Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 22
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR22 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús R V 62 10 Opn una rtím i í ve rslu n RV : Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:0 0 Laug arda ga f rá kl. 1 0:00 til 1 4:00 Þeir sem fara akandi frá höfuðborginni til Vestfjarða hafa margir átt góðar griðastundir við þjóðveginn í Bjarkalundi. Í vetur tóku nýir eigendur við staðnum og í kjölfarið hefur verið ráðist í nokkrar breytingar. Freyja Ólafsdóttir kokkur fór með blaðamanni um staðinn og sagði honum hvað til stendur. „Hér eru allir að bíða eftir flatskjánum,“ segir hún og bendir á hvítan flöt á veggnum í matsalnum. „Málið er hins vegar það að þetta er tréplata sem sett var fyrir gluggann en það þurfti að taka rúðuna úr til að koma nýja barborðinu inn. Rúðan fer svo aftur í,“ segir hún og brosir við. Hún hefur unnið síðastliðin fimm sumur í Bjarka- lundi en hún kennir í Lágafellsskóla á veturna. „Það hefur alltaf verið lokað hérna þegar ég fer suður en nú verður breyting á þar sem Bjarkalundur á að vera opinn fram á vetur, jafnvel í allan vetur. Ekki er vanþörf á, því ef menn leggja af stað frá Reykjavík áleiðis til Barðastrandar eftir klukkan fimm á vet- urna þá hafa þeir engan áningarstað frá Borgarnesi og vestur. Svo er þetta kjörinn staður fyrir fyrirtæki sem vilja bæta andann hjá starfsfólkinu og koma með það hingað þar sem ekkert gemsasamband er.“ Ekki láta menn í Bjarkalundi nú hamborgar- ana og pylsurnar um að laða ferðamenn að, því ætlunin er að halda fjölskylduhátíð þar um verslunarmannahelgina með tónlist, uppákomum og jafnvel leiktækjum. En til að Bjarkalundur verði til fyrir veturinn þarf að tvöfalda glerin í gluggum og verður senn farið í það verk. Einnig hefur nýjum hitablásurum verið komið fyrir í Bjarkalundi en þau tæki taka loft í kassa sem er fyrir utan, hita það og blása svo innandyra. ATVINNUREKANDINN: HÓTELIÐ OG VEITINGASTAÐURINN BJARKALUNDI Búa sig undir fyrsta veturinn Það er sólskin og blíða þeg- ar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi að Reykhól- um. Þar búa kraftmiklir og sjálfsöruggir sveitungar enda fá þeir auka orku úr þanginu og vissuna úr völunni hans Dalla. „Dæmigerð hjón hér eru karl sem vinnur í Þörungaverksmiðjunni og kona sem vinnur á dvalarheim- ilinu Barmahlíð,“ segir Einar Örn Thorlacius, sem senn lætur af störfum sem sveitarstjóri, þegar hann er beðinn um að lýsa lífinu á Reykhólum. 26 manns vinna í Þör- ungaverksmiðjunni sem er stærsti atvinnurekandinn í hreppnum en svo kemur Barmahlíð þar sem 18 manns vinna. En svo eru það aðrir sem eru að bralla eitthvað á eigin spýtur eins og að framleiða áburð eða stinningarlyf úr þangi. Dalli galdrakarl og stinningarlyfið „Margir gera gys að þessu og kalla mig Kjartan galdrakarl eftir þess- um í Strumpunum,“ segir Guðjón Dalkvist Gunnarsson eða Dalli eins og hann er kallaður. Blaða- maður kom að honum í skúrnum þar sem hann var að hræra í þang- pottinum og minnti í raun nokkuð á umræddan Kjartan. Salan á áburðinum sem unninn er úr þanginu gengur vel en eflaust þekkja margir til þessa vökva sem seldur er í Blómavali og fleiri stöðum undir nafninu Glæðir. „Mest hef ég selt sjö tonn á ári en það verður þó eitthvað aðeins minna í ár. Þessi vökvi styrkir grasið en lætur það ekki spretta neitt meira en ella. Þess vegna er þetta vinsælt á golfvelli og þeir sem reka þá eru nokkrir af mínum stærstu kúnnum.