Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 6
6 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR 2 fyrir 1 til Ítalíu / Króatíu 19. júlí frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Króatíu í ágúst. Króatía hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Stökktu til Króatíu 9. ág st frá kr. 49.990 Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. SKÁK Grænlandshátíð Hróksins verður haldin í fjórða skipti í næstu viku. Efnt verður til fjölda viðburða og mörg þorp heimsótt. Hápunktur hátíðarinnar verður IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið í Tasiilaq, dagana 5. og 6. ágúst. Hrókurinn og Flugfélag Íslands hafa staðið saman að landnámi skáklistarinnar á Grænlandi frá árinu 2003 þegar fyrsta skákmótið í sögu Grænlands var haldið í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Um sjötíu manna sendinefnd kom frá Íslandi, skipuð stórmeisturum, íslenskum áhugamönnum, skóla- fólki, og fulltrúum fyrirtækja og fjölmiðla. Í mótslok var Skáksam- band Grænlands stofnað að frum- kvæði Hróksins. Öll árin hefur verið efnt til fjölda viðburða í tengslum við hátíðina, allt frá listsýningum til knattspyrnuleikja. Markmið Hróks- ins og Flugfélags Íslands, auk þess að breiða út skáklistina, er að efla tengsl þjóðanna. Fjölmargir standa að hátíðinni, meðal annars Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, Barnaheill, Rauði krossinn, Kátu biskuparnir í Hafnarfirði, skákfélag stúdenta við HR og fleiri. Íslenski leiðangurinn leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun. - sdg Fjórða Grænlandshátíð Hróksins og Flugfélagsins: Kynna skáklistina á Grænlandi GLAÐIR SKÁKUNNENDUR Hér er teflt úti í blíðvirði í Tasiilaq á Grænlandi. VEIÐIÞJÓFNAÐUR Veiðifélag Hafra- lónsár hefur kært tvo félaga sem strengdu net í leyfisleysi í Hafra- lónsá á þeirra eigin landareign. „Það er í gildi netaveiðibann og bann við veiðum svona nærri árósum,“ segir Marínó Jóhanns- son, bóndi í Tunguseli og formað- ur Veiðifélagsins. „Leigutakarnir tveir á silungasvæðinu eru reiðir yfir þessari uppákomu. Við vonum að þetta hafi ekki fráhrindandi áhrif á viðskiptavini.“ Hafralónsá er austarlega í Þistilfirði, nálægt Þórshöfn, og þykir góð laxveiðiá. Áin er í eigu Veiðifélags Hafralónsár og voru meintir veiðiþjófar meðal leigu- sala árinnar. - sgj Veiðiþjófnaður í Hafralónsá: Strengdu net í leyfisleysi VÖRUMERKI Grétar Ingi Grétars- son, lögfræðingur hjá Einka- leyfastofunni, segir vörumerkja- lög sjaldnast klippt og skorin. „Þegar ruglingshætta er metin þarf að meta heildarmyndina og það þarf alltaf að setja sig í spor neytandans. Aðalspurningin er hvort neytandinn geti látið blekk- ast af þessu eða ekki.“ Hann segir vörumerkjaskrán- ingu eingöngu taka til orðsins sem skráð er, en hún geti undir vissum kringumstæðum helgað beygingarmyndir orðsins. „Það er eitthvað sem er metið í hverju máli fyrir sig,“ segir Grétar Ingi Grétarsson. - sþs Lögfræðingur um vörumerki: Heildarmynd þarf að meta VÖRUMERKI Mjólka íhugar að kæra Osta- og smjörsöluna fyrir að nota orðið Feta á sínar afurðir án leyfis. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að vörumerkið Feti sé lögform- lega skráð og í eign Mjólku, og fyrirtækið íhugi nú að krefjast þess að Osta- og smjörsalan hætti að nota orðið Feta á umbúðir sínar þar sem það sé beygingarmynd orðsins Feti. Ólafur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir að í ljósi ásakana Osta- og smjörsöl- unnar um að Mjólka reyni að blekkja neytendur með því að herma eftir umbúðum Osta- og smjörsölunnar, hafi forsvarsmenn Mjólku ekki séð sér annað fært en að skoða þetta mál. Hann nefnir einnig að Grikkir hafi hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu á því að þeir eigi vörumerkið Feta, og Mjólku sé kunnugt um að stjórnvöld þar í landi hyggi á aðgerðir gegn þeim framleiðend- um sem nota vörumerkið á sínar vörur í óleyfi. „Okkar notkun á orðinu Feta á ekkert skylt við orðið Feti, þetta er bara hártogun vegna þess að við höfum bent þeim á að þeir séu að stæla okkar umbúðir,“ segir Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar. „Við höfum gert könnun á þessu fetamáli eftir að dómur féll í Evrópudómstóli og teljum okkur vera í fullum rétti að nota orðið.