Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 71

Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 71
FRÉTTIR AF FÓLKI Angelina Jolie og Brad Pitt hafa sigað lögmönnum á pressuna í Bandaríkjunum og hóta því að ef fjölmiðlarnir birti ljósmyndir sem hafi verið stolið úr fórum þeirra sé voðinn vís. „Stafrænu minniskorti, með fjölmörgum myndum sem hjónin hafa höfundarrétt á, var stolið,” sagði í yfirlýsingunni sem lagastofa Pitt og Jolie sendi fjölmiðlum. „Sá sem birtir myndirnar á yfir höfði sér greiðslu hárra skaðabóta,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Talið er að myndirnar séu frá lítilli veislu með nánum vinum og ættingjum sem haldin var til heiðurs litlu Shiloh, dóttur Pitt og Jolie. Gwyneth Palt-row virðist ekki vera sátt við að vera leikkona í Óskarsverðlauna- flokki, því hún stefnir nú á tón- listarbransann. Gwyneth fæddi soninn Moses í apríl og ku hafa uppgötvað að tónlist hjálpi henni að slaka á. Bóndi hennar, Coldplaysöngvarinn Chris Martin, ætti nú að geta hjálpað henni en hún réð samt sem áður til liðs við sig William Orbit sem pródúseraði Ray of Light með Madonnu. Gwyneth hefur nú þegar tekið upp eina smáskífu sem ætlunin er að gefa út. Naomi Camp- bell, sem á að mæta fyrir rétt í vik- unni fyrir að hafa hent farsíma í áttina að ráðskonu sinni, hefur nú verið kærð af annarri þjónustustúlku fyrir árás. Í Hæstarétti New York fylkis á Manhattan á mánu- dag kröfðust lögmenn þess að konan fengi skaða- bætur fyrir árásina. Réttargögn segja ekki nánar frá uppákomunni en konan, Gaby Gibson, sagði í viðtali í apríl að Campbell hefði lamið hana og kallað hana öllum illum nöfnum því að fyrirsætan fann ekki gallabuxurnar sínar. Aaron Spelling, einn helsti sjónvarpsþáttaframleiðandi Bandaríkjanna, lést á föstudag, en hann framleiddi meðal annars Mel- rose Place, 7th Heaven, Dynasty og The Mod Squad þættina. Aaron spelling var faðir leikkonunnar Tori Spell- ing, en hún og Aaron höfðu nýlega sæst eftir mikið ósætti. Auk Tori voru fjölmargir leikarar úr Hollywood í jarðarförinni sem fram fór á sunnudag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.