Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 94
28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
opið alla laugardaga 11-14
Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA,
VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA
Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður
saltfi skur, skötuselur og keila.
LÁRÉTT 2 asni 6 belti 8 tala 9 kóf
11 hljóm 12 smápeningar 14 sagði
16 hvað 17 gæfa 18 kærleikur 20
ónefndur 21 viðlag.
LÓÐRÉTT 1 rita 3 klaki 4 XIV 5 hjör
7 læðast 10 útsæði 13 einkar 15
spyrja 16 rámur 19 drykkur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 fífl, 6 ól, 8 sjö, 9 kaf, 11 óm,
12 aurar, 14 mælti, 16 ha, 17 lán, 18
ást, 20 nn, 21 stef.
LÓÐRÉTT: 1 bóka, 3 ís, 4 fjórtán, 5
löm, 7 laumast, 10 fræ, 13 all, 15 inna,
16 hás, 19 te.
„Elle Macpherson var hér á landi
um helgina í fríi og hafði samband
við mig til að spjalla. Þetta er ekki
í fyrsta skiptið sem hún kemur
hingað,“ segir Georg Guðni Hauks-
son myndlistarmaður. Hann vill þó
lítið tjá sig um samskipti sín við
fyrirsætuna. Georg Guðni og Elle
þekkjast síðan hann hélt myndlistar-
sýningu í Los Angeles í janúar og
hreifst hún af málverkum hans og
festi kaup á einu þeirra.
Georg Guðni hefur oft verið
kallaður bjargvættur íslenska
landslagsmálverksins og vakið
mikla athygli fyrir falleg lands-
lagsmálverk hérlendis og erlendis.
Á döfinni hjá honum eru bæði sýn-
ingar og bókaútgáfa. „Það eru
erlendir aðilar í Þýskalandi sem
eru að undirbúa bók um mig og list
mína sem kemur út þar í landi
bráðlega.“
Georg Guðni býr og starfar í
Reykjavík og hefur haldið fjölda
einkasýninga bæði hér heima og á
erlendum vígstöðvum. Hann
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og við Jan
Van Eyck Akademie í Maastricht á
árunum 1985-1987.
Georg hlaut Menningar-
verðlaun DV árið 1988
og hefur verið úthlut-
að listamannalaunum
samtals fjórum
sinnum.
Elle Macpherson
er leikkona og ofur-
fyrirsæta sem hefur
haft gælunafnið
Kroppurinn. Hún
er áströlsk að upp-
runa og hefur verið
á forsíðum allra
helstu tískutíma-
rita heims enda
talin tekjuhæsta
ofurfyrirsæta síns
tíma ásamt Naomi Campell, Cindy
Crawford og Christy Turlington.
Einnig hefur hún komið fram í
fjöldanum öllum af bíómyndum á
borð við Sirens, Jane Eyre og If
Luck Fell en einnig sást hún í
nokkrum þáttum af sjónvarps-
þáttaröðinni vinsælu Vinum eða
Friends þar sem hún lék meðleigj-
anda Joey.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Georg Guðni kemst í kynni við
stórstjörnur því þegar leikarinn
Viggo Mortensen var staddur hér
á landi heillaðist hann einnig af
landslagsmálverkum hans. Viggo
gaf út bók sem heitir „Strange
Familiar“ með verkum Georgs
Guðna í vor og einnig
hafa þeir haldið sýn-
ingu saman í Los
Angeles.
alfrun@frettabladid.is
GEORG GUÐNI HAUKSSON: ENN Í SLAGTOGI MEÐ STÓRSTJÖRNUM
Fékk Elle Macpherson í
heimsókn um helgina
GEORG GUÐNI HAUKSSON Hefur heillað stjörnurnar með fallegum landslagsmálverkum.
Endurnýjaði kynnin við Elle Macpherson þegar hún var stödd hér á landi um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
TEKJUHÆSTA OFURFYRIRSÆTA HEIMS
Elle Macpherson var stödd hér á landi um
helgina og er það víst ekki í fyrsta sinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
VIGGO MORTENSEN Danski leikarinn er mikill
aðdáandi Georgs Guðna og hefur meðal
annars gefið út um hann bók.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Velgengni Magna heldur áfram í Rock Star: Supernova en hann er nú
einn ellefu þátttakenda sem eftir eru í
þættinum eftir að Phil Ritchie var sendur
heim aðfaranótt fimmtudags. Okkar
maður var aldrei í hættu en Magni söng
lagið Heroes eftir David Bowie sem
fékk enga glimrandi dóma frá þeim
Gilby Clarke, Dave Navarro, Tommy
Lee og Jason Newsted. Magni skartaði
glæsilegum Les Paul-gítar en fékk þó
ekkert sérstakt hól fyrir gripinn. Vinsældir
íslenska söngvarans hafa aðeins dvínað
á heimasíðunni supernovafans.com
en þegar best lét voru tæplega áttatíu
prósent þeirra sem greiddu atkvæði á
því að Magni ætti að verða
næsti söngvari hljóm-
sveitarinnar. Nú hefur
söngvarinn rúm sjötíu
prósent atkvæða á bak
við sig þegar fimmtán
þúsund gestir hafa látið
skoðun sína í ljós en
söngkonan Dilana
Robichaux kemur
næst með rúm
fimmtán prósent.
Veðurfréttamaðurinn Sigurður Þ. Ragnarsson hefur spádómsgáfu á
fleiri sviðum en þegar kemur að veðrinu.
