Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 60
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR Níels Hafstein og Magnhild- ur Sigurðardóttir starf- rækja Safnasafnið á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð þar sem íslensk alþýðu- og nútímalist er höfð í háveg- um. Safnið hefur hingað til verið heima hjá þeim hjón- um en nú er verið að auka húsakostinn allverulega. „Við vorum orðin hálfþreytt á þessum gesti í íbúðarhúsinu,“ segir Níels sposkur og á þar við Safnasafnið sem þau hjónin settu á stofn árið 1995. Þau hafa búið á Svalbarðsströnd síðan 1998 og haldið þar sjötíu sýningar á alþýðu- og nútímalist. „Þetta safn var stofnað gagngert til þess að safna alþýðumyndlist íslensku þjóðarinnar,“ útskýrir Níels. „Við vorum sjálf búin að safna býsna lengi og ferðuðumst á sínum tíma um landið og keyptum listaverk. Margir þessara listamanna voru og eru ekki hátt skrifaðir og verk þeirra lítils metin, sumir bjuggu við fordóma og lítilsvirðingu. Síðar þurftum við húsnæði til þess að kynna þetta fyrir almenningi og opinberum aðilum til þess að fólk áttaði sig á þeim fjársjóðum sem eru að glatast.“ Safneigin telur nú ríflega 3.000 listaverk en eins og Níels bendir á eru mörg þeirra eftir listafólk sem fæstir þekkja. „Merkilegustu munirnir eru oft eftir þá sem eng- inn þekkir.“ Meðal verkanna má finna úrval teikninga eftir Ingvar Ellert Óskarsson og verk Svövu Skúladóttur, styttur eftir Sæmund Valdimarsson og málverk Valdi- mars Bjarnfreðssonar. Söfnunin hefur undið talsvert upp á sig því Níels útskýrir að eig- inkona sín sé orðin ötull brúðu- safnari og eigi nú um 1.100 brúður sem verða áfram til sýnis í íbúðar- húsi þeirra ásamt einstöku safni ævintýralegra leikfanga sem þau hafa einnig ástríðu fyrir að safna. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Svalbarðsströnd. Gamla samkomuhúsið, sem er heimili hjónanna, verður tengt með við- byggingu við Kaupfélagshús Sval- barðseyrar sem búið er að flytja á lóðina og þegar safnið verður opnað aftur næsta vor verður fer- metratalan komin upp í tæplega 700. „Við ætlum að opna með 20 sýningum í 10 sýningarrýmum að meðtöldum útisýningum,“ segir Níels stoltur. „Hingað til höfum við verið með ellefu sýn- ingar á ári. Í nýja húsinu verður listaverkageymsla, skrifstofur og anddyri með kaffibar, safnbúð og sýningarsalir auk fræðslu- bókasafns. Í Kaupfélagshúsinu verður salur og endurgerð af einni elstu kvenfataverslun sem stofnuð var í Reykjavík. Við feng- um innréttingar og efni úr versl- un Ásgeirs G. Gunnlaugssonar og Co. sem var opnuð í Austurstræti 1 árið 1907 og eigum fyrir tals- vert af munum sem tengjast kvenlegri iðju.“ Í tengslum við svokallaða Sval- barðsstrandarstofu verður einnig aðstaða fyrir fræðafólk og nem- endur sem vilja kynna sér sögu eða málefni sem tengjast svæðinu með möguleika á sýningarhaldi afraksturs rannsóknarinnar í Safnasafninu. Með þeim hjónum starfar öfl- ugur hópur sem unnið hefur að uppbyggingu safnsins undanfarin misseri. Ragnheiður Ragnarsdótt- ir arkitekt teiknar viðbygginguna og hannar útlit svæðisins en mynd- listarmennirnir Harpa Björns- dóttir og Magnús Pálsson hafa einnig veitt liðsinni sitt. Svalbarðsströnd er rétt fyrir utan Akureyri og eins og Níels áréttar tekur aðeins sjö mínútur að renna þangað úr höfuðstað Norðurlands. „Fallegasta