Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 78

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 78
 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR42 GUINNESS: HEIÐRAÐUR FYRIR GÓÐA AUGLÝSINGU Sagafilm fékk verðlaun á auglýsingahátíð í Cannes VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Herbert Walker 2 Erla Tryggvadóttir 3 35 mörk opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, LAX, SKÖTUSELUR, KEILA OG FISKISPJÓT. FRÉTTIR AF FÓLKI Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Erla Tryggva- dóttir gengið til liðs við Kastljós, um stundasakir að minnsta kosti, þar sem hún leysir af á meðan aðrir umsjónarmenn fara í sumarfrí. Erla er mikil áhugamanneskja um jafnréttismál og fjallaði lokaritgerð hennar í stjórnmálafræði um femín- isma og frjálshyggju. Hún hefur líka skrifað greinar á kvennavefritið Tíkina og var auk þess varaformaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, en markmið þess er meðal annars að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum. Erla lét þó af því starfi fyrir nokkru enda gera reglur RÚV ráð fyrir að starfsmenn taki ekki þátt í stjórnmálastarfi. Talsverð ólga er komin upp innan félagsskap- arins Kallarnir.is. Jóhann Ólafur Schröder, eða Partí-Hans eins og hann kallast, lokaði heimasíðu félagsskap- arins um helgina og í Fréttablaðinu í gær sagði Egill „Gillzen- egger“ Einarsson að sú ákvörðun hefði ekki verið borin undir sig og hann væri hreint ekki sáttur við hana. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að fjölmargir úr Köllunum séu ósáttir við að síðunni hafi verið lokað, enda hafi þeir ekki lagt blessun sína yfir það. Nokkrir þeirra munu vera farnir að hugsa sinn gang og heyrst hafa sögur af því að Egill sé að skoða möguleika á að opna eigin heimasíðu. LÁRÉTT 2 smátota 6 skammstöfun 8 hress 9 stormur 11 samanburðartenging 12 rót 14 blossaljós 16 í röð 17 þunnur vökvi 18 enþá 20 ekki heldur 21 velta. LÓÐRÉTT 1 klöpp 3 tveir eins 4 fargið 5 utan 7 úr augsýn 10 frostskemmd 13 mas 15 der 16 húðpoki 19 á líðandi stundu. LAUSN Lítið hefur farið fyrir spéfuglinum Eyvindi Karlssyni frá því að hann sagði skilið við spurningaþáttinn Jing-Jang sem sýndur var á sjónvarpsstöð- inni Popptíví fyrir nokkru. Eyvindur hefur þó ekki alveg sagt skilið við sjónvarpið því nú er hann byrjaður að þýða teiknimyndir af miklum móð og fetar þar með í fótspor karls föður síns sem er enginn annar en Karl Ágúst Úlfsson, Spaugstofumaður með meiru. -bs/-hdm/-kh HRÓSIÐ ... fá Sólrún Jónsdóttir og Ingrid Jónsdóttir fyrir að vera fyrstu íslensku lesbíurnar til að staðfesta sambúð sína. Auglýsingin „noitulovE,“ eða Þróun, sem gerð var fyrir Guinness bjórframleiðandann, hlaut Grand Prix-verðlaunin á auglýsinga- hátíðinni í Cannes fyrir skömmu. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Sagafilm kom að framleiðslu auglýsingarinnar en hluti af henni var tekinn upp hér á landi. „Þessi verðlaun eru góð kynn- ing fyrir Ísland og fyrir fram- leiðsludeildina okkar hér á landi,“ segir Lárus Halldórsson, markaðs- stjóri Sagafilm, en Grand-Prix verðlaunin eru þau stærstu sem veitt eru á auglýsingahátíðinni í Cannes. „Þessi auglýsing vakti mikla athygli eins og gerist alltaf með auglýsingar sem fá svona verðlaun.