“ En Dalli hefur áhuga á að styrkja meira en gras og gróður. „Eitt sinn þegar ég var að sjóða þangið setti ég matarsóda út í í stað sóda sem ég nota venjulega og þá var ég kominn með hið besta stinningarefni fyrir karla. Reynd- ar er ég ógiftur svo ég hafði ekk- ert með það að gera að rannsaka þetta nánar en eftir því sem ég best veit er þessi blanda eins konar Viagra. Ég ræddi við nokkra gosframleiðendur um að reyna að markaðssetja þetta sem orku- drykki en þeir voru ekki að átta sig á þessu. En kannski næ ég að stinna upp áhugann hjá þeim,“ segir hann og hlær. Kannski væri það við hæfi að stinningarlyf væri framleitt í sveitinni þar sem áður stóðu Tittlingastaðir og Rúnkhús. Svo ekki sé talað um Barma sem standa þar enn og eru hinir fín- ustu en þar er torfhús fallegt. Rýnt í framtíðina Einnig hefur Dalli hafið fram- leiðslu á völu eins og þeirri sem forfeður okkar notuðu við völu- spá. „Þetta er í raun lítið kinda- bein í liðnum þar sem fótleggur og lærleggur mætast.“ Því næst sýnir hann blaðamanni hvernig valan er notuð. Hann rennir henni um hvirfilinn nokkra stund, hallar höfðinu aftur og setur hana milli augna sér og þylur: „Spákona, ég spyr þig! Ég skal þig með gullinu gleðja og silfrinu seðja ef þú segir mér satt. Annars skaltu í eldi brenna ef þú skrökvar að mér.“ Því næst spyr hann hvort veðrið verði gott í Reykjavík á laugar- dag, það er að segja á morgun. Þá reisir hann höfuðið svo valan fell- ur til jarðar og lendir með holuna upp sem þýðir já. Borgarbúar geta svo séð á morgun hvort eitthvað vit sé í völunni. Sjávarþang í bjór, varalit og sígarettur Rétt úti fyrir strönd Reykhóla er Karlsey en þar stendur Þörunga- verksmiðjan. Þegar blaðamann bar að voru Ebenezer Jensson og Steinunn Lilja Ólafsdóttir að skipa út þangmjöli. „Þetta er notað alveg í ólíklegustu hluti,“ segir Ebenezer. „Mér er minnisstætt þegar hingað komu hjón og konan kvartaði mikið undan lyktinni sem er af þessu en þá svaraði karlinn: „Þú lætur ekki svona þegar þú ert að maka þessu framan í þig.“ En það vill svo til að mjölið er notað í varalit og alls konar snyrtiduft sem konurnar setja framan í sig. Einnig er það komið í lög í Banda- ríkjunum að sígarettur verða að hafa efni sem meðal annars er unnið úr þessu mjöli og gerir það að verkum að hún verður sjálfslökkvandi.“ Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri bætir við að mjölið sé notað í efni sem er sett í bjór til að hann freyði meira. Mest er þó mjölið notað í fæðubótarefni og áburð. „Ég borða einnig þurrk- að og malað klóþang líkt og aðrir hér. Ég set þetta út á mat í staðinn fyrir salt.“ segir Halldór. „Það er kannski þess vegna sem íbúarnir hérna hafa alltaf verið eins og gangandi orkuboltar,“ segir Ebenezer og fer að segja sögur af grófara taginu úr sveitinni af kvennamanni miklum frá árum áður sem átti 14 skilgetin börn með fjórum konum og mörg börn vinnukvenna í sveitinni báru svip hans. Þessar sögur eru ekki eftir hafandi hér en þær væru vissulega góð áminning til þeirra sem ætla að fara að borða þang eða önnur stinningarlyf. Orkuboltarnir á Reykhólum DALLI SPYR VÖLUNA Guðjón Dalkvist Gunnarsson fer með þuluna og spyr svo völuna hvort veðrið verði gott í Reykjavík á morgun. Hún kvað svo mundu verða og þá er það bara að sjá hvort eitthvað vit sé í völunni sem hann er að markaðssetja. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR STEINUNN LILJA ÓLAFSDÓTTIR OG EBENEZER JENSSON Þangmjölið sem síðan fer í bjór, varalit, sígarettu eða eitthvað annað vellur á kerruna fyrir aftan þau Ebenezer og Steinunni en þangað til hún fyllist segja þau sögur úr sveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRINN VIÐ ÞANGIÐ Hall- dór Óskar Sigurðsson skoðar þangið sem komið hefur verið með að landi. Sjálfur setur hann þang í mat sinn í stað salts líkt og fleiri sveitungar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Íbúafjöldi í desember 2005: 255 Íbúafjöldi í desember 1998: 309 Íbúafjöldi í desember 1991: 370 Íbúafjöldi á Reykhólum í desember 2005: 119 Sveitarstjóri: Einar Örn Thorlacius, nýr verður ráðinn innan skamms. Helstu atvinnufyrirtæki: Þörungaverk- smiðjan, Dvalarheimilið Barmahlíð, Hótel Bjarkalundur. Skólar: Reykhólaskóli, Leikskólinn Hólabær, Tónlistarskóli Reykhóla- hrepps. Vegalengd frá Reykjavík: 288 Reykhóla- hreppur 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.