Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 18
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við Græ nla nd Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði á dög- unum að ekkert væri athugavert við lög sem banna samkynhneigð- um að ganga í hjónaband í ríkinu. Nítján samkynhneigð pör höfðu kært lögin og töldu þau brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hvar mega samkyn- hneigðir gifta sig? Í dag mega samkyn- hneigðir aðeins ganga í hjónaband í fimm lönd- um. Þau eru Holland, Belgía, Spánn, Kanada og Bandaríkin, en í Banda- ríkjunum mega þeir aðeins gifta sig í Massachusetts- ríki. Í Suður-Afríku hefur gifting samkyn- hneigðra verið lög- leidd, en þau lög taka gildi í lok þessa árs. Mun fleiri lönd leyfa einhverja tegund af staðfestri sambúð samkyn- hneigðra, en meðal þeirra eru Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýska- land, sex ríki Bandaríkjanna, Bretland og Ísland. Víða í Afríku og Austurlöndum er samkynhneigð ólögleg og liggur dauða- refsing við því í sumum löndum. Deilur um lögmæti Lögmæti hjónabands milli tveggja mann- eskja af sama kyni veltur að mestu leyti á því hvernig hugtakið hjónaband er skilgreint. Þeir sem eru fylgjandi hjónabandi sam- kynhneigðra segja það rétt þeirra, þar sem hjónaband sé löglegt samkomulag sem ekki ætti að vera einskorðað við tvær manneskjur af mismunandi kyni. Andstæðingarnir segja hjónaband samkynhneigðra ekki réttindi í sjálfu sér og ætti ekki að vera löglegt á siðferðislegum, trúarlegum eða samfélags- legum grundvelli. FBL-GREINING: HJÓNABAND SAMKYNHNEIGÐRA Mega aðeins gifta sig í fimm löndum Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? > Fjöldi sjómanna Laxveiði í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim vænting- um sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um get- ur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn. Veiðin virðist þó vera að glæðast víða. Þannig komu meira en fimm hundruð laxar upp úr Ytri-Rangá og Hólsá í síðustu viku og eru árnar að ná svipaðri veiði og í fyrra. Láxá á Ásum er líka að taka við sér en þar hafa veiðst um hundrað laxar síðustu vikuna, sem telst allgott, á einungis tvær stangir. Viðvarandi bjartsýni Laxveiðimenn og veiðimenn almennt eru upp til hópa bjart- sýnismenn enda það kannski part- ur af prógramminu að eiga alltaf von á því besta framundan. Á hverju vori má oft lesa viðtöl við veiðigarpa sem langflestir eiga von á góðu veiðisumri, þótt illa hafi veiðst í mörg ár á undan. Þegar góður afli gengur ekki eftir og veiði er treg framan af sumri, halda menn að minnsta kosti í vonina um að lokaspretturinn verði góður. Þannig er því varið með viðmælendur Fréttablaðsins um laxveiðisumarið 2006, þeir eru bjartsýnir á að þær vikur sem eftir eru af laxveiðitímabilinu skili mun fleiri löxum á land en þær sem liðnar eru. Óhemju veiði í fyrra Steinar Torfi Vilhjálmsson, sölu- maður hjá Lax-á, segir veiðisum- arið hafa farið hægt af stað og veiðin verið misgóð. „Fólk er misánægt, það er búin að vera mikil uppsveifla síðustu sumur, óhemjumikil veiði og fólk býst alltaf við að þetta verði enn betra,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á að erfitt sé að bera veiðitölur á miðju sumri saman við heildarafla árs- ins á undan. „Sumar ár fara seint af stað eins og dæmið með Ytri- Rangá og Hólsá sýnir og þar stendur veiðitímabilið auk þess fram í október.“ Sígandi lukka best Undir þetta tekur Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur. „Samanburð- urinn við árið í fyrra er ekki alveg sanngjarn, Þá voru nokkrar ár að ná algjörri metveiði, til dæmis Norðurá þar sem komu upp rúm- lega þrjú þúsund laxar. Hún er komin í um fimmtán hundruð laxa núna, sem er mjög góð veiði, og hún fer örugglega yfir tvö þúsund laxa í ár, sem er mjög fín veiði.