Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 14

Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 14
 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. BARBARA CARTLAND RITHÖFUND- UR (1901-2000) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Mér hefur allt fundist konur torskildar. Ég skil þær ekki almennilega. Aðallega út af því hve fáar konur halda sig við sannleikann.“ Barbara Cartland var einn af vinsælustu ástarsagnahöfundum allra tíma. Hún var tíður gestur í fjölmiðlum í Bretlandi þar sem hún ræddi um hin ýmsu málefni, jafnan klædd í bleikt. Anne fæddist þann 12. júní árið 1929 í Frankfurt í Þýska- landi en foreldrar hennar voru gyðingar. Fljótlega eftir að nasistar komu til valda flutti fjölskylda Anne til Amsterdam í Hollandi. Þegar nasistar réðust inn í Holland árið 1941 fór Anna í skóla fyrir gyðinga og um sumarið árið 1942 fór fjölskyldan í felur í bakherbergi á skrifstofu Ottos föður hennar. Þar var hún í felum þangað til að Gestapo fann þau þann fjórða ágúst árið 1944. Fjölskyldan var flutt í búðir til Wester- bork í Hollandi og þaðan í Auschwitz fangabúðirnar í Póllandi í september sama ár. Anna og systir hennar voru fljótlega fluttar í aðrar fangabúðir, Bergen-Belsen í Þýskalandi og þar dóu þær úr flekkusótt í mars 1945. Móðir Önnu dó í byrjun janúar sama ár en faðir hennar slapp lif- andi úr Auschwitz búðunum. Á felustað fjölskyldunnar fannst dagbók Anne sem lýsir lífi fjölskyldunnar þau rúmu tvö ár sem hún var í felum. Dagbókin hefur verið gefin út á yfir fimmtíu tungumálum og er Anne eitt þekktasta fórnarlamb helfararinnar. Í dagbók sína skrifaði Anne meðal annars, „þrátt fyrir allt, þá trúi ég enn á að fólk sé raunverulega gott í hjarta sínu.“ ÞETTA GERÐIST 9. JÚLÍ Anne Frank fór í felur AFMÆLI Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir er áttræð Bryndís Schram er 68 ára Íslenski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag en þá bjóða söfn lands- ins upp á ýmislegt skemmtilegt eins og nýjar sýningar eða ókeypis aðgang. Í Hafnarfirði er deginum fagnað með því að bjóða landsmönnum á Byggða- safnið og í Pakkhúsið þar sem verða þrjár sýningar. „Við erum með hernámssýningu þar sem við gerum fyrst og fremst hernámi Breta á Íslandi skil og erum með bragga þar sem við sjáum bæki- stöðvar þeirra,“ segir Karl Rúnar Þórsson, sagnfræðingur á Byggða- safni Hafnarfjarðar. Karl segir að þegar hermennirnir hafi fyrst komið til Hafnarfjarðar hafi þeir búið í tjöld- um en fljótlega var farið að reisa bragga í bænum. „Við erum með búnað breskra hermanna sem að við fengum frá Bretlandseyjum af því að við erum að vinna þessa sýningu í samstarfi við breskt sýningarfyrirtæki,“ segir Karl. „Síðan erum við með fasta sýningu safnsins sem segir sögu Hafnarfjarðar í máli og myndum alveg frá landnámi og til okkar tíma. Við fjöllum meðal annars um sjávarútveginn en Hafnar- fjörður byggðist upp á sjávarútvegi. Á þessari sýningu fjöllum við um bæði báta og útgerðina og svo færum við okkur yfir í þilskipin, vélbátana og skuttogarana. Náttúrulega var fyrsti togarinn sem var gerður út á Íslandi gerður út frá Hafnarfirði,“ segir Karl, en einnig verður fjallað um atvinnulífið og félagslífið svo eitthvað sé nefnt. „Svo er það leikfangasýningin, þar er eiginlega hugmyndin sú að það séu komin jól og það sé búið að taka utan af jólapökkunum og við sjáum þarna leikföng kannski svipuð og þau sem krakkarnir léku sér með í gamla daga.“ Þeir sem heimsækja Hafnarfjörð- inn geta líka séð Sívertsenhúsið og Siggubæ en þar sést hvernig Hafnfirð- ingar bjuggu á árum áður. Sívertsen- húsið er heimili yfirstéttarfjölskyldu frá 19. öld en húsið byggði Bjarni Sívertsen kaupmaður í Hafnarfiði. Siggubær er hins vegar heimili alþýðu- fjölskyldu, húsið er frá árinu 1902 og er mjög lítið. Það var Sigríður Erlends- dóttir sem bjó þar lengst og er húsið nefnt eftir henni, en þar bjó þriggja manna fjölskylda til að byrja með og leigði út eitt herbergið til þess að eiga fyrir byggingarkostnaði. Safnadagurinn hefur verið haldinn í nokkur ár en að honum standa Þjóð- minjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt öllum öðrum söfnum landsins. gudrun@frettabladid.is ÍSLENSKI SAFNADAGURINN: HALDINN HÁTÍÐLEGUR UM ALLT LAND Í DAG Frítt inn á hafnfirsku söfnin KARL RÚNAR ÞÓRSSON Á BYGGÐASAFNI HAFNARFJARÐAR Ein af sýningunum sem boðið er upp á í Firðinum er „Jæja eru þeir þá komnir“ sem sýnir hernám Breta í seinni heimsstyrjöldinni, en í Hafnarfirði bjuggu hermennirnir í bröggum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Valgerðar Jónsdóttir Kórsölum 3, áður Rauðagerði 44. Bestu þakkir til starfsfólks 11G og 11B Landspítala við Hringbraut fyrir yndislega hjálp í veikindum hennar. Einnig viljum við þakka Jóhönnu Birgisdóttur lækni og heimahlynningu krabbameinsfélagsins fyrir hlýhug og hjálp á undanförnum árum. Guðný Eygló Valtýsdóttir Hulda Berglind Valtýsdóttir Haraldur Sigurðsson Erla Sólrún Valtýsdóttir Tryggvi Þór Agnarsson Ágúst Ómar Valtýsson Reynir Bergmann, Víðir Bergmann, Hlynur Bergmann, Þór, Valgerður, Sigurður Valtýr, Elísabet Lára, Katrín Guðrún, Guðbjartur Ægir, Ásgeir Örn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Guðmunda Eiríksdóttir Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, verður jarðsungin mánudaginn 10. júlí kl. 15 í Grafarvogskirkju. Smári Ragnarsson Erla Kristín Svavarsdóttir Magnús S. Jónsson Þórhildur M. Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Engilberts Hannessonar frá Bakka í Ölfusi. Jóhanna Engilbertsdóttir, Páll Jóhannsson, Valgerður Engilbertsdóttir, Garðar Guðmundsson, Svava Engilbertsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir og hjartadeild 14 E Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Elsku móðir, tendamóðir og amma, Sigrún Hjördís Eiríksdóttir, andaðist föstudaginn 7. júlí á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haraldur Gunnarsson Lilja Hólm Ólafsdóttir Eiríkur Haraldsson Ólafur Aron Haraldsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Ólafs Jóns Sigurjónssonar. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, mágs, afa og langafa, Leifs Sigurðssonar rennismíðameistara, Sogavegi 168, Reykjavík. Guðmundur Ingi Leifsson Elín Einarsdóttir Sigurður Leifsson Margrét Árný Sigursteinsdóttir Elías Halldór Leifsson Margrét Jónsdóttir Guðrún Kristófersdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.