Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 60
■■■■ {ferðahelgin} ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■28 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Vegamyndir eiga það sameiginlegt að gerast á ferða- lagi. Stundum er ferðalagið burðarás í sögunni, í öðrum tilfellum aðeins daufur bakgrunnur. Söguhetjurnar eru æði oft litskrúðugar og á ferðalagi sínu hitta þær fyrir enn skrautlegra fólk. Vegurinn sjálfur getur verið táknrænn fyrir frelsi, flótta eða, sem algengara er, innra ferðalag persón- anna að ákveðnu lokamarki, frá einum stað lífsins til annars. Hvort áfangastaðir standa undir væntingum er jafn óvíst og í lífinu sjálfu og þess vegna er alltaf jafn spennandi að setjast fyrir framan sjónvarpið með popp í skál og horfa á góða vegamynd. Fyrir þá sem heima sitja Hvort sem það er til að koma sér í stuð áður en lagt er út á þjóðveginn eða sem sára- bót fyrir þá sem þurfa að sitja heima, eru vegamyndir hin besta skemmtun. Dumb & Dumber (1994) Þó svo að Dumb & Dumber sé ekki vegamynd sam- kvæmt ströngustu skilgreiningu þá eru mörg atriði í myndinni sem gerast á þjóðvegum Bandaríkjanna á leið þeirra félaga til Aspen í Colorado. Í upphafi leggja þeir af stað á hundabílnum fræga en komast loksins á leiðarenda á örlitlu mótorhjóli, blautir og kaldir. Jim Carrey og Jeff Daniels leika þá félaga Harry & Lloyd sem leggja land undir fót til þess að koma skjalatösku í hendur réttmæts eiganda. Auk þess að gerast á þjóðvegunum er myndin alveg óborganlega fyndin. Nokkrar vegamyndir sem vert er að gefa gaum: Foxtrot (1988) Íslenskur spennutryllir sem hefur alla kosti góðra vegamynda. Á einum degi lenda sögupersón- urnar í raunum sem fæstir þurfa að kljást við á heilli ævi. Valdi- mar Örn Flygenring og Steinar Ólafsson leika hálfbræður sem taka puttaferðalang, leikinn af Maríu Ellingsen, upp í bílinn sinn og við það hefst atburða- rás sem er allt í senn; spennandi, skeflileg og trúverðug. Easy Rider (1969) Það er ekki hægt að fjalla um ferða- myndir án þess að minnast á hina frábæru mótorhjólamynd Easy Rider. Jack Nicholson, Peter Fonda og Dennis Hopper fara á kostum í þessari klassík sem vafalaust hefur fengið marga til að langa að þeysast um á mótorfákum. Kvikmyndin fjallar um síðhærða mót- orhjólatöffara á ferðalagi þeirra frá Los Angeles til Mardi Gras hátíðarinnar í New Orleans. Á ferð sinni komast þeir í kynni við marga skrautlega ein- staklinga. Easy Rider er kvikmynd sem sendir hugann af stað í ferðalag, jafnvel þó svo að líkaminn sitji sem fastast á sófanum heima. Diarios de motocicleta (2004) Myndin segir frá mótorhjólaferðalagi Ernesto Che Guevara sem þá var nýútskrifaður læknir og Alberto Granado félaga hans. Á nokkrum mán- uðum ferðuðust þeir félagar um heila heimsálfu og mynduðu sér um leið sterkar pólitískar skoð- anir eftir að hafa orðið vitni af ömurlegu ástandi víða. Stórbrotið landslag Suður-Ameríku spilar stóra rullu í þessari áhrifaríku mynd og mynda- takan er frábær. Gael García Bernal leikur Gue- vara listavel í myndinni. Með allt á hreinu (1982) Ein vinsælasta mynd Íslandssögunnar og skorar 8,3 á imdb.com. Ósætti innan hljómsveitar klífur hana í tvennt rétt áður en sveitaballasumar gengur í garð. Úr verður barátta milli tveggja hljómsveita, Stuðmanna og Grýlanna, sem þeysast um landið og keppast um hylli landans. Í anda vegamynda eru viðkomustaðirnir margir og lókallinn oft á annarri bylgjulengd en ferðalangarnir. Bráðskemmtileg mynd, fyndin og hug- ljúf auk þess sem tónlistin er sígild. Líklega eina vegamyndin í heimi þar sem leikurinn færist til Vestmannaeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.