þar hefur umfang og kostnaður verið minnkaður og afgreiðslutími styttur. MIGA hefur ekki enn komið að fjárfestingum Íslendinga en fengið nokkrar fyrirspurnir. MARKAÐURINN/STEFÁN M Á L I Ð E R Tryggingar fjárfestinga í útlöndum Markmál Þýðingar og skjalagerð Aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni - Hringbraut 121 www.markmal.is - markmal@markmal.is - S: 660 5003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.