Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 69

Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 69
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 33 Önnur hátíðin á enda, Southside á flug- braut í Neuhausen ob Eck í Suður-Þýska- landi. Hátíðin var svona sæmileg, ósköp hefðbundin rokkhátíð, með nöfnum á borð við Muse, The Strokes, Arctic Monk- eys og fleiri í þeim dúr sem fengu mis- góða lendingu á flaugbrautinni. Minni hljómsveitirnar voru skemmtilegastar: Pretty Girls Make Graves, The Gossip, Brian Jonestown Massacre og Eagles of Death Metal, til þess að nefna fáar. Svo má heldur ekki gleyma Sigur Rós, sem héldu skothelda tónleika þar sem ég sá fjölmörg tár falla hjá áhorfendum í kringum mig. Sá meðal annars einn gaur strunsa í burtu hágrátandi. Annars var ég mest í því að nýta hátíðina í að safna í reynslubankann. Svaf til dæmis í fyrsta skipti í tjaldi og á óþægi- lega þunnu dýnunni minni. Harkaði hins vegar af mér og hugsaði til forfeðra minna eins og sannur Íslendingur. Þeir höfðu lítið annað undir sér en hart tré- rúm, í besta falli húsfreyjuna (sem getur reyndar verið öfundsvert). Skórnir mínir eru líka lítið annað en tauskór með litlu gúmmí undirlagi, ekki ósvipaðir gömlu góðu sauðskinsskónum. Þrátt fyrir miklar blæðingar fyrstu dagana hefur mér tekist að búa til massíft sigg á fótunum á mér sem jafnvel Gísli Súrsson yrði stoltur af. Þreytan í löppunum er líka alltaf að verða minni og minni eftir því sem maður harkar af sér fleiri tónleika í kyrrstöðu. Hef líka komist að því að gott dill og kannski örfá létt spor geta komið í veg fyrir verki, stirðleika og harðsperrur. Að klappa líka vel og lengi með uppréttar hendur, hvenær sem tækifæri gefst til, er góð hreyfing og liðkar upp á axlirnar. Svo er það blessuð staðsetningin í sjálfum áhorfendaskaranum. Á ég að vera í stuðinu og þrengslunum eða í aðeins afslappaðra andrúmslofti með smá plássi í kringum mig? Oftast kýs ég seinni kostinn sem þýðir reyndar að maður verður að hálgerðum æðavegg, þar sem að yfirleitt myndast æðar meðal áhorfenda þar sem þeir streyma inn og út. Og auðvitað myndast þessar æðar á svæðum þar sem er eitthvað pláss, ergo: þar sem ég kýs yfirleitt að vera. Hef þess vegna verið að þróa með mér sérstök röntgenaugu sem finna svæði sem eru laus við slíkar æðar. Svona hefur maður verið að leggja inn í reynslubankann og þegar ég kem heim í lok júlí eftir að hafa staðið af mér sex tónleikahátíðir þá verður maður heldur betur orðinn sjóaður í fræðunum. STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON BLOGGAR FRÁ ROKKFERÐALAGI SÍNU UM EVRÓPU Að verða sjóaðri ÞÉTTIR OG FLOTTIR Íslandsvinurinn Anton Newcomb og félagar í The Brian Jonestown Massacre voru þéttir og flottir á Southside. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINÞÓR Djasssöngkonan Diana Krall og tónlistarmaðurinn Elvis Costello eiga von á sínu fyrsta barni í desember. Krall og Costello giftust árið 2004 í glæsihýsi Elton John og hafa látið mikið í sér heyra í heimi djasstónlistarinnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þau gerðu saman plötuna The girl in the other room sem kom út 2004 og komst í fimmta sæti vinsældalistans í Bretlandi. Costello er nú á tónleikaferðalagi með bandaríska tónlistarmanninum Allen Toussaint og Krall er að vinna að nýrri plötu sem kemur út í september. Eiga von á barni TÓNLISTARPAR Miðað við tónlistarhæfileika foreldranna ætti frumburður þeirra að vera mjög tónelskur. Hátískuhönnuðurinn Alexander McQueen frumsýndi nýja skólínu sína fyrir íþróttamerkið PUMA í fyrrakvöld. Þetta var gert með glæsilegri viðhöfn í Carla Sozzani listasafninu í Mílanó. Hönnun McQueen var ekki einungis frumsýnd því einnig var sýnd heimildarmynd um samvinnu hans og Nick Knight, aðalhönnuðar Puma, við gerð skónna. Skórnir bera nafnið ManCat og eru vænt- anlegir í búðir í haust. McQueen er ekki fyrsti fatahönnuðurinn til að hanna íþróttavörur en stalla hans Stella McCartney hefur verið að hanna línu fyrir Adidas. Alexander McQueen er iðinn þessa dagana því hann hélt einnig tískusýningu á herrafatnaði fyrir vor/sumar´07 í Mílanó en nú stendur yfir tískuvika þar á bæ. Hannar Puma-skó ALEXANDER MCQUEEN Fatahönnuðurinn knái hefur hannað íþróttaskó sem bera nafnið ManCat. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Cynthia Nixon segist aldrei aftur ætla að fara í felur með þá staðreynd að hún er samkyn- hneigð. Rauðhærða fegurðardísin, sem þekkt er fyrir hlutverk sitt í Sex and the City, skildi við eiginmann sinn í fyrra og tók upp samband við konu. „Ég á mitt einkalíf en ég hef samt ekkert að fela,“ segir Cynthia sem er tveggja barna móðir. Stolt lesbía CYNTHIA NIXON Ætlar aldrei aftur að skammast sín fyrir að vera samkynhneigð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.