Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 36
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Með þessu átaki viljum við vekja karla til umhugsunar um hversu hræðilegar afleiðingar nauðgan- ir hafa í för með sér fyrir alla málsaðila,“ segir Hjálmar Gunnar Hjálmarsson, meðlimur í hópnum. „Staðreyndin er nefnilega sú að karlmenn eru í yfirgnæfandi meiri- hluta gerendur í nauðgunum eða á bilinu 96-98 prósent, á meðan konur eru í flestum tilfellum fórn- arlömb. Karlar eru yfirleitt líka ger- endur þegar körlum er nauðgað og því engin ástæða til að sleppa þeim við umræðuna,“ bætir hann við. Að sögn Hjálmars er þetta fjórða árið í röð sem staðið er fyrir átaki af þessu tagi í tengslum við verslun- armannahelgi, en í sjötta sinn sem hópurinn fer af stað. „Í fyrsta sinn var farið af stað undir slagorðinu „Karlmenn segja nei við nauðg- unum“ og má segja að þar með hafi grunnurinn verið lagður að hugmyndafræði hópsins,“ útskýrir hann. Hjálmar segir erfitt að mæla árangurinn af starfsemi hópsins. „Því miður liggja ekki fyrir tölur um fjölda nauðgana um hverja verslunarmannahelgi. „Vissulega berast Stígamótum tilkynningar á ári hverju og kærur eru lagðar fram, en vegna misræmis gefur það ekki rétta mynd af ástandinu. Stað- reyndin er nefnilega sú að ekki er kært í öllum tilfellum og svo geta liðið fjölmörg ár áður en fórnar- lömb gefa sig fram.“ Hjálmar segir mesta árangurinn sjást af viðmóti almennings í garð hópsins, sem verði jákvæðari með ári hverju. „Við þurfum ekki lengur að útskýra hugmyndafræðina frá grunni og skynjum aukinn áhuga. Í fyrra sýndi áhuginn sig meðal ann- ars í því að menn sóttust jafnvel eftir því að dreifa barmmerkjum og bolum fyrir okkur. Við upplifðum ekki frumkvæði af þessu tagi fyrir fjórum árum og erum ánægðir með hugarfarsbreytinguna sem hefur átt sér stað.“ Hjálmar segir að líkt og á síð- ustu árum verði hópurinn áberandi við helstu umferðarmiðstöðvar og ÁTVR, þar sem barmmerkjum, bolum og plakötum verði dreift til að vekja athygli á málstaðnum. Þá er einnig á stefnuskránni að halda út í Vestmannaeyjar en það er í fyrsta sinn sem karlahópurinn fer þangað. - rve Nei við nauðgunum KARLAHÓPUR FEMÍNISTAFÉLAGS ÍSLANDS MUN UM NÆSTU VERSLUNARMANNAHELGI STANDA FYRIR ÁTAKI GEGN NAUÐG- UNUM. Hjálmar Gunnar Hjálmarsson er ánægður með áhugann sem almenningur hefur sýnt starfsemi karlahóps Femínistafélags Íslands.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þegar blaðamaður Fréttablaðsins átti leið í Þórsmörk var glamp- andi sól og Húsadalur skartaði sínu fegursta. Á pallinum við veitinga- skálann sátu skálaverðirnir Ásdís Benediktsdóttir og Kristín Ósk Matthíasdóttir og sleiktu sólina í pásunni sinni. „Þetta er skemmti- legasta sumarvinna sem hægt er að komast í,“ segir Ásdís og Kristín bætir við að það sé ekki slæmt að eyða sumrinu fjarri mannabyggð- um. „Við vinnum í tíu daga og fáum svo frí í fimm. Þá er ágætt að skreppa aðeins í bæinn og svona til þess að fá samband við siðmenn- inguna,“ segir Kristín og hlær. Starf skálavarðar í Húsadal felst í því að taka á móti gestum, halda svæðinu hreinu og sinna þeim sem koma á svæðið. Það þarf líka að slá grasið og sjá til þess að allt sé sem snyrtilegast. „Svo er líka boðið upp á veitingar hér í skálanum sem við sjáum um,“ segir Ásdís en boðið er upp á heita súpu í hádeginu auk þess sem vöfflur, pylsur og kaffi renna ljúflega í maga ferðamannanna. Undanfarin ár hefur mikil upp- bygging átt sér stað í Húsadal og margir átta sig ekki á því að þangað er hægt að fara án þess að kúldrast í tjaldi. Þrír stórir skálar eru á svæð- inu sem taka, hver um sig, um það bil 30 manns í gistingu. Einnig er boðið upp á gistingu í átta smá- hýsum sem taka fjóra til fimm í gistingu. „Það er líka góð aðstaða fyrir þá sem kjósa að vera í tjaldi,“ segir Ásdís um leið og hún bendir blaðamanni á stórt aðstöðuhús sem stendur við hlið veitingaskálans. „Þarna er eldunaraðstaða og gott pláss til að borða og svo eru sturtur, salerni og gufubað í hinum endan- um.