Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 26
[ ] Elísabet Alba Valdimarsdótt- ir er einn færasti vínþjónn landsins. Nýverið keppti hún í Trophée Ruinart-vínþjónakeppn- inni sem er talin ein af erfiðustu keppnunum í vínfræðum, vín- framreiðslu og blindsmakki. Trophée Ruinart-vínþjónakeppnin var haldin í bænum Reims í kampavínshéraðinu í Frakklandi um miðjan júni. Bakhjarl keppn- innar er Ruinart-kampavínshúsið. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti og er talin vera ein sú erfið- asta í vínfræðum og vínfram- reiðslu. Alls tóku 35 vínþjónar þátt frá jafnmörgum löndum og fyrir hönd Íslands keppti Elísabet Alba Valdimarsdóttir, vínþjónn á veit- ingastaðnum Vox á Nordica hót- eli. „Að vera þjónn eða vínþjónn er ákveðin köllun,“ segir Alba. „Áhuginn á vínunum þróast svolít- ið sjálfkrafa. Hægt er að eyða allri ævinni í að læra um vín en samt er maður langt frá því að vita allt. Það er það besta og það versta við þetta fag.“ Alba er talin vera einn af bestu vínþjónum Íslands. Hún segist heilluð af heimi vínanna enda þarf mikla ástríðu til að ná góðum árangri í jafn erfiðum keppnum og Trophée Ruinart. „Keppnin er fjölbreytt og var mjög skemmti- leg. Við tókum skriflegt próf, kepptum í opnun á kampavíni, blindsmakki á léttvíni og staðfest- ingu á sterku víni, en þar þarf maður að þefa af þremur sterkvínstegundum og segja um hvaða vín er að ræða,“ segir Alba sem þakkar fyrir að hafa ekki verið kvefuð meðan á keppni stóð. Umhelling víns skipar ávallt stóran sess í vínþjónakeppnum en strangar reglur gilda um umhell- ingu víns. Fingur þjónsins mega ekki snerta tappa flöskunnar og ákveðna kúnst þarf til að vinna rétt með handstykkið. Fyrsta skrefið er að hella örlitlu víni í glas og athuga gæði þess með því að þefa. Þar á eftir er víninu úr glasinu hellt í karöflu og notað til að hreinsa hana af óæskilegu bragði. Víninu er svo aftur hellt í glasið og smakkað af þjóninum. Þegar hellt er úr flöskunni sjálfri í karöfluna er notast við kerti. Hlut- verk kertisins er meðal annars að lýsa upp háls og axlir flöskunnar svo vínþjónninn sjái hvenær botn- fallið gerir vart við sig og geti þannig aðskilið það frá víninu. Þessi lýsing er aðeins brot af því ferli sem farið er í gegnum þegar víni er hellt um. Alba segir þetta vera daglega rútínu hjá sér sem hún þekkir vel en þó sé alltaf stressandi að framkvæma slíkt fyrir framan dómara. Alba var ánægð með frammistöðu sína í keppninni. Hún veit ekki í hvaða sæti hún lenti en aðeins eru gefin upp þrjú efstu sætin. „Það var bara svo magnað að fá að taka þátt,“ segir Alba. Alba vakti þó nokkra athygli meðal fjölmiðlamanna ytra enda þykir hún hafa heldur óhefðbund- ið útlit miðað við stífpressaða vín- þjóna víða um heim. Skreytt eyrnalokkum og með hanakamb þótti blaðamönnum Alba heldur rokkuð í annars íhaldssömu umhverfi. „Já, ég stakk svolítið í stúf við hina keppendurna,“ segir Alba og hlær. „Blaðamennirnir eltu mig hreinlega á röndum til að ræða um hanakambinn. En útlit mitt breytir engu um frammistöðu mína sem vínþjónn, ég get vel þefað af vínum þrátt fyrir lokka og kamb.“ Alba stefnir á að keppa um tit- ilinn vínþjónn Íslands með han- akambinn og hæfileika í fartesk- inu en keppnin, sem haldin er af Vínþjónasamtökum Íslands fer fram í haust. Alba er nú þegar byrjuð að undirbúa sig enda mikið í húfi, ferð á heimsmeist- aramót vínþjóna í Barcelona í mars 2007. johannas@frettabladid.is Keppti við þá bestu Elísabet Alba Valdimarsdóttir lifir og hrærist í heimi vínmenningar og er talin einn efnileg- asti vínþjónn landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Grjónagrautur stendur alltaf fyrir sínu. Til að flýta fyrir er gott að sjóða hrísgrjónin í nokkrar mínútur í smá vatni áður en mjólkin er sett út í. Síðan bara hræra, hræra og hræra ... Fyrir þá sem vilja eitthvað hollt og gott í gogginn þá er silungur með mango chutney alveg tilvalinn réttur. Auk þess þarf maður ekki að vera listakokkur til að matseldin heppnist þar sem tiltölulega auðvelt er að matreiða hann. Allt það sem til þarf er: 3 lítil, sundurskorin silungsflök sítróna sem kreist er yfir ögn af salti og sítrónupipar stráð yfir mango chutney smurt á silunginn muldum pistasíuhnetum sáldrað yfir Uppskrift að sumar- legum silungsrétti Uppskrift Guðnýjar Helgu } Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Broskarlar að hætti Jóa Fel Kleppsvegi 152 Smáralind - ekta súkkulaðihúð og marsipan F A B R IK A N Mán. - fös. 7 - 18. Lau. - sun. 7 - 16. Mán. - fös. 9 - 19. Lau. 10 -18. Sun. 12 -18. Jói Fel HÁTEIGSVEGUR 1 105 REYKJAVÍK SÍMI: 533-1020 www.aman.is VÍNGERÐARVERSLUN HÁGÆÐA VÍNGERÐAREFNI NÝ VERSLUN ! MIKIÐ ÚRVAL - TILBOÐ Sa m kv . d ag b ó ka rk ö n n un G al lu p a pr íl 2 0 06 . Auglýsingasími: 550 5000 Engifer og hvítlaukur sett í blandara. Síðan bætt chilli og jarðhnetum við. Að lokum rest af hráefni í sósu sett í blandarann fyrir utan hnetusmjörið en því er hrært saman við blönduna í lokin. Ef sósan er allt of sterk er bætt við hnetusmjöri. Kjúklingur skorinn í litla bita og maríneraður í helmingnum af sósunni. Því lengri tími, því betra. Afgangur af sósu settur í ísskápinn. Kjúklingurinn er svo steiktur á pönnu - aðeins í stutta stund til að loka honum. Síðan er hann settur í eldfast mót og í ofn þangað til hann er eldaður í gegn. Kókosmjöl, saxaðar jarðhnet- ur og sesamfræ ristað á pönnu. Látið í fat, kjúklinginn ofan á og stráð aðeins yfir kjúklinginn. Borið fram með sósunni sem var látin í ísskápinn, salati, brauði og annað hvort kúskús eða smjörsteiktum kartöflum. SATAY-KJÚKLINGUR 800-1000 g kjúklingabringur SÓSA: 3 sentimetrar engifer 8 hvítlauksgeirar 2-3 chilli 1 dl ósaltaðar jarðhnetur 1 dl sojasósa 1/2 dl appelsínuþykkni 2 msk. púðursykur 3 msk. sesamolía 2 tsk. steytt kóríander 2 tsk. steytt cummin 1 krukka af „Crunchy“ hnetusmjöri MEÐLÆTI: kókosmjöl saxaðar jarðhnetur sesamfræ salat brauð annað hvort kúskús eða smjörsteiktar kartöflur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.