Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 20
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.259 -1,22% Fjöldi viðskipta: 256 Velta: 2.488 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,80 -0,80% ... Alfesca 4,00 -0,74% ... Atlantic Petroleum 583,00 +0,00% ... Atorka 6,10 +0,00% ... Avion 32,50 +0,62% ... Bakkavör 46,50 -1,90% ... Dagsbrún 5,37 -0,92% ... FL Group 15,50 -2,52% ... ... Glitnir 16,50 -0,60% ... KB banki 710,00 -1,39% ... Landsbankinn 20,30 -0,98% ... Marel 73,20 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,50 -1,20% ... Straumur-Burðarás 15,60 -1,89% ... Össur 107,00 -1,84% MESTA HÆKKUN Avion Group +0,62% MESTA LÆKKUN FL Group -2,52% Bakkavör -1,90% Straumur-Burðarás -1,89% Stjórnendur Landsbankans eru ánægð- ir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréf- unum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagn- aður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta. Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum. - eþa Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds og ákvörðun vaxtabóta og barnabóta, á árinu 2006 er lokið á menn, sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 90/2003. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum manna verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstudaginn 28. júlí 2006. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðs- manni skattstjóra eða öðrum þeim stöðum í hverju sveitarfélagi sem sérstaklega hafa verið auglýstir dagana 28. júlí til 11. ágúst 2006 að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2006 þ.m.t. tryggingagjald, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir og/eða birtir á þjónustusíðu viðkomandi á vef ríkisskattstjóra. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda á menn, sem tilkynnt hefur verið um með álagning- arseðli 2006, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 28. ágúst 2006. 28. JÚLÍ 2006 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á menn árið 2006 Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 6.143 milljón- um króna og hagnaðist bankinn því um 20,4 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Afkoma bank- ans er tæpum einum milljarði betri en meðaltalsspár markaðs- aðila gerðu ráð fyrir. Til samanburðar hagnaðist Landsbankinn um 11,1 milljarð króna á fyrri hluta ársins í fyrra. Nam arðsemi eigin fjár fjöru- tíu prósentum á ársgrundvelli á fyrstu sex mánuðum ársins. Rétt eins og í tilfelli KB banka, sem einnig skilaði uppgjöri umfram spár, lækkuðu bréf Landsbankans eftir uppgjörið. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, er sáttur: „Hagnaðurinn á ársfjórðungnum er sá þriðji mesti í sögu bankans og kemur til á erfiðu tímabili. Það er merki um styrk bankans að ná þetta góðri niðurstöðu við aðstæð- ur sem þessar.“ Þegar horft er á tölur fyrir fjórðunginn sést mikill vöxtur í hreinum vaxtatekjum frá fyrsta árshluta. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 13,7 milljörðum króna, samanborið við 8,9 millj- arða á þeim fyrsta. Aukningin kemur að stórum hluta til vegna hárrar verðbólgu á tímabilinu. Hreinar þóknunartekjur voru um 6,9 milljarðar króna og breyttust nær ekkert milli fjórð- unga. Hins vegar urðu mikil umskipti á fjárfestingartekjum bankans, sem voru neikvæðar um 1,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en jákvæðar um 11,2 milljarða á þeim fyrsta. Er þetta rakið til lækkunar á hluta- bréfamörkuðum. Sigurjón er sér í lagi ánægð- ur með auknar vaxta- og þókn- unartekjur á milli ára. Á fyrstu sex mánuðunum námu þessar tekjur alls 36,4 milljörðum króna og hafa um það bil tvö- faldast á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans á öðrum ársfjórðungi var um 9,8 milljarðar króna og hækkaði um 1,7 milljarða frá fyrsta árshluta. Eignir bankans stóðu í 1.811 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 406 milljarða frá áramótum, eða um 29 prósent. Hins vegar jukust þær aðeins um 2,3 prósent á milli fjórðunga. Eigið fé bankans stóð í 123 millj- örðum króna þann 30. júní og hefur eiginfjárhlutfall bankans aldrei verið hærra: nam CAD hlutfall 15,1 prósenti í lok síðasta árshluta. Sigurjón segir núverandi stöðu bankans eiga að tryggja að tekjur hans verði á hverju ári af stærð- argráðunni sjötíu milljarðar króna og árlegur gróði á bilinu tuttugu til þrjátíu