útsýni á landinu og engin ljós á leiðinni,“ segir hann kíminn að lokum. kristrun@frettabladid.is Skjólshús fyrir íslenska alþýðulist STÓRHUGA BRAUTRYÐJENDUR Níels Hafstein á Safnasafninu sem stofnað var gagngert til þess að safna alþýðumyndlist íslensku þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS ÚR SAFNEIGNINNI Safnasafnið á nú yfir 3.000 listaverk eftir marga vanmetna en stórmerka listamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Nú hyllir undir enn eina byltinguna í prentiðnaðinum. Dugmiklir vísinda- og markaðsmenn hafa lagt höfuð sín í bleyti í sama balann og diktað upp maskínu sem prentar heilu ritin á undrahraða. Líkja menn þessari uppfinningu við espressókaffivélar sem finnast á ófáum íslenskum eldhúsbekkjum og hafa leyst af hólmi uppáhell- inguna enda töfra þær fram kaffibolla á augnabliki, svo næmar eru þessar vélar að þær nýjustu hrökkva víst í gang við tilhugsunina eina. Með einu handtaki geta lesendur framtíðarinnar eignast eintak af allra handa bókum því þessi litla vél prentar bækurnar eftir pöntunum og skilar 300 síðna doðranti, með litprentaða kilju- kápu, innbundinni á innan við þremur mínútum. Ef bókaútgefendur og bóksalar taka höndum saman og fagna uppfinningunni má búast við að starfsmenn bókaverslana þurfi aldrei framar að paufast um með bakverk eða önnur álagsmeiðsl. Vikuritið Newsweek greinir frá því að verið sé að prófa þessa expressó-útgáfuvél í banka einum í bandaríska höfuðstaðnum og að bókasafnið í Alexandríu í Egyptalandi hafi í hyggju að festa kaup á gripnum með haustinu. Expressó útgáfa á leiðinni BÆKUR Í VÖKVAFORMI? Töluvert lager- rými sparast ef bækur verða prentaðar á staðnum. Sjötta ljóðabók Þórs Stefánssonar er komin út hjá Deus-útgáfunni. „Ljóðin í þessari bók eru öll í bundnu máli en titillinn er kominn til af því að ég hafði hugsað mér að hægt væri að syngja þau,“ segir Þór og getur þess að þegar sé búið að semja lög við tvö ljóðanna og gefa þau út á hljómdiski. Þór kveðst hafa ort á sínum unglings- árum en tekið upp þráðinn aftur á síðari árum. „Ég hef gaman af því að leita í bragina,“ segir hann. „Ljóðin mín fjalla um allt milli himins og jarðar eins og nöfn þeirra bera með sér,“ segir Þór en í bókinni eru til dæmis ljóð sem bera heitin „Kettir og blóm“ og „Bandið rokk- ar feitt“. Bókin fæst í öllum helstu bóka- verslunum. - khh Leitað í bragina NÝ BÓK EFTIR ÞÓR STEFÁNSSON Kápumynd hannar málarinn Sigurður Þórir. Partí í poka! Með sérhannaða vasa fyrir farsíma og MP3 spilara. Bæði tækin geta tengst innbyggðum hátölurum bakpokans. Verð fyrir Og1 viðskiptavini 7.900 kr. Verð fyrir eigendur Vodafone live! síma 9.900 kr. Almennt verð 12.900 kr. Nokia 6230i Tilboðsverð: 24.900 kr. Verð áður: 28.900 kr. Vodafone live! 20% afsláttur af öllum handfrjálsum búnaði Vantar þig síma? Án handa! menning@frettabladid.is „Í eldlínu báðir standa og skiptast þá jafnan á að bjarga hvor öðrum úr vanda sem herjar þá báða á. Ræningjadrasl og lýður Láka oft skjóta á en Láki samt snöggur sem skugginn að klappa þeim hausinn á.“ Hallbjörn Hjartarsson samdi lagið um Lukku Láka við texta Jóns Víkingssonar. Lagið kom meðal annars út á plötunni Kántrý 7: það besta árið 1994. Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Laugardaginn 12. ágúst kl. 20:00 Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.