“ „Noitulove,“ eins og auglýsingin heitir, er í raun enska orðið Evolu- tion skrifað afturábak. Auglýsingin rekur þróunarkenninguna í öfugri röð og bakgrunnar, sem nýttir voru til að myndgera breytingar jarðarinnar, voru teknir upp á sex til sjö dögum víðs vegar um Ísland. Lárus segir að mikið fjör hafi verið á tökustöðum og í raun hafi verið tekið upp á fimm stöðum í einu. „Við tókum mikið upp á hálendinu og myndavélarnar voru stilltar á ákveðinn tíma, það er þær tóku upp eitt skot á fimm tímum. Þannig sjást breytingarnar sem verða á skuggum og himni,“ útskýrir Lárus en Dan Kleinman heitir leikstjóri auglýsingarinnar. „Kleinmann var á fleygiferð á milli staða til að koma myndavél- unum af stað.“ Sagafilm hefur unnið töluvert með erlendum framleiðsluhúsum og útvegaði meðal annars fyrir- tækinu AMV BBDO, sem gerði Guinness auglýsinguna, tæki, tól og starfsfólk. Lárus á von á því að nokkuð verði af því að stórir auglýsendur komi hingað til lands til að taka upp auglýsingar eins og verið hefur síðustu ár. kristjan@frettabladid.is „Ég hugsa að ég sé hættur á skján- um og hef takmarkaðan áhuga á því að halda áfram þar,“ segir Hugi Halldórsson sem er einn af Strák- unum á Stöð 2. Nú liggur fyrir að þátturinn um Strákana hefur runnið sitt skeið og ný verkefni taka við hjá þeim félögum. Hugi hefur starfað sem hjálparkokkur hjá þeim félögum Audda, Pétri og Sveppa síðan 2003 og finnst nóg komið. „Þetta eru orðin þrjú ár og það er ágætis tími svona áður en fólk fær nóg,“ segir Hugi sem býst þó jafnvel við að fara á bak við sjónvarps- myndavélarnar og starfa sem kvik- myndatökumaður. „Ég hef að vísu ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera en það skýrist vonandi fljót- lega.“ Hugi hefur síðustu ár einnig fengist við knattspyrnuþjálfun kvenna. Fyrst hjá Tindastóli á Sauð- árkróki en síðan hjá FH og Stjörn- unni. Hugi er aðalþjálfari 2. flokks kvenna hjá Stjörnunni og aðstoðar- þjálfari hjá meistaraflokki. „Það eru ekki margir sem vita að ég þjálfa fótboltalið. Okkur hefur gengið nokkuð vel. Við urðum Íslandsmeistarar í 2. flokki í fyrra og nú er meistaraflokkur í þriðja sæti í deildinni og við höfum sett stefnuna ofar en það,“ segir Hugi sem er í sumarfríi um þessar mundir og spilar golf eins og óður maður. „Ég spila golf átta tíma á dag en er samt með fulla forgjöf. Ég hef nefnilega aldrei keppt á móti,“ segir Hugi sem er samt ekki í vafa um að hann sé orðinn nokkuð góður í að sveifla kylfunni: „Ég er allavega orðinn betri en Auddi,“ segir Hugi Halldórsson, fyrrverandi sjón- varpsstjarna. -kh Kominn með nóg af skjánum HUGI HALLDÓRSSON Hefur starfað sem hjálparhella Péturs, Sveppa og Audda í ein þrjú ár en hefur fengið nóg. Hann hefur þurft að reyna eitt og annað á þessum þremur árum. LÁRÉTT: 2 sepi, 6 eh, 8 ern, 9 rok, 11 en, 12 grams, 14 flass, 16 hi, 17 lap, 18 enn, 20 né, 21 snúa. LÓÐRÉTT: 1 berg, 3 ee, 4 pressan, 5 inn, 7 horfinn, 10 kal, 13 mal, 15 spél, 16 hes, 19 nú. Rósa Guðmundsdóttir söngkona: „Allt fólk á að fá að taka þátt í öllum siðum og venjum samfélagsins.“ Illugi Gunnarsson viðskiptafræðingur: „Ég styð þessi réttindi.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögfræðingur: „Þetta var löngu tímabært og sjálfsögð mannréttindi.“ ÞRÍR SPURÐIR NÝ LÖGGJÖF Á ÍSLANDI Hvað finnst þér um rétt samkynhneigðra til ættleiðinga? Úr Guiness auglýsingu. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FJÖR Á TÖKUSTAÐ Mikið fjör var á tökustað enda var stundum tekið upp á fimm stöðum í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR AÐALGEIRSSON N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.