Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 58

Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 58
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■26 Vaxandi fjöldi fólks sækir í að upplifa víðernin og njóta óbyggð- anna. Þessi þróun er fagnaðarefni og eykur skilning fólks á nauðsyn þess að vernda náttúruna, en um leið felur hún í sér vaxandi hættu á náttúruskemmdum af manna- völdum. Því er brýnt að ferðafólk umgangist náttúruna af virðingu og varfærni. Aðstandendur átaksins „Áfram veginn – á réttum slóðum“ vilja leggja sitt að mörkum til að vekja ferðafólk til umhugsunar um náttúruna og umgengni við hana. Aðstandendur átaksins eru Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjóla- íþróttaklúbburinn, Ferðafélag Íslands, Útivist, Umhverfisstofn- un, Landgræðsla ríkisins og Land- vernd. Umhverfisboðorð ökumanna - Berum virðingu fyrir náttúrunni og skiljum við hana eins og við komum að henni – og helst betur. - Ökum ekki utan vega nema á snjó og frosinni jörð í samræmi við nátt- úruverndarlög. - Ökum ekki slóðir sem hefur verið lokað vegna aurbleytu eða þar sem hætta er á að slóðir spillist af umferð. - Myndum ekki ólöglega slóða. - Sveigjum ekki af vegi eða slóð til að forðast polla og ófærur. - Gætum varúðar þegar snúa þarf við á þröngum vegum og slóðum. - Ökum ekki eftir þekktum, fjölförn- um göngu- eða reiðleiðum. - Lágmörkum útblástursmengun og förum gætilega með óumhverfis- væn efni. - Samþykkjum ekki óábyrga ferða- mennsku annarra. - Berum virðingu fyrir þörfum ann- arra útivistarhópa og sýnum öðru ferðafólki kurteisi og hjálpsemi. Áfram veginn - á réttum slóðum Átak gegn utanvegaakstri. Þó að jeppar og torfæruhjól séu skemmtilegur ferðamáti verður að virða bann um utan- vegaakstur, hvert sem farið er. Á tjaldsvæðum gildir almennt að bílar eru leyfðir á svæðinu svo lengi sem pláss leyfir. Síðustu ár hefur mikil aukning verið á tjaldvögn- um, fellihýsum og húsbílum og eru hefðbundin tjöld því á töluverðu undanhaldi. Í votviðri er oft gripið til þess ráðs á tjaldsvæðum þó að banna bílum að leggja í grasinu vegna þess að grasið breytist fljótt í drullusvað þegar bílar keyra á því. Bílar & tjaldsvæði Bílar eru ekki æskilegir á grasi í rigningu. „Við vorum að setja upp nýja göngubrú við skálann Strút og höfum síðustu ár verið að bæta aðstöðuna, bæði í skálanum og við hann,“ segir Skúli Skúlason hjá Útivist þegar hann er inntur frétta. Skálinn Strútur tekur 26 manns í gistingu og er á Syðri- Fjallabak, milli Mælifells og Veð- urháls og Skúli segir hann eitt af best geymdu leyndarmálum leið- arinnar um Syðri-Fjallabak. Samt er hann til í að aflétta leyndinni og lýsa leiðinni þangað. „Mælifell er áberandi kennileiti sem stendur upp úr Mælifellssandi. Þar er beygt til norðurs inn í gil og innst í því stendur skálinn í mjög skemmti- legu dalverpi. Þangað er svona sex kílómetra spotti frá aðalveg- inum um Syðri-Fjallabak.“ Skúli segir Strút hafa verið vígð- an 2002 en síðan sé búið að setja upp snyrtiaðstöðu og í vor hafi einangrun verið bætt í gólfið og skipt um gólfefni. „Strútur er í stíl við kröfurnar í dag og tjald- stæðið í kring er smám saman að verða nokkuð boðlegt en þar eins og víða á Fjallabaki er gróðurinn viðkvæmur þannig að við höfum styrkt það í samráði við Land- græðsluna.“ Af því að skálinn stendur spöl frá aðalveginum segir Skúli viss rólegheit ríkja þar. Þó sé hann notaður af gönguhópum sem fara um svokallaðan Strútsstíg úr Hólaskjóli í Hvanngil og góð klukkutíma ganga er úr skálanum að Strútslaug sem vinsælt er að baða sig í. Reyndar segir hann líka Strútsskálann allvinsælan áfanga- stað vélsleðamanna og jeppa- manna að vetrinum. En er skálinn alltaf opinn? „Hann er opinn yfir sumarið og þar er skálavörður sem verður eitthvað fram í ágúst en í annan tíma er skálinn lokaður og þá þarf að fá lykil hjá okkur í Útivist,“ segir Skúli að lokum. Innst í stóru gili stendur hús Hinn vistlegi Strútsskáli Útivistar er eitt af vel geymdum leyndarmálum Syðri-Fjalla- baksleiðar. Kíkt út um gluggann. MYND/GUÐNI RUNÓLFSSON Slakað á í Strútslaug. MYND/STEINAR FRÍMANNSSON Gönguhópur við Strútsskála. „Ég og konan mín gengum ásamt vinahjónum okkar á Sveinstind fyrir skemmstu. Við gengum inn með Fögrufjöllum Skaftármegin, síðan gengum við inn í Grasver við Skaftána og aftur Langasjávarmeg- in í gegnum Fagrafjörð,“ segir Einar Torfi sem gekk í um 7 klukkutíma á dag, fjóra daga í röð. „Við vorum þó ekki að ná að fara yfir meira en 15-17 kílómetra á dag,“ bætir hann við. „Landslagið þarna er svo flott og það er meira að segja fallegt hvern- ig þessi margumtalaði leir í Skaftá myndar svona eins til tveggja metra þykk leirlög. Síðan mótast þetta til með rigningarvatni og þá fer þetta að líkjast einskonar æðahnútum, þetta er mjög sérstakt. Það eru þó ekki margir sem eru hrifnir af þess- um framburði úr ánni.“ Þrátt fyrir að starfa hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í leiðsögn á fjöll- um segist Einar þó ekki komast jafn mikið á fjöll og hann vildi. „Ég vildi að ég kæmist meira, það kemur fyrir að maður lokast inni á skrifstofunni á háannatíma.“ Aðspurður um fal- legasta staðinn á Íslandi að sínu mati segist Einar vera heillaður af Norð- urdal í Skaftafellsfjöllum. „Við gist- um í dalnum eina nótt í skipulagðri ferð sem við förum á hverju ári. Þarna eru fjögur jökullón og útsýnið frá gistisvæðinu yfir jölkullónin og líparít fjöll er brjálæðislega fallegt. Þetta er einfaldlega frábært.“ Um fjöll og firnindi Einar Torfi Finnsson, markaðsstjóri Íslenskra fjallaleið- sögumanna ehf., hefur átt margar eftirminnilegar ferð- ir út fyrir malbikið. Aðspurður um eftirminnilegustu ferðirnar segir Einar að göngur um hálendið með allt á bakinu séu honum að skapi. Einar Torfi Finnson markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.