Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 60

Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 60
■■■■ {ferðahelgin} ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■28 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Vegamyndir eiga það sameiginlegt að gerast á ferða- lagi. Stundum er ferðalagið burðarás í sögunni, í öðrum tilfellum aðeins daufur bakgrunnur. Söguhetjurnar eru æði oft litskrúðugar og á ferðalagi sínu hitta þær fyrir enn skrautlegra fólk. Vegurinn sjálfur getur verið táknrænn fyrir frelsi, flótta eða, sem algengara er, innra ferðalag persón- anna að ákveðnu lokamarki, frá einum stað lífsins til annars. Hvort áfangastaðir standa undir væntingum er jafn óvíst og í lífinu sjálfu og þess vegna er alltaf jafn spennandi að setjast fyrir framan sjónvarpið með popp í skál og horfa á góða vegamynd. Fyrir þá sem heima sitja Hvort sem það er til að koma sér í stuð áður en lagt er út á þjóðveginn eða sem sára- bót fyrir þá sem þurfa að sitja heima, eru vegamyndir hin besta skemmtun. Dumb & Dumber (1994) Þó svo að Dumb & Dumber sé ekki vegamynd sam- kvæmt ströngustu skilgreiningu þá eru mörg atriði í myndinni sem gerast á þjóðvegum Bandaríkjanna á leið þeirra félaga til Aspen í Colorado. Í upphafi leggja þeir af stað á hundabílnum fræga en komast loksins á leiðarenda á örlitlu mótorhjóli, blautir og kaldir. Jim Carrey og Jeff Daniels leika þá félaga Harry & Lloyd sem leggja land undir fót til þess að koma skjalatösku í hendur réttmæts eiganda. Auk þess að gerast á þjóðvegunum er myndin alveg óborganlega fyndin. Nokkrar vegamyndir sem vert er að gefa gaum: Foxtrot (1988) Íslenskur spennutryllir sem hefur alla kosti góðra vegamynda. Á einum degi lenda sögupersón- urnar í raunum sem fæstir þurfa að kljást við á heilli ævi. Valdi- mar Örn Flygenring og Steinar Ólafsson leika hálfbræður sem taka puttaferðalang, leikinn af Maríu Ellingsen, upp í bílinn sinn og við það hefst atburða- rás sem er allt í senn; spennandi, skeflileg og trúverðug. Easy Rider (1969) Það er ekki hægt að fjalla um ferða- myndir án þess að minnast á hina frábæru mótorhjólamynd Easy Rider. Jack Nicholson, Peter Fonda og Dennis Hopper fara á kostum í þessari klassík sem vafalaust hefur fengið marga til að langa að þeysast um á mótorfákum. Kvikmyndin fjallar um síðhærða mót- orhjólatöffara á ferðalagi þeirra frá Los Angeles til Mardi Gras hátíðarinnar í New Orleans. Á ferð sinni komast þeir í kynni við marga skrautlega ein- staklinga. Easy Rider er kvikmynd sem sendir hugann af stað í ferðalag, jafnvel þó svo að líkaminn sitji sem fastast á sófanum heima. Diarios de motocicleta (2004) Myndin segir frá mótorhjólaferðalagi Ernesto Che Guevara sem þá var nýútskrifaður læknir og Alberto Granado félaga hans. Á nokkrum mán- uðum ferðuðust þeir félagar um heila heimsálfu og mynduðu sér um leið sterkar pólitískar skoð- anir eftir að hafa orðið vitni af ömurlegu ástandi víða. Stórbrotið landslag Suður-Ameríku spilar stóra rullu í þessari áhrifaríku mynd og mynda- takan er frábær. Gael García Bernal leikur Gue- vara listavel í myndinni. Með allt á hreinu (1982) Ein vinsælasta mynd Íslandssögunnar og skorar 8,3 á imdb.com. Ósætti innan hljómsveitar klífur hana í tvennt rétt áður en sveitaballasumar gengur í garð. Úr verður barátta milli tveggja hljómsveita, Stuðmanna og Grýlanna, sem þeysast um landið og keppast um hylli landans. Í anda vegamynda eru viðkomustaðirnir margir og lókallinn oft á annarri bylgjulengd en ferðalangarnir. Bráðskemmtileg mynd, fyndin og hug- ljúf auk þess sem tónlistin er sígild. Líklega eina vegamyndin í heimi þar sem leikurinn færist til Vestmannaeyja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.