“ segir Ásdís. Hún bætir því við að aðstöðuhúsið hafi meira að segja verið notað sem athvarf fyrir hressa ferðamenn sem vildu syngja kar- ókí eitthvert kvöldið. „Sundlaugin okkar, Þórslaug, er líka rosalega vinsæl en við erum svo heppin að hafa heitt vatn hérna í Húsadal,“ segir Kristín. Þórslaug var búin til fyrir nokkrum árum og meðan blaðamaður dvaldi í Húsadal var ávallt einhver að baða sig í lauginni enda ekki amalegt að láta þreytuna líða úr sér í heitu vatninu. Ásdís og Kristín segja að hlutfall íslenskra og erlendra ferðamanna sé fremur jafnt í Húsadal. „Útlending- arnir koma stakir en Íslendingarnir í hópum,“ segir Ásdís og bætir því við að það sé vinsælt hjá hópum að skreppa í Húsadal eina nótt eða svo. „Útlendingarnir eru ljúfir sem lömb og það eru frekar Íslendingarnir sem eru með eitthvert skrall. Það er samt liðin tíð að hér sé mikið fyllerí og svall og yfirleitt er ákaflega frið- sælt hérna,“ segir Kristín. Í Þórsmörk er nóg að sjá fyrir ferðalanga og þegar blaðamaður spyr hvernig tímanum sé best varið svara stelpurnar því til að allir sem komi í Húsadal gangi á Valahnúk. „Stundum kemur fólk hingað og stoppar bara í þrjá tíma og spyr hvað það eigi að gera. Þá er vin- sælt að skreppa á hnúkinn enda er útsýnið þaðan frábært,“ segir Ásdís og Kristín bætir því við að það sé algengt að fólk skreppi í dagsferðir frá Reykjavík og inn í Húsadal. „Þá kemur leiðsögumaður með hópn- um og þau ganga hér um svæðið. Það er hægt að gera ótrúlega margt hérna og gönguleiðirnar eru ótelj- andi. Margir halda að það sé nauð- synlegt að eiga jeppa og tjald til að komast í Þórsmörk en það er alls ekki þannig. Það er bara um að gera að taka rútuna og bóka gistingu í skála eða smáhýsi. Við höfum líka boðið upp á þá þjónustu að lóðsa fólk yfir ána,“ segir Kristín. Þær stöllur eru sammála um að hvergi sé betra að vera yfir sumar- tímann en einmitt í Þórsmörk. „Það er svo mikið tímaleysi hérna, maður veit ekkert hvaða dagur er og það skiptir líka ekki máli,“ segir Ásdís. „Svo er líka alltaf svo gott veður hérna,“ segir Kristín. thorgunnur@frettabladid.is Óþarfi að eiga jeppa Það er margt hægt að gera um verslunarmannahelgina annað en að fara á skipulagða útihátíð. Það er til dæmis alltaf gaman að koma í Húsadal í Þórsmörk. Þar hafa Kynnis- ferðir komið sér upp góðri aðstöðu og svæðið er algjör paradís fyrir ferðamenn. Boðið er upp á gistingu í átta smáhýsum.Náttúrufegurðin í Húsadal er engu lík. Ferðamenn hvíla þreytta fætur í Þórslaug. Ásdís og Kristín segja starf skálavarðarins einstaklega skemmtilegt. „Það er náttúrlega enginn einn hlutur sem er ómissandi heldur ýmislegt,“ segir Ólafur þegar blaða- maður spyr hann um nauðsynlegt nesti í útileguna. „Mér finnst eigin- lega að það þurfi að skipta þessu í tvennt. Annars vegar verður maður að taka með sér góðan mat sem er heppilegur til að verða saddur af, veitir góða næringu og lætur manni líða vel. Svo er líka alveg bráðnauðsyn- legt að hafa eitthvað sem er gott í munninn til að gleðja sig og sam- ferðamennina,“ segir Ólafur. Morgunmaturinn er mikilvæg- asta máltíð dagsins og Ólafur segir að því sé eins farið í útilegunni. „Það er nauðsynlegt að borða góðan morgunmat, til dæmis múslí. Ef maður ætlar að ganga mikið er gott að borða orkuríkan mat eins og brauð og súpur yfir daginn og borða svo þurrmat á kvöldin,“ segir Ólafur og bætir því við að feitmet- ið sé alltaf gott á löngum göngum, „Það er gott að taka með sér smjör, kæfu og eitthvað í þeim dúr. Svo er harðfiskurinn auðvitað ómiss- andi og þá að sjálfsögðu með miklu smjöri,“ segir Ólafur. Þótt hollustan verði að vera í fyrirrúmi segir Ólafur að það sé nauðsynlegt að taka einhver sæt- indi með í ferðalgið. „Maður verður að hafa eitthvað að hlakka til enda eiga ferðalög að vera skemmtiferðir. Þegar maður kemur þreyttur í tjald eða skála að kvöldi til er um að gera að verðlauna sig fyrir afrek dags- ins með einhverju gotteríi,“ segir Ólafur og bætir því við að hér verði smekkur hvers og eins að ráða því hvað verði fyrir valinu. Mikilvægt að verðlauna sig ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON ER FORSETI FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS. HANN HEFUR ÁRALANGA REYNSLU AF FERÐALÖGUM OG VEIT ÞVÍ MANNA BEST HVAÐ ER MIKILVÆGAST AÐ HAFA Í NESTIS- TÖSKUNNI. Ólafur segir það nauðsynlegt að taka einhver sætindi með í ferðalagið til að verðlauna sig. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ómissandi í ferðalagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.