Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 The pursuit of perfection FJARLÆGÐINA Þegar Lexus IS250 ber þig mjúklega eftir veginum og þú finnur aflið, sem þér er gefið, verður fjarlægðin nálæg. Fyrr en varir ertu kominn á áfangastað og líður eins og þú hafir aldrei lagt af stað. Innrétting, munaðarþægindi og tæknibúnaður, sem tekur öðru fram, eru umgjörð um líf þeirra sem vilja ná langt. Á Lexus IS250 verður fjarlægur draumur að veruleika. Sjáðu, snertu og prófaðu Lexus IS250. Við erum sannfærðir um að niðurstaðan verður gagnkvæm virðing. Það mun ef til vill koma þér á óvart en við sáum það fyrir. Við gerum nefnilega sömu kröfur til lúxusbíla og þú og njótum þess að tvinna saman afl og hugvit. Verð frá 4.320.000 kr. ÞÚ SNERTIR Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 www.lexus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 33 32 3 06 /2 00 6 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ����������������� Um daginn sá ég nýtt mynd-band með Nelly Furtado. Lagið heitir Maneater eins og gamall slagari með Hall og Oates. Þetta lag er allt hálfundarlegt. Það er drungalegt, ómelódískt og afar óeftirminnilegt. Nelly spratt fram á sjónarsviðið fyrir sex árum og gerði garðinn frægan með mörgum góðum lögum. Þá gerði hún líka skemmtileg myndbönd þar sem hún var lífsglöð og kát. Í því fyrsta, sem gert var við lagið I‘m Like a Bird, var hún tolleruð eins og hver annar MR-ingur. Þetta var allt öðruvísi stelpa en óþekktar- ormurinn Pink eða kyntáknið Kelis sem komu fram á svipuðum tíma. NÚ virðist sem Nelly hafi ekki lengur viljað vera káta stelpan heldur falla frekar inn í hópinn – nema þetta tengist slæmu viðtök- unum sem annar diskurinn hennar fékk. Nú hefur hún líklega ætlað sér að duga eða drepast og því var líka nýr upptökustjóri fenginn til starfa. Í nýja myndbandinu dansar Nelly töffaralega í hópi annars ungs fólks og býður upp á klassískar skylduæfingar sem poppurum er uppálagt að sýna í myndböndum. Nelly tekst til að mynda afar vel upp í fyrrnefndum hópdansi sem og bol-lyftunni þar sem magavöðvar verða að sjást, vilji viðkomandi poppari ná góðum stigafjölda. ÖÐRUM skylduæfingum gæti Nelly ætlað að bregða fyrir sig í myndböndunum við næstu smelli en það sem við gætum átt von á er til dæmis stóladansinn, eins og Pussycat Dolls og Britney Spears kunna svo vel, sýning á flottum gsm-síma, eins og þau 50 Cent og Jennifer Lopez hafa staðið fyrir, og síðast en ekki síst upptalning merkjavara. Þar hefur Gwen Stefani náð hæstu hæðunum, þar sem hún nefnir oftast eigið fata- merki. „Love, Angel, Music, Baby,“ heyrist hún syngja í nokkrum laga sinna. Það er runan sem L.A.M.B. stendur fyrir en svo nefnist tískumerki Gwen. NÚ þyrfti að bjóða upp á sérstakan þátt með tónlistarmyndböndum þar sem þulur útskýrir fyrir áhorf- endum allt það sem ber fyrir augu, svo þeir geri sér grein fyrir skylduæfingunum og því þegar tónlistarmenn þora að fara eigin leiðir. Við þurfum að læra að meta áhættu, svo sem eins og þegar Coldplay býður upp á dans ungs manns við nær aldargamla konu og gott ef þau eru ekki bæði í g- strengjum. Það er ekki skylduæfing. Það er frumleiki. Skylduæfingar í poppinu AUGL†SINGASÍMI 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.