“ Páll Þór vekur líka athygli á því að besti veiðitími í ám lands- ins sé mjög mismunandi og nefn- ir, líkt og Steinar Torfi, Rangárn- ar á Suðurlandi sem dæmi um ár sem gefa meira eftir því sem lengra líður á veiðitímabilið. „Norðurland og sérstaklega Norð- austurhornið eru líka svæði þar sem yfirleitt veiðist meira síð- sumars,“ segir hann. Færri fiskar í ánum Þrátt fyrir sameiginlega bjartsýni um að laxveiðisumarið 2006 verði gott þegar upp verður staðið í haust, eru þeir Steinar Torfi og Páll Þór þó sammála um að eitt- hvað hafi greinilega komið upp á í laxagengdinni í sumar. „Það hefur einfaldlega ekki nógu mikill fisk- ur skilað sér í árnar í sumar og það getur enginn svarað því fyrir víst hver skýringin á því er. Hugs- anlega getur þetta skilað sér síðar í sumar,“ segir Steinar Torfi og bætir því við að sumir telji þetta benda til þess að einhverjar breyt- ingar séu að verða á vaxtarskil- yrðum laxins í hafinu. Göngur seinna á ferðinni Páll Þór segir veiðimenn almennt sammála um að göngur séu seinna á ferðinni í ár en í fyrra, en þær séu að sama skapi jafnari. „Veiðin í Ell- iðaánum er til dæmis örlítið betri núna en á sama tíma í fyrra en samt hafa um þúsund færri laxar farið gegnum teljarann. Þeir eru þó að koma jafnt og þétt núna, til að mynda fóru um níutíu laxar gegnum teljarann í fyrrinótt,“ segir hann og bætir við að laxveiðimenn um land allt horfi fram á góðar laxagöngur áfram eitthvað frameftir sumri. Veiddu yfir 500 laxa á einni viku LAXVEIÐAR Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að eitthvað hafi greinilega komið upp á í laxagengd laxa í sumar. Það hafi ein- faldlega ekki verið nógu mikill fiskur í ánum og enginn geti svarað fyrir víst hver skýringin sé. Sumir halda því fram að þetta bendi til þess að einhverjar breytingar séu að verða á vaxtarskilyrðum laxins í hafinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKULL PÁLL ÞÓR ÁRMANN STEINAR TORFI VILHJÁLMSSON FRÉTTASKÝRING SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON ssal@frettabladid.is AFLATÖLUR Í HELSTU ÁM LANDSINS Lokatölur 2005 - 26/7 2006 Elliðaár (4-6) 954 567 Leirvogsá ( 2) 744 165 Laxá í Kjós/Bugða (10) 1.588 440 Norðurá (14) 3.138 1.498 Þverá/Kjarrá (14) 4.165 1.288 Langá (12) 1.912 660 Grímsá & Tunguá (8-10) 1.486 446 Haffjarðará ( 6) 1.290 565 Laxá í Dölum ( 6) 1.881 201 Hrútafjarðará og Síká (3) 512 62 Miðfjarðará (10) 1.561 284 Víðidals og Fitjá ( 8) 1.732 403 Laxá á Ásum ( 2) 703 144 Blanda (10) 1.591 825 Laxá í Aðaldal (18) 1.036 253 Selá í Vopnaf. (4-8) 2.316 647 Hofsá/Sunnudalsá ( 8) 1.965 478 Eystri-Rangá (16) 4.225 432 Ytri-Rangá og Hólsá (18) 2.990 944 FJÖLDI STANGA ER INNAN SVIGA. Dorrit Moussaieff forsetafrú fær íslenskan ríkisborgararétt næsta mánu- dag. Meðmæl- endur hennar voru Karl Sigurbjörns- son biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Hjalti Zóp- hóníasson er skrifstofustjóri dómsmálaráðurneytisins. Þurfa allir sem sækja um ríkis- borgararétt meðmæli? Í öllum tilvikum er krafist tveggja meðmælanda þegar einstaklingur sækir um íslenskan ríkisborgararétt. Meðmælandi þarf að þekkja viðkom- andi einstakling af eigin raun og gefa honum meðmæli. Hversu margir hafa fengið ríkis- borgararétt undanfarin ár? Síðustu þrjú ár hafa tæplega 1.900 manns fengið íslenskan ríkisborgara- rétt. Þeim sem fá ríkisborgararétt hefur fjölgað mikið árlega undanfarin 10 ár. Hvaðan koma flestir? Undanfarin ár hafa flestir sem fá ríkisborgararétt hér verið Pólverjar, og næstir í röðinni eru Serbar, Taílending- ar og Filippseyingar. SPURT OG SVARAÐ RÍKISBORGARARÉTTUR Allir þurfa meðmæli HJALTI ZÓP HÓNÍASSON Heimild: Norræna ráðherranefndin/www.norden.org 6. 03 2 21 .2 74 2. 50 0 1. 98 5 Fæ rey jar ÍSL AN D No reg ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.