Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 54
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■22
Allar nýjustu upplýsingar
og fréttir á ensku á
vefnum reykjavik.com og
í blaðinu Reykjavikmag.
Upplýsingar, viðburðir,
afþreying og fréttir
Allir klárir í tjöldin
„Ætli fyrsta verslunarmannahelgin
sé ekki langeftirminnilegust,“ segir
Freyr. „Þá var ég rótari í hljóm-
sveitinni Faraldi á útihátíðinni á
Laugum árið 1986, sem var nú ekki
leiðinlegt hlutskipti fyrir tólf ára
gutta skal ég segja þér.“
Freyr var í för með frænda sínum
sem var meðlimur í hljómsveitinni,
en að hans sögn var hún samblanda
af Icy-tríóinu, Mannakornum og
fleirum góðum böndum frá þessum
tíma.
Freyr kveður hátíðina hafa verið
afar skemmtilega, þar sem mikið
hafi verið lagt upp úr dagskránni.
„Þarna voru alls kyns uppátæki,
eins og til dæmis aflraunakeppni,
auk þess sem landsþekktir skemmti-
kraftar tróðu upp. Greifarnir, sem
voru upp á sitt besta, fluttu sitt
fræga útihátíðarlag „Útihátíð“. En
ætli hápunktur hátíðarinnar hafi
samt ekki verið þegar ég sá söng-
konuna Helgu Möller í sólbaði, en
hún var þarna komin til að skemmta
með Icy-tríóinu.“
Að mati Freys fylgir verslunar-
mannahelgin frá árinu 1988 fast á
hæla hinnar hvað skemmtilegheit
varðar. „Mamma skutlaði okkur
Guðna vini mínum, þá fjórtán ára
gömlum, á tjaldsvæðið á Lauga-
vatni. Í það skipti var engin skipu-
lögð dagskrá í gangi. Það kom þó
ekki að sök þar sem við vorum með
okkar eigið tónlistaratriði og vökt-
um vinsældir viðstaddra með söng
og gítarleik.“
Freyr segir seinni helgina þó helst
minnistæða fyrir það að hafa fengið
fyrsta kossinn. „Á milli atriða náði
ég að smella kossi á íslenska stelpu
sem bjó í Svíþjóð. Ég var líka svo
lánsamur að vinna 10 lítra af mjólk
í skafmiðakeppni þannig að við
drukkum mjólk út í eitt,“ bætir hann
við og hlær. roald@frettabladid.is
Hápunkturinn Helga Möller í sólbaði
FREYR EYJÓLFSSON DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR UM EFTIRMINNILEGAR VERSLUNARMANNAHELGAR.
Freyr segir tvær verslunarmannahelgar sérstaklega eftirminnilegar, aðra vegna þess að þá
hafi hann unnið 10 lítra af mjólk í skafmiðakeppni. MYND/HÓLMFRÍÐUR ANNA BALDURSDÓTTIR.
Þegar farið er í tjaldferðalag með fjölskylduna getur ýmiss konar
búnaður aukið þægindin til mikilla muna. Í dag er til svo mikið
úrval hluta sem hægt er að hafa í og með tjaldinu að manni
líður nánast eins og í litlum kofa þegar dvalið er þar inni.
Nýja skátabúðin setti upp tjald með öllum helsta búnaðinum
sem hentar fjölskylduferðalagi. Allar vörurnar er hægt að
fá í versluninni í Faxafeni 8.
Eftirminnileg ferðahelgi
Tjald – Sala 4.
Þessi tjöld eru frábær
fyrir þá sem vilja hafa mikið
pláss og góða birtu í rúmgóðu
fortjaldi. Þolir íslenska veðráttu þar
sem tjaldið er með sterkum fibersúl-
um og með eina mestu vatnsheldni
(4.000 mm) á Íslandi í fjölskyldu-
tjöldum.
Verð 39.995 kr.
Tvöfalt
rafmagnskælibox,
bæði fyrir kælikubba
og 12 volta rafmagn
(tvö lok).
Tilboð 9.995 kr.
Sterk
loftdýna með
innbyggðri
pumpu. Tilboð
2.995 kr.
Minni
stóll, tilvalinn
fyrir börn.
995 kr.
Útileguborð
sem hægt er að
leggja saman.
Tilboð 2.995 kr.
Gaskút-
ar. frá 395
kr.
Prímus.
2.995 kr.
Solo
teflonhúð-
að pottasett
með pönnu.
2.995 kr.
Útilegusett
með diskum,
hnífum, göflum,
skeiðum og glösum.
1.495 kr.
Sterkir og
vandaðir
álstólar með
örmum. Tilboð
2.495 kr.
Flottir Aztec
svefnpokar
fyrir fjölskylduna.
Frá 4.995 kr.
Rafmagns-
lukt, gengur fyrir
AA batteríum.
1.495 kr.