“ - sþs Mjólka íhugar að kæra Osta- og smjörsöluna fyrir brot á vörumerkjalögum: Segjast eiga vörumerkið Feta GRÍSKUR FETAOSTUR Framkvæmdastjóri Mjólku segir notkun Osta- og smjörsöl- unnar á orðinu Feta vera beygingarmynd orðsins Feti, sem sé eign Mjólku. BJÖRGUN Sjómaður var hætt kom- inn í fyrrinótt þegar vél bilaði í bát hans. Var sjómaðurinn einn um borð þegar atvikið átti sér stað en bátinn rak í átt að Helguvíkur- bjargi. Kallaði maðurinn eftir aðstoð björgunarsveita og náði bátur Slysavarnarfélagsins Landsbjarg- ar úr Keflavík að koma taug í bát- inn áður en illa fór. Var hann dreg- inn í land og varð manninum ekki meint af. - öhö Sjómaður hætt kominn: Báturinn á reki eftir vélabilun Utanríkismálanefnd fundi Þing- flokkur Vinstri grænna skorar á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon. Þingflokkurinn hefur óskað eftir því við forseta Alþingis að utanríkismálanefnd komi saman til að ræða þá stöðu sem nú er uppi. UTANRÍKISMÁL Lýsir yfir sigri Andrés Manuel López Obrador lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri forseti Mexíkó, jafnvel þótt enn hafi ekki verið með óyggjandi hætti skorið úr því hvort hann eða Felipe Calderón hafi borið sigur úr býtum í kosningunum fyrr í þessum mánuði. MEXÍKÓ KJÖRKASSINN Ert þú fylgjandi birtingu álagningaskráa? Já 68% Nei 32% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú á útihátíð um verslunarmannahelgina? Segðu skoðun þína á Vísi.is LAUNAMÁL Dæmi eru um að ungt fólk sem vinnur í kvöld- eða helgarvinnu fái greitt svokallað jafnaðarkaup og fái þannig ekki þau laun sem það á rétt á sam- kvæmt kjarasamningum. Þrír fyrrum starfsmenn Bónusvídeó í Spönginni hafa staðfest við Frétta- blaðið að greiðslur hafi verið með þessum hætti hjá leigunni. „Launamál heyra undir hverja leigu fyrir sig. Hins vegar munum við skoða þau ef í ljós kemur að brotið sé á starfsmönn- um,“ segir Þorvaldur Þorláksson, framkvæmdastjóri Bónusvídeó- keðjunnar. Hann segir að það sé stefna Bónusvídeó að greiða laun samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum hverju sinni. Núverandi rekstraraðili Bónus- vídeó í Spönginni, sem tók við fyrir um mánuði, hvorki játaði né neitaði að brotið hefði verið á starfsmönnum en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Fréttablaðið hefur undir hönd- um launaseðil frá einum starfs- mannanna en á hann vantar upp- lýsingar um tímakaup og vinnustundafjölda. Launagreið- endum ber að láta þessar upplýs- ingar koma fram á launaseðlum. Þannig getur starfsfólk sjálft fylgst með að ekki sé verið að brjóta á því. Það er hins vegar erfitt þegar upplýsingar vantar á launaseðilinn, eins og er í þessu tilfelli. „Þegar fólk er að vinna um kvöld og helgar er öll hætta á að jafnaðarkaupið sé komið undir lágmarkskjör. Fólk verður því að gæta þess að fara vel yfir launa- seðlana sína um hver mánaða- mót,“ segir Snorri Kristjánsson hjá kjarasviði VR. Ekkert er til í kjarasamningum sem heitir jafnaðarkaup, en það var endanlega afnumið árið 2004. Hins vegar hafa einhver fyrirtæki haldið sig við það og þá samið við starfsmenn sína. Snorri segir að fólk verði að gæta að því að jafnaðarkaupið sé að lágmarki yfir þeim töxtum sem kjarasamningar segja til um. Ef svo er ekki eigi fólk að gera athugasemdir, annað hvort við vinnuveitendur sína eða hafa sam- band við stéttarfélög. hnefill@frettabladid.is Ekkert til í kjarasamningum sem heitir jafnaðarkaup Fyrrverandi starfsmenn Bónusvídeó í Spönginni segjast hafa fengið jafnaðarkaup fyrir kvöld- og helgar- vinnu. Launaseðlar innihéldu ófullnægjandi upplýsingar. Framkvæmdastjóri Bónusvídeó segir stefnu fyrir- tækisins að greiða laun samkvæmt kjarasamningum. VR segir að fólk verði að fara vel yfir launaseðla sína. BÓNUSVÍDEÓ Í SPÖNGINNI Dæmi eru um að starfsfólki sé greitt jafnaðarkaup en vinni að mestu á kvöldin og um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin lagði fram tillögu í borgarráði í liðinni viku um að kannaðar yrðu leiðir til að koma á þráðlausri nettengingu um alla Reykjavíkur- borg. Málinu var frestað í bili, en nái það fram að ganga munu fartölvunotendur með tilskilinn búnað geta komist á netið hvar sem er í borginni, án fyrirhafnar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, segir borgina eiga að vera í fararbroddi í þessum málum í heiminum. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, segir sjálfsagt að skoða málið en kanna þurfi ýmis álitaefni þessu tengd. - sgj Tillaga fyrir borgarráði: Þráðlaust net um alla borg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.