milljarðar, óháð gengishagnaði. Á næstunni verði unnið að fjármögnunarmálum, og auk þess haldið áfram að vinna úr þeim yfirtökum sem ráðist var í á síð- asta ári. Í vikunni gekk bankinn frá 54 milljarða króna sambanka- láni til þriggja ára sem er fyrsta skref að endurfjármögnun fyrir næsta ár. Þá er stefnt að útgáfu skuldabréfa í Bandaríkjunum á seinni hluta ársins. Bankinn stefnir að því að sækja lán til almennings í Bretlandi og Hol- landi með því að bjóða upp á inn- lánsreikninga í gegnum netið. eggert@frettabladid.is Sáttir við uppgjör LÍ Hagnaður Landsbankans var 6,1 milljarður á öðrum ársfjórðungi. Verðbólga skilaði mikilli aukningu vaxtatekna á öðrum ársfjórðungi en afkoma af fjár- málastarfsemi var neikvæð. Áhersla lögð á fjármögnun með innlánum. HAGNAÐUR LANDSBANKANS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI OG SPÁR MARKAÐSAÐILA* Hagnaður 6.143 Spá Glitnis 2.934 Spá KB banka 7.392 Meðaltalsspá 5.158 * Í milljónum króna BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS, HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON OG SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Hagnaður bankans, 6,1 milljarður á öðrum ársfjórðungi, var umfram spár markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI MARKAÐSPUNKTAR Avion Group hefur verið valið besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutn- inga 2005 til 2006. Breska viðskipta- blaðið Business Britain Magazine veitir verðlaunin. Dagvöruvelta jókst um 1,3 prósent í júní, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Tólf mánaða vöxtur mælist nú 2,4 prósent. Greiningardeild KB banka mælir með því að fjárfestar minnki við hlut sinn í Dagsbrún. Telur greiningardeildin að sanngjarnt verð á bréfum í félaginu sé 5,15 krónur á hlut en 5,8 krónur að tólf mánuðum liðnum. Rafmagnsleysi ofan á Rafmagn fór af stórum hluta City, fjár- málahverfis Lundúna, í gær, skömmu eftir að stjórnendur Landsbankans luku við að kynna hálfs árs uppgjör bankans fyrir breskum kaupahéðnum. Var varla líft hjá bankamönnum í City er sátu kófsveittir fyrir framan tölvurnar sínar í steikjandi hitanum. Þetta atvik er kannski til marks um þær erfiðu aðstæð- ur sem íslenskir bankamenn hafa glímt við upp á síðkastið, til dæmis hækkandi vaxtaálag og neikvæða umfjöllun. Stjórn- endur LÍ segjast hafa orðið þess varir að mesti skjálftinn sé farinn af mörkuðum. Nú er bara að vona að þeir nái fluginu til baka. Erlend geðvonska Það er ekki bara hiti og rafmagnsleysi sem hrjáir bankana á alþjóðamörkuðum. KB banki fékk fúlar viðtökur hjá Merrill Lynch í kjölfar síns uppgjörs. Merrill Lynch hefur verið afar neikvætt í garð íslensku bankanna og virðast menn þar lítið hrifnir af viðskiptamódeli KB banka. Bankanum er nudd- að upp úr krosseignarhaldi, þrátt fyrir að unnið hafi verið markvisst að því að leysa slíkt upp. KB menn dæsa og segja erfitt að gera slíkum til hæfis. Á markaðnum er hvískrað að Merrill Lynch hafi ráðlagt kúnnum sínum að skortselja skuldabréf bank- anna, í fullvissu þess að ekki rofi til í bráð. Þeir muni því ekki gefa eftir þá skoðun sína fyrr en í fulla hnefana. Peningaskápurinn ... ÁGÚST OG LÝÐUR GUÐMUNDSSYNIR Bakkavör Group skilaði methagnaði á öðrum ársfjórð- ungi. Methagnaður varð af rekstri Bakkavarar Group á öðrum fjórð- ungi ársins 2006. Jókst hagnaður eftir skatta um 83 prósent miðað við sama ársfjórðung í fyrra og nam tveimur milljörðum króna. Var afkoman um hundrað millj- ónum króna yfir meðaltalsspá greiningardeilda viðskiptabank- anna þriggja. Fyrir fyrstu sex mán- uði ársins nam hagnaðurinn 2,8 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem var aukn- ing um 123 prósent milli tímabila. Eigið fé Bakkavarar nam 27,3 milljörðum króna í lok júní saman- borið við 17,9 milljarða króna í árslok 2005 sem er aukning um 52 prósent. Eiginfjárhlutfall, sem gefur til kynna hve hátt hlutfall eigið fé er af heildarfjármagni fyrirtækisins, jókst úr 12,4 pró- sentum í árslok 2005 í 15,3 prósent á fyrri helmingi ársins 2006. Í fréttatilkynningu frá Bakka- vör Group er haft eftir Ágústi Guð- mundssyni, forstjóra félagsins, að afkoman í Bretlandi staðfesti leiðandi stöðu félagsins á markaðn- um sem enn frekar hafi verið styrkt með kaupunum á Laurens Patisseries og New Primebake. - hhs Hagnaður yfir spám hjá Bakkavör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.