Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 30
ATVINNA 12 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR Viðamiklar breytingar urðu á úthlutun atvinnu- leysisbóta um síðustu mánaðamót með gildis- töku nýrra laga. Samkvæmt nýju lögunum geta atvinnulausir sótt um tekjutengdar atvinnuleysis- bætur sem nema 70 pró- sentum af heildarlaunum á ákveðnu viðmiðunartíma- bili en þó aldrei hærri en 185.400 kr. á mánuði. Útborgun atvinnuleysis- bóta breytist á þann hátt að greitt verður fyrir einn mánuð í einu sem nær yfir tímabilið 20. til 19. næsta mánaðar. Greitt verður út fyrsta virka dag hvers mán- aðar. Þann 1. ágúst verður greitt fyrir tímabilið 1.-19. júlí og 1. september verður greitt fyrir tímabilið 20. júlí-19. ágúst. Reglubund- inni hálfsmánaðarlegri stimplun hefur verið hætt og í staðinn koma regluleg samskipti við ráðgjafa. Bótatímabil styttist einnig úr fimm árum í þrjú ár. Atvinnuleysisbætur eru nú tekjutengdar. Fyrstu tíu daga atvinnuleysis eru greiddar út grunnatvinnu- leysisbætur sem eru frá 1. júlí kr. 110.015 á mánuði m.v. 100% bótarétt. Eftir þann tíma taka við tekju- tengdar atvinnuleysisbætur í þrjá mánuði sem eru reikn- aðar 70% af heildarlaunum á ákveðnu viðmiðunartíma- bili en þó aldrei hærri en kr. 185.400 á mánuði. Þeir sem sóttu í fyrsta sinn um atvinnuleysisbætur 15. nóv- ember 2005 eða síðar og eru skráðir atvinnulausir 1. júlí 2006 geta samkvæmt nýjum lögum sótt um tekjutengdar atvinnuleysisbætur uppfylli þeir skilyrði laganna. Þeir sem kjósa að nýta sér þenn- an rétt þurfa að sækja um það fyrir 1. september 2006. Eftir þann tíma fellur þessi réttur niður. Með nýju lögunum verða gerðar meiri kröfur til þeirra sem skráðir eru atvinnulausir og fá greidd- ar atvinnuleysisbætur um virka atvinnuleit, að barna- gæsla sé fyrir hendi og að upplýsingum um allar breytingar á vinnufærni atvinnuleitanda sé komið strax til Vinnumálastofnun- ar. Kröfur um virka atvinnuleit Nauðsynlegt er að fylgjast vel með atvinnuauglýsingum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FULLT STARF OG HLUTASTÖRF 10-11 óskar eftir duglegu og jákvæðu starfsfólki í verslanir sínar á höfuðborgarsvæðinu.Við óskum eftir starfsfólki í stöður vaktstjóra og þurfa umsækj- endur að vera 20 ára. Einnig eru lausar stöður almennra starfsmanna og þurfa umsækjendur að vera 18 ára á árinu. Hjá okkur er andinn góður, félagslíf er virkt og taka starfsmenn verslana vel á móti nýliðum. Við bjóðum upp á margskonar vaktir, sem geta hentað með skóla, eða annari vinnu. Um er að ræða dagvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir. Umsækjendum er bent á að hægt er að sækja um beint í verslunum okkar eða þá að senda inn umsókn á netinu. Umsóknum er hægt að skila á vefnum www.10-11.is - vi› rá›um Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is N‡ og glæsileg húsgagnaverslun, sem selur vöndu› og falleg húsgögn, óskar eftir a› rá›a til sín verslunarstjóra. Verslunarstjóri Helstu verksvi›: Sölumennska/afgrei›sla í verslun. Mannaforrá› yfir ö›ru sölufólki. A› halda versluninni snyrtilegri og a›la›andi. Upprö›un í verslun. Yfirumsjón me› lagerhaldi. Samskipti vi› birgja erlendis. Öll önnur störf sem falla til í versluninni. Hæfniskröfur: Vanur söluma›ur. Fórnfús í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Áhugi á hönnun og húsgögnum. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 7. ágúst nk. Númer starfs er 5744. Uppl‡singar veitir Elísabet Sverrisdóttir. Netfang: elisabet@hagvangur.is Þjónustumenn í Garðabæ. Kælismiðjan FROST ehf. óskar eftir að ráða þjónustu- menn til framtíðarstarfa í starfsstöð sinni í Garðabæ. Æskilegt er að umsækjendur: - hafi reynslu af vinnu við kælikerfi, - 2.-3. stig vélstjórnar, vélfræði-, eða sambærilega menntun, - geti unnið sjálfstætt, - hafi góða þjónustulund, Starf þjónustumanna er fjölbreytt og felst m.a. í uppsetningu nýrra kælikerfa og breytingum og við- haldi á eldri kerfum, reglubundinni þjónustu, fjar- gæslu, og upptektum á kerfishlutum. Kælismiðjan FROST ehf. rekur tvær starfsstöðvar; á Akureyri og í Garðabæ. Áhugasamir hafi samband við þjónustustjóra í Garðabæ: Charles Ó. Magnússon Miðhrauni 22b 210 Garðabæ Sími: 464 9450 / 897 8941 netfang: charles@frost.is Kælismiðjan Frost ehf. frost@frost.is * www.frost.is Furðufi skar ehf. reka meðal annars Kokkana veisluþjónustu, fi skborðin í Hagkaupum og Osta og sælkeraborðið í Hagkaupum Kringlunni. Leitum eftir manneskju til að vera yfi r og sjá um Osta- og Sælkeraborðið í Hagkaupum Kringlunni. Starfssvið: • Innkaup og pantanir • Starfsmannahald/mönnun vakta • Laga brauð ofl . sem lagað er á staðnum • Afgreiðsla úr Osta- og sælkeraborði Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi mikinn áhuga á mat og matargerð eða séu fagmenntaðir. Áhugasamir sendið tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is eða hringið í síma 511-4466 milli kl 9 og 17 á virkum dögum. Furðufi skar ehf Fiskislóð 81a,101 Reykjavík Nokkur góð ráð MÖRGUM ÞYKIR ERFITT AÐ MÆTA Í ATVINNUVIÐTAL. MEÐ ÖRLITL- UM UNDIRBÚNINGI ÆTTI AÐ VERA HÆGT AÐ MINNKA STRESSIÐ. 1. Kynntu þér fyrirtækið vel. Skoðaðu heimasíðu þess og reyndu að afla þér upplýsinga um stefnu fyrirtæksisins og starf. Það getur líka verið gagnlegt að tala við einhvern sem hefur unnið hjá fyrir- tækinu til þess að fá innsýn í starfið. 2. Farðu í huganum í gegnum þær spurningar sem vinnu- veitandinn gæti spurt þig að. Hvernig ætlarðu að svara? 3. Mundu að þú mátt líka spyrja spurninga. Ekki vera hrædd/ur við að spyrja út í starfið eða fyrirtækið - það sýnir að þú hefur áhuga á starfinu. 4. Vertu snyrti- lega klædd/ur, þá líður þér betur með sjálfa/n þig og verður afslappaðri. Mundu samt að glata ekki þínum eigin stíl. Ekki fara í dragt og háa hæla ef það er ólíkt þínum hefðbundna klæðn- aði. Vertu þú sjálf/ur. 5. Slakaðu á. Mundu að þetta er eftir allt saman bara atvinnuviðtal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.