Siggi stormur tók þátt í veðmáli starfs-
manna fréttastöðvarinnar NFS um hvaða
land myndi sigra HM í knattspyrnu í
sumar og gerði sér lítið fyrir og sigraði.
Siggi stórgræddi á veðmál-
inu og hafði upp úr krafsinu
tuttugu kassa af bjór. Mun
kappinn hafa haft á orði
að ótrúlegt skuli hafa
verið að vinnufélagar
hans skuli hafa
lagt í hann,
manninn sem
vinnur við að spá
og spekúlera.
Mikil gleði ríkir nú í herbúðum stór-stjörnunnar Silvíu Nætur. Nýlega
var tilkynnt að helsti samstarfsmaður
hennar, Gaukur Úlfarsson, eigi von á
barni með kærustu sinni, fyrirsætunni
Dagbjörtu Ylfu Geirsdóttur. Þau skötu-
hjúin studdu bæði rækilega við bakið á
drottningunni á Euro-
vision í Aþenu, Gauk-
ur sem umboðsmað-
ur og Dagbjört Ylfa
í umsjón búninga
dívunnar. Nú er
talað um að Silvía
ætli að launa
þeim greiðann
með því að
bjóða sig fram
í hlutverk guð-
móður barnsins.
-hdm
Íbúar Seyðisfjarðar hafa glaðst
mjög yfir þeim fréttum að eina
bókaverslun bæjarins muni áfram
haldast í rekstri. Helgi Örn Péturs-
son, fyrrum meðlimur hljómsveit-
arinnar Singapore Sling ætlar að fá
íbúana til þess að lesa og skrifa
meira, en hann tók við rekstri bóka-
verslunarinnar um miðjan júní.
Ætlar hann að brydda upp á ýmsum
nýjungum í versluninni og eru
nokkrar þeirra nú þegar orðnar
sýnilegar. Komið er kósí sófahorn í
verslunina þar sem gestir geta tyllt
sér niður, flett í bókum eða kíkt á
netið og svo er farið að selja geisla-
diska frá Smekkleysu og 12 tónum
í versluninni. Helgi Örn útskrifað-
ist frá myndlistardeild Lista-
háskólans í vor og flutti þá með
fjölskylduna austur og kann afar
vel við sig. Helgi Örn er ekki í
slæmum félagsskap á Seyðisfirði
því myndlistarmenn sækja í
síauknum mæli þangað og margir
þeirra hafa keypt sér hús á staðn-
um. „Ég verð að sjálfsögðu með
allar nauðsynlegar myndlistarvörur
hérna og svo ætla ég að leggja
áherslu á að vera líka með bækur
um myndlist og þá sérstaklega um
Dieter Roth sem var mikill unn-
andi Seyðisfjarðar.“ Sjálfur ætlar
Helgi Örn að vera með vinnustofu í
versluninni og þannig ná að sinna
bæði listinni og afgreiðslunni. -snæ
Hvetur til bóklestrar á Seyðisfirði
LÍF Í BÓKAVERSLUNINNI Helgi Örn færir
aukið líf í bókaverslunina á Seyðisfirði.
Takið eftir hinni húmorísku áletrun á skilt-
inu, sem listamaðurinn Baldur Björnsson
gerði fyrir verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
,,Ég er himinlifandi með þessa
breytingu. Nú er ég er loksins
orðinn löglegur,“ segir Steingrím-
ur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi
upplýsingafulltrúi forsætis-
ráðuneytisins, sem hefur fengið
nafnið Sævarr samþykkt af
Mannanafnanefnd.
Steingrímur Sævarr hefur
háð harða baráttu við Manna-
nafnanefnd um að fá nafnið Sæv-
arr samþykkt. Mannanafna-
nefnd setti sér reglu að nafnið
Sævarr samræmdist ekki
íslenskum rithætti og vildi því
ekki viðurkenna skírnarnafn
hans.
,,Sævarr er íslenskt nafn og
kemur meðal annars fyrir í bók-
menntunum okkar. Þetta er
upprunalegur ritháttur nafns-
ins,“ segir Steingrímur Sævarr.
,,Nefndin horfði meðal annars
framhjá því að það eru að
minnsta kosti sex nöfn sem leyfi-
legt er að skrifa svona: Óttarr,
Heiðarr, Snævarr, Steinarr,
Ævarr og Hnikarr. Það lá fyrir að
það sama þyrfti að gilda fyrir
Sævars nafninu.“
Barátta Steingríms Sævars
tók tæp sjö og hálft ár en nú er
henni loks lokið. ,,Ég vann fullan
sigur,“ segir Steingrímur Sævarr.
,,Ég fékk bréf frá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu þess
efnis að búið væri að gefa út
nafnabreytingaleyfi sem tekur
gildi um leið og ég er búinn að
borga 4.400 krónur.“ -kh
Fallbeyging nafnsins Sævarr, sam-
kvæmt samþykkt Mannanafna-
nefndar:
Hér er Sævarr
Um Sævar
Frá Sævari
Til Sævars
Steingrímur Sævarr loksins löglegur
STEINGRÍMUR SÆVARR Steingrímur
getur loks skrifað nafn sitt á löglegan
hátt eftir tæplega sjö ára baráttu.
HRÓSIÐ
... fær Margrét Lára Viðarsdóttir
sem hefur skorað hundrað mörk í
Landsbankadeild kvenna, aðeins
tvítug að aldri.
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Svar við spurningum á bls. 8
1. Í Arnarfirði.
2. Legia Varsjá.
3. Massachusetts.
VEISTU